Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 14:45 Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. Vísir/AFP Í viðtali við BBC sagði Benjamin Brafman lögfræðingur Harvey Weinstein að fyrrum framleiðandinn sé núna einmana og reiður en þeir ræða saman tuttugu sinnum á dag. Weinstein hefur bæði tapað starfinu og fjölskyldunni. Lögregla rannsakar nú mál gegn honum í Los Angeles, New York og London. Meira en 80 konur hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein síðan í október, meðal annars vegna nauðgunar. Lögfræðingurinn telur að konurnar sem hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein séu ekki að segja sannleikann. „Þetta er eitt af skrítnustu málum sem ég hef komið nálægt.“ Lögfræðingurinn viðurkennir að Weinstein gæti hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt, en segir að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Brafman óttast samt að Weinstein myndi ekki fá sanngjörn réttarhöld. Niðurlægð og brotin Georgina Chapman fyrrum eiginkona Harvey Weinstein sagði í viðtali við Vogue í vikunni að hún hafi ekki vitað um kynferðislega áreitni og ofbeldi hans. Þetta er fyrsta skiptið sem hún tjáir sig opinberlega eftir skilnaðinn. Í viðtali nuvið Vogue viðurkenndi Chapman að hún hafi varla farið út úr húsi síðustu mánuði, síðan fyrstu fréttirnar birtust um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi Weinstein. Sjá einnig: Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn „Ég hélt að ég væri í hamingjusömu sambandi, ég elskaði líf mitt,“ segir Chapman. Hún segir í viðtalinu að Weinstein hafi ferðast mikið og því hafi hún verið alveg grunlaus. „Ég léttist um fjögur og hálft kíló á fimm dögum, ég hélt engum mat niðri,“ segir Chapman um fyrstu dagana eftir að fréttirnar birtust um Weinstein. „Ég vissi að ég þyrfti að fara og taka börnin í burtu.“ Weinstein og Chapman giftust árið 2007 og eiga saman tvö börn. Í október tilkynnti hún um skilnaðinn. Hún segist hafa verið bæði ringluð og reið síðustu mánuði. „Ég var svo niðurlægð og svo brotin.“ MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Benjamin Brafman lögfræðingur Harvey Weinstein að fyrrum framleiðandinn sé núna einmana og reiður en þeir ræða saman tuttugu sinnum á dag. Weinstein hefur bæði tapað starfinu og fjölskyldunni. Lögregla rannsakar nú mál gegn honum í Los Angeles, New York og London. Meira en 80 konur hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein síðan í október, meðal annars vegna nauðgunar. Lögfræðingurinn telur að konurnar sem hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein séu ekki að segja sannleikann. „Þetta er eitt af skrítnustu málum sem ég hef komið nálægt.“ Lögfræðingurinn viðurkennir að Weinstein gæti hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt, en segir að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Brafman óttast samt að Weinstein myndi ekki fá sanngjörn réttarhöld. Niðurlægð og brotin Georgina Chapman fyrrum eiginkona Harvey Weinstein sagði í viðtali við Vogue í vikunni að hún hafi ekki vitað um kynferðislega áreitni og ofbeldi hans. Þetta er fyrsta skiptið sem hún tjáir sig opinberlega eftir skilnaðinn. Í viðtali nuvið Vogue viðurkenndi Chapman að hún hafi varla farið út úr húsi síðustu mánuði, síðan fyrstu fréttirnar birtust um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi Weinstein. Sjá einnig: Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn „Ég hélt að ég væri í hamingjusömu sambandi, ég elskaði líf mitt,“ segir Chapman. Hún segir í viðtalinu að Weinstein hafi ferðast mikið og því hafi hún verið alveg grunlaus. „Ég léttist um fjögur og hálft kíló á fimm dögum, ég hélt engum mat niðri,“ segir Chapman um fyrstu dagana eftir að fréttirnar birtust um Weinstein. „Ég vissi að ég þyrfti að fara og taka börnin í burtu.“ Weinstein og Chapman giftust árið 2007 og eiga saman tvö börn. Í október tilkynnti hún um skilnaðinn. Hún segist hafa verið bæði ringluð og reið síðustu mánuði. „Ég var svo niðurlægð og svo brotin.“
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira
Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53
Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30