Eyþór H. Ólafsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði í sveitarstjórnarkosningunum.

Ég er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Faðir minn lést þegar ég var 13 ára. Eftir það vorum við bara tvö mæðginin. Pabbi og mamma unnu bæði lengst af hjá Eimskipafélaginu, hann sem húsvörður en hún við ræstingar. Ég var því þar með annan fótinn því ég var oft með þeim í vinnunni og þóttist allavega hjálpa til.
Ég er kvæntur Unni Kjartansdóttur, sjúkranuddara hjá HNLFÍ. Við eigum þrjá syni, tengdadóttur og tvö barnabörn.
Ég er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands en fór í framhaldsnám í Þýskalandi með áherslu á fagið og viðskiptatengdar greinar. Ég hef unnið hjá Orkustofnun, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Iðntæknistofnun við verkefni tengd nýsköpun í iðnaði o.fl. Í nokkur ár var ég verksmiðjustjóri hjá Sápugerðinni Frigg í Garðabæ. Í ársbyrjun 1998 hóf ég síðan störf hjá Eimskip sem öryggisfulltrúi skiparekstrar og síðar öryggisstjóri félagsins og hef verið þar síðan. Þannig að það má segja að ég sé kominn aftur á sama stað og ég byrjaði. Oft finnst mér ég sinna svipuðum störfum og foreldrar mínir gerðu þar á sínum tíma.
Helstu áherslur Eyþórs eru fyrst og fremst að gera gott samfélag í Hveragerði enn betra. Eyþór vill að bærinn sé vænlegur til búsetu og að haldið sé vel utanum hagsmuni íbúanna og þeirra þjónustuþörfum mætt með sem bestum og hagkvæmustum hætti. Einnig að gætt sé mjög vel að umhverfismálum og bærinn sé eins snyrtilegur og fallegur og unnt er þannig að bæjarbúar geti verið stoltir af bænum sínum og að bærinn taki vel á móti gestum. Eyþór leggur áherslu á að skapa bæjarbúum heilbrigt og gott starfsumhverfi þar sem kraftar hvers og eins fá notið sín sem best. Eyþór hefur mikinn áhuga á að sem bestar samgöngur séu til og frá bæjarfélaginu og að boðið sé upp á góða þjónustu í almenningssamgöngum. Eyþór leggur þunga áherslu á að farið verði án tafar í þær vegabætur sem eru löngu tímabærar á Suðurlandsvegi.
Hveragerði að sjálfsögðu.
Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag)
Öræfasveit.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Allt sem er í boði á Heilsustofnun NLFÍ.
Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda?
Hrísgrjón með allskonar grænmeti.
Uppáhalds „guilty pleasure“ lag?
Rósin.
Þegar ég veiddi fyrsta fiskinn minn í Þingvallavatni og hrópaði ítrekað „Hann er á hjá mér!“ og hljóp svo með stöngina upp á land án þess að draga í land og dró aumingja fiskinn á eftir mér sem vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. Ég var held ég 6 ára.
Draumaferðalagið?
Það er svo margt en Indland er t.d. ofarlega á óskalistanum.
Trúir þú á líf eftir dauðann?
Já, ég veit að við fæðumst flest ótal mörgum sinnum þar til við höfum náð nægum þroska til að lenda ekki í því.
Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?
Þegar ég fór eitt sinn að Hallgrímskirkju til að sjá eldflaugarskot á fyrsta apríl.
Hundar eða kettir?
Bæði ágæt en held þó meira upp á hunda. Kettir eru samt miklir Zen meistarar.
Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd?
Mamma Mia, finnst notalegt að horfa á hana öðru hverju.
George Clooney væri ágætur í það held ég. Hér áður var mér líkt við Gene Wilder en hann er orðinn of gamall.
Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju?
Ekki hugmynd, hef aldrei horft á það en Óli sonur minn segir mér að svara Stark svo ég geri það bara því hann er sérfræðingur á þessu sviði.
Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni?
Já, einu sinni fyrir of hraðan akstur en ekkert mikið samt.

Magnús Þór Sigmundsson, engin spurning.
Uppáhalds bókin?
Það er svo margt en segjum bara Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness.
Uppáhalds föstudagsdrykkur?
Mojito eða bara góður íslenskur bjór og þá helst frá Ölverk.
Uppáhalds þynnkumatur?
Djúsí rækjusamloka og Egils malt.
Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning?
Menning en blanda af hvorutveggja er best.
Hefur þú pissað í sundlaug?
Nei, geri ekki svoleiðis, allavega svo ég muni.
Hvaða lag kemur þér í gírinn?
Wild Dances með Ruslönu.
Já, ónýtir og númerslausir bílar út um allt.
Á að banna flugelda?
Nei, það er ekki hægt að banna allt sem er skemmtilegt þótt það sé smá áhætta fólgin í því.
Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju?
Ég var oftast einn af þeim sem síðast var valinn í lið en ég vildi gjarnan líkjast Gylfa Þór því að hann virkar mjög heilsteyptur maður.
Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.