Skólastjóri rekinn eftir „ólgu“ í Vík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2018 15:24 Um fimmtíu nemendur eru í Víkurskóla, grunnskólanum í Vík í Mýrdal en nemendur eru í 1. til 10. bekk. Vísir/Vilhelm Þorkeli Ingimarssyni, skólastjóra í Víkurskóla í Vík í Mýrdal, hefur verið sagt upp störfum. Sveitarstjóri í Mýrdaldshreppi segir málið mjög viðkvæmt en ekki hafi verið komist hjá því að gera breytingarnar. Starfsflokasamningur hafi verið gerður við skólastjórann sem hættir störfum um næstu mánaðarmót. Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Mýrdalshrepp skrifaði tilkynningu á vef sveitarfélagsins á föstudag. Þar sagði: „Í kjölfar þess að upp kom í samfélaginu nú á vormánuðum talsverð ólga sem tengdist Víkurskóla. Ákvað sveitarstjórn Mýrdalshrepps að láta gera sálfélagslega úttekt á líðan starfsfólks í skólanum. Niðurstaða sveitarstjórnar eftir yfirferð þeirrar úttektar var sú að ekki yrði hjá því komist að breyta um yfirstjórn í skólanum. Gengið hefur verið frá samkomulagi við Þorkel Ingimarsson um að hann láti af störfum sem skólastjóri 1. júní 2018 og hefur sveitarstjóra verið falið að auglýsa eftir skólastjóra og kennara við skólann.“Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir málið afar viðkvæmt.vísir/vilhelmMjög viðkvæmt mál Ásgeir segist ósköp lítið geta tjáð sig um málið umfram það sem fram komi í tilkynningunni. „Þetta er eins og alltaf þegar svona kemur upp mjög viðkvæmt mál. En það er búið að ganga frá þessu með samkomlagi aðila á milli,“ segir Ásgeir. Í grunnskólanum eru um fimmtíu börn og við hann starfa tólf kennarar samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans. „Þarna var óánægja og spenna í skólanum sem þurfti að taka á.“ Aðspurður hvort um hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest hafi verið að ræða vísar Ásgeir til þess að samkomulag hafi verið gert við fráfarandi skólastjóra. Það verði ekki útskýrt nánar.„Farið út á skólastétt og hengt mig“ Í byrjun apríl greindi Harpa Þórey Sigurðardóttir, fyrrverandi nemandi Þorkels í grunnskólanum í Lundi í Norðurþingi, frá reynslu sinni sem nemandi í skóla hjá honum og bar honum ekki vel söguna. „Manni sem td sagði mér að ég ætti enga möguleika á að ná samræmduprófunum og eftir þau gæti ég farið út á skólastétt og hengt mig. Hann ætlaði að horfa á það og hlæja,“ sagði Harpa Þórey og hvatti fólk til að deila skrifum sínum. Taldi hún ljóst að hún væri ekki sú eins sem hefði eitthvað við kennsluhætti hans að athuga.Baldur Guðmundsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er einn þeirra sem ber Þorkeli ekki vel söguna.„Þetta er hárrétt hjá þér, Harpa. Þó hann hafi ekki tekið mig fyrir, þá varð ég vitni að ótrúlegum senum á þessum tíma, sem manni fannst glórulausar þá, og ekki síður nú þegar maður hugsar til baka. Framkoma sem átti ekkert erindi við börn. Og þetta stóð yfir í þrjú ár,“ segir Baldur Guðmundsson, blaðamaður á Fréttablaðinu. „Ég man fullkomnlega eftir því þegar hann öskraði að við sveitalúðarnir kynnum ekki gott að meta og ættum ekkert skilið. Ég kom ný í skólann á unglingsaldri og þessi sturlaði her-agi og hræðslu taktík kom mér svo á óvart. Allir áttu að skófla uppí sig matnum og hundskast út í öllum veðrum og vera þar í klukkutíma. Engin kom til dyra þó maður vogaði sér að banka og eins kjánalegt og það hljómar þá pissaði ég einu sinni pínu í mig útaf því að ég fékk ekki inn á klósettið í skólanum. Hvaða grín var þetta? Enginn stóð með okkur,“ segir Ríkey Júlíusdóttir, annar fyrrverandi nemandi Þorkels.Færslu Hörpu Þóreyjar má sjá hér að neðan. Undir þetta tekur Hrönn Guðmundsdóttir, annar fyrrverandi nemandi. „Ég man líka þegar hann kom inn í sturtuklefann til okkar stelpnanna þegar við vorum að sturta okkur fyrir eða eftir sund. Ég man ekki hve margar okkar voru naktar, en hann var eitthvað að reka á eftir okkur. Mér finnst eins og ég hafi næstum þaggað þessa minningu niðri og reynt að gleyma þessu, en ég sé hann ljóslifandi fyrir mér þarna í sturtuklefanum.“ Ómar Gunnarsson var eitt ár í skólanum í Lundi. „Sumir sluppu að mestu en aðrir fengu að hafa það! Þó voru allir undir sama hatti hvað varðar almenna umgengni og reglur, sem voru svo fjarri lagi að vera innan eðlilegra marka fyrir nemendur á grunnskolastigi. Sama hvað við létum i okkur heyra, þá var ekkert gert fyrr en allt of seint.“Þorkell Ingimarsson lætur af störfum sem skólastjóri Víkurskóla 1. júní.Kannast ekkert við ávirðingar Þorkell Ingimarsson vildi lítið ræða við blaðamann Vísis um starfslokin. Aðspurður um ásakanir um stjórnunarhætti við grunnskólann í Lundi, bornar fram í pistli Hörpu Þóreyjar, sagðist Þorkell ekki geta svarað fyrir það. „Það er eitthvað sem ég kannst ekki við,“ sagði Þorkell um ávirðingar í hans garð. Hann væri auk þess ekki á Facebook. Hann bað blaðamann vel að lifa og sleit símtalinu.Þorkell hefur langa reynslu sem kennari og skólastjóri, m.a. við Héraðs- og grunnskólann á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp á árunum 1989-1991, Grunnskólann í Lundi 1997-2000, og sem skólastjóri við Húnavallaskóla 2001-2011. Þá var hann tímabundið ráðinn í starf skólastjóra í Garði árið 2012. Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þorkeli Ingimarssyni, skólastjóra í Víkurskóla í Vík í Mýrdal, hefur verið sagt upp störfum. Sveitarstjóri í Mýrdaldshreppi segir málið mjög viðkvæmt en ekki hafi verið komist hjá því að gera breytingarnar. Starfsflokasamningur hafi verið gerður við skólastjórann sem hættir störfum um næstu mánaðarmót. Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Mýrdalshrepp skrifaði tilkynningu á vef sveitarfélagsins á föstudag. Þar sagði: „Í kjölfar þess að upp kom í samfélaginu nú á vormánuðum talsverð ólga sem tengdist Víkurskóla. Ákvað sveitarstjórn Mýrdalshrepps að láta gera sálfélagslega úttekt á líðan starfsfólks í skólanum. Niðurstaða sveitarstjórnar eftir yfirferð þeirrar úttektar var sú að ekki yrði hjá því komist að breyta um yfirstjórn í skólanum. Gengið hefur verið frá samkomulagi við Þorkel Ingimarsson um að hann láti af störfum sem skólastjóri 1. júní 2018 og hefur sveitarstjóra verið falið að auglýsa eftir skólastjóra og kennara við skólann.“Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir málið afar viðkvæmt.vísir/vilhelmMjög viðkvæmt mál Ásgeir segist ósköp lítið geta tjáð sig um málið umfram það sem fram komi í tilkynningunni. „Þetta er eins og alltaf þegar svona kemur upp mjög viðkvæmt mál. En það er búið að ganga frá þessu með samkomlagi aðila á milli,“ segir Ásgeir. Í grunnskólanum eru um fimmtíu börn og við hann starfa tólf kennarar samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans. „Þarna var óánægja og spenna í skólanum sem þurfti að taka á.“ Aðspurður hvort um hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest hafi verið að ræða vísar Ásgeir til þess að samkomulag hafi verið gert við fráfarandi skólastjóra. Það verði ekki útskýrt nánar.„Farið út á skólastétt og hengt mig“ Í byrjun apríl greindi Harpa Þórey Sigurðardóttir, fyrrverandi nemandi Þorkels í grunnskólanum í Lundi í Norðurþingi, frá reynslu sinni sem nemandi í skóla hjá honum og bar honum ekki vel söguna. „Manni sem td sagði mér að ég ætti enga möguleika á að ná samræmduprófunum og eftir þau gæti ég farið út á skólastétt og hengt mig. Hann ætlaði að horfa á það og hlæja,“ sagði Harpa Þórey og hvatti fólk til að deila skrifum sínum. Taldi hún ljóst að hún væri ekki sú eins sem hefði eitthvað við kennsluhætti hans að athuga.Baldur Guðmundsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er einn þeirra sem ber Þorkeli ekki vel söguna.„Þetta er hárrétt hjá þér, Harpa. Þó hann hafi ekki tekið mig fyrir, þá varð ég vitni að ótrúlegum senum á þessum tíma, sem manni fannst glórulausar þá, og ekki síður nú þegar maður hugsar til baka. Framkoma sem átti ekkert erindi við börn. Og þetta stóð yfir í þrjú ár,“ segir Baldur Guðmundsson, blaðamaður á Fréttablaðinu. „Ég man fullkomnlega eftir því þegar hann öskraði að við sveitalúðarnir kynnum ekki gott að meta og ættum ekkert skilið. Ég kom ný í skólann á unglingsaldri og þessi sturlaði her-agi og hræðslu taktík kom mér svo á óvart. Allir áttu að skófla uppí sig matnum og hundskast út í öllum veðrum og vera þar í klukkutíma. Engin kom til dyra þó maður vogaði sér að banka og eins kjánalegt og það hljómar þá pissaði ég einu sinni pínu í mig útaf því að ég fékk ekki inn á klósettið í skólanum. Hvaða grín var þetta? Enginn stóð með okkur,“ segir Ríkey Júlíusdóttir, annar fyrrverandi nemandi Þorkels.Færslu Hörpu Þóreyjar má sjá hér að neðan. Undir þetta tekur Hrönn Guðmundsdóttir, annar fyrrverandi nemandi. „Ég man líka þegar hann kom inn í sturtuklefann til okkar stelpnanna þegar við vorum að sturta okkur fyrir eða eftir sund. Ég man ekki hve margar okkar voru naktar, en hann var eitthvað að reka á eftir okkur. Mér finnst eins og ég hafi næstum þaggað þessa minningu niðri og reynt að gleyma þessu, en ég sé hann ljóslifandi fyrir mér þarna í sturtuklefanum.“ Ómar Gunnarsson var eitt ár í skólanum í Lundi. „Sumir sluppu að mestu en aðrir fengu að hafa það! Þó voru allir undir sama hatti hvað varðar almenna umgengni og reglur, sem voru svo fjarri lagi að vera innan eðlilegra marka fyrir nemendur á grunnskolastigi. Sama hvað við létum i okkur heyra, þá var ekkert gert fyrr en allt of seint.“Þorkell Ingimarsson lætur af störfum sem skólastjóri Víkurskóla 1. júní.Kannast ekkert við ávirðingar Þorkell Ingimarsson vildi lítið ræða við blaðamann Vísis um starfslokin. Aðspurður um ásakanir um stjórnunarhætti við grunnskólann í Lundi, bornar fram í pistli Hörpu Þóreyjar, sagðist Þorkell ekki geta svarað fyrir það. „Það er eitthvað sem ég kannst ekki við,“ sagði Þorkell um ávirðingar í hans garð. Hann væri auk þess ekki á Facebook. Hann bað blaðamann vel að lifa og sleit símtalinu.Þorkell hefur langa reynslu sem kennari og skólastjóri, m.a. við Héraðs- og grunnskólann á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp á árunum 1989-1991, Grunnskólann í Lundi 1997-2000, og sem skólastjóri við Húnavallaskóla 2001-2011. Þá var hann tímabundið ráðinn í starf skólastjóra í Garði árið 2012.
Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira