Traust fjármál skila góðri þjónustu og uppbyggingu Almar Guðmundsson skrifar 20. maí 2018 17:05 Ný greining Samtaka atvinnulífsins á fjármálum og rekstri 12 stærstu sveitarfélaga landsins er athyglisverð. Greiningin lítur heildstætt á fjárhagslega mælikvarða, svo sem skuldastöðu, rekstrarafkomu og álögur á íbúa. Hún tekur líka tillit til ánægju íbúanna með ýmsa þjónustuþætti. Niðurstaðan er sú að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem allra best standa og er sterk staða bæjarins staðfest enn á ný. Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem gefin var út í desember 2017 gefur einnig góða mynd af stöðu Garðabæjar í samanburði við önnur sveitarfélög í landinu sem eru á meðal þeirra 10 stærstu (tölur um rekstur 2016). Þar má sjá að rekstrarniðurstaða Garðabæjar sem hlutfall af tekjum var 12% en meðaltal hinna sveitarfélaganna var 6%. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum var 21% í Garðabæ en 16% að meðaltali í samanburðarsveitarfélögum. Þá var skuldahlutfall samanburðarsveitarfélaganna (150%) að jafnaði nærri tvöfalt hærra en í Garðabæ (79%). Með öðrum orðum, Garðabær er í forystu meðal stærri sveitarfélaga landsins þegar kemur að fjármálum. Það er mikilvægt að átta sig á hverju þessi staða skilar. Traust fjárhagsstaða ein og sér er ekki markmið en hún skapar mikilvægan grunn. Grunn að betri þjónustu, lægri álögum, meiri fjárfestingagetu og svo mætti áfram telja. Góð afkoma og fjárhagsstaða í Garðabæ undanfarin ár og áratugi skilar sér m.a. í eftirtöldu: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist meðal sveitarfélaga. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Það er mikil ánægja með þjónustu við íbúa Garðabæjar enda skapar fjárhagsleg staða möguleika á að horfa sérstaklega til ólíkra þarfa og sveigjanleika við veitingu þjónustu. Í Garðabæ komast börn inn á leikskóla fyrr en almennt gerist eða við 12 mánaða aldur. Þá loka leikskólar ekki á sumrin þannig að það eru notendur þjónustunnar sem ráða því hvenær fríið er tekið, ekki kerfið. Annar stærsti útgjaldaliður í rekstri sveitarfélagsins eru útgjöld til félagsþjónustu. Reglum um húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð var breytt á yfirstandandi kjörtímabili til að auka stuðning við þá sem þurfa. Þá má nefna að Garðabær hefur verið í fararbroddi í að veita Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA). Uppbygging á ýmsum sviðum er áberandi í bænum. Verið er að fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og félagslegum íbúðum. Þá hefur íþróttaaðstaða verið stórbætt og næstu verkefni eru m.a. að reisa fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri og að bæta aðstöðu til líkams- og heilsuræktar á Ásgarðssvæðinu. Undanfarin ár hafa verulegir fjármunir verið settir í viðhald á eignum og svæðum í bænum. Framundan er stórátak í viðhaldi gatna, gangstétta og opinna svæða. Hægt er að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Afkoma bæjarsjóðs á síðasta ári var jákvæð um 1,1 milljarð króna og staðan er sterk á alla mælikvarða. Það er til marks um góða stöðu að á sama tíma og skuldir vaxa ekki er unnt að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða króna sem er met. Hröð uppbygging i bænum hefur ekki verið á kostnað þjónustu. Góð fjárhagsstaða tryggir að hægt er að byggja upp öfluga innviði samhliði uppbygingu hverfa. Gott dæmi um þetta er Urriðaholtsskóli, sem er glæsileg bygging og þjónar hverfinu strax frá upphafi. Ábyrg fjármálastjórn er einn af hornsteinum stefnu núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar og við viljum sækja umboð bæjarbúa til að halda áfram á þeirri braut. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að öflugri þjónustu, ánægju íbúa og kraftmikilli uppbyggingu. Um það vitna fjölmargar staðreyndir. Það skiptir máli að Garðabær sé í forystu í fjármálum.Höfundur er hagfræðingur, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Kosningar 2018 Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ný greining Samtaka atvinnulífsins á fjármálum og rekstri 12 stærstu sveitarfélaga landsins er athyglisverð. Greiningin lítur heildstætt á fjárhagslega mælikvarða, svo sem skuldastöðu, rekstrarafkomu og álögur á íbúa. Hún tekur líka tillit til ánægju íbúanna með ýmsa þjónustuþætti. Niðurstaðan er sú að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem allra best standa og er sterk staða bæjarins staðfest enn á ný. Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem gefin var út í desember 2017 gefur einnig góða mynd af stöðu Garðabæjar í samanburði við önnur sveitarfélög í landinu sem eru á meðal þeirra 10 stærstu (tölur um rekstur 2016). Þar má sjá að rekstrarniðurstaða Garðabæjar sem hlutfall af tekjum var 12% en meðaltal hinna sveitarfélaganna var 6%. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum var 21% í Garðabæ en 16% að meðaltali í samanburðarsveitarfélögum. Þá var skuldahlutfall samanburðarsveitarfélaganna (150%) að jafnaði nærri tvöfalt hærra en í Garðabæ (79%). Með öðrum orðum, Garðabær er í forystu meðal stærri sveitarfélaga landsins þegar kemur að fjármálum. Það er mikilvægt að átta sig á hverju þessi staða skilar. Traust fjárhagsstaða ein og sér er ekki markmið en hún skapar mikilvægan grunn. Grunn að betri þjónustu, lægri álögum, meiri fjárfestingagetu og svo mætti áfram telja. Góð afkoma og fjárhagsstaða í Garðabæ undanfarin ár og áratugi skilar sér m.a. í eftirtöldu: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist meðal sveitarfélaga. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Það er mikil ánægja með þjónustu við íbúa Garðabæjar enda skapar fjárhagsleg staða möguleika á að horfa sérstaklega til ólíkra þarfa og sveigjanleika við veitingu þjónustu. Í Garðabæ komast börn inn á leikskóla fyrr en almennt gerist eða við 12 mánaða aldur. Þá loka leikskólar ekki á sumrin þannig að það eru notendur þjónustunnar sem ráða því hvenær fríið er tekið, ekki kerfið. Annar stærsti útgjaldaliður í rekstri sveitarfélagsins eru útgjöld til félagsþjónustu. Reglum um húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð var breytt á yfirstandandi kjörtímabili til að auka stuðning við þá sem þurfa. Þá má nefna að Garðabær hefur verið í fararbroddi í að veita Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA). Uppbygging á ýmsum sviðum er áberandi í bænum. Verið er að fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og félagslegum íbúðum. Þá hefur íþróttaaðstaða verið stórbætt og næstu verkefni eru m.a. að reisa fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri og að bæta aðstöðu til líkams- og heilsuræktar á Ásgarðssvæðinu. Undanfarin ár hafa verulegir fjármunir verið settir í viðhald á eignum og svæðum í bænum. Framundan er stórátak í viðhaldi gatna, gangstétta og opinna svæða. Hægt er að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Afkoma bæjarsjóðs á síðasta ári var jákvæð um 1,1 milljarð króna og staðan er sterk á alla mælikvarða. Það er til marks um góða stöðu að á sama tíma og skuldir vaxa ekki er unnt að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða króna sem er met. Hröð uppbygging i bænum hefur ekki verið á kostnað þjónustu. Góð fjárhagsstaða tryggir að hægt er að byggja upp öfluga innviði samhliði uppbygingu hverfa. Gott dæmi um þetta er Urriðaholtsskóli, sem er glæsileg bygging og þjónar hverfinu strax frá upphafi. Ábyrg fjármálastjórn er einn af hornsteinum stefnu núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar og við viljum sækja umboð bæjarbúa til að halda áfram á þeirri braut. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að öflugri þjónustu, ánægju íbúa og kraftmikilli uppbyggingu. Um það vitna fjölmargar staðreyndir. Það skiptir máli að Garðabær sé í forystu í fjármálum.Höfundur er hagfræðingur, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun