Þingmaður Evrópusambandsins segir dísilvélina dauðadæmda Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2018 08:00 Vonast er til að bílaframleiðendur leggi meiri áherslu á rafmagns- og tengiltvinnbíla í framtíðinni. Elzbieta Bienkowska, þingmaður Evrópusambandsins, segir daga dísilvélarinnar brátt liðna og að tilvist hennar muni algjörlega heyra sögunni til. Hún segir að dísilvélasvindl Volkswagen hafi opnað augu fólks fyrir þeirri hættulegu NOx mengun dísilvélarinnar og að þrýstingur frá ráðandi opinberum öflum muni valda því að allir bílaframleiðendur hætti framleiðslu á bílum með dísilvélar. Nokkrir bílaframleiðendur hafa þegar lýst því yfir að þeir muni alfarið hætta framleiðslu á dísilbílum, meðal annars Volvo og Fiat Chrysler Automobiles. Volvo hefur sagt að frekari þróun dísilvéla sé þegar hætt og að þeir bílar sem þeir enn bjóða með dísilvélum muni renna sitt skeið með tilkomu síðustu kynslóða þeirra. Fiat Chrysler ætlar alfarið að hætta að selja dísilbíla árið 2022, eða eftir aðeins fjögur ár.Ýtir dísilvélinni út í kuldann Aðrir bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz og Jaguar Land Rover hafa réttlætt tilvist dísilvélarinnar vegna þess að þær eyða svo litlu, en öll löggjöf sem unnið er að í löndum Evrópu er á þá lund að erfitt getur reynst bílaframleiðendum að halda áfram sölu dísilbíla og kröfur um stórminnkandi hættulega mengun verða sífellt strangari. Elzbieta segir að með því sé bílaframleiðendum ýtt að framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla og þar hefur bílaframleiðandi eins og Volkswagen Group sannarlega brugðist hratt við og brátt munu allar bílgerðir fyrirtækisins brátt verða þannig útbúnar. Enn fremur hræðast bílaframleiðendur þau bönn sem annaðhvort nú þegar hafa verið sett eða verða sett á dísilbíla, en þeir verða bannaðir í mörgum borgum og jafnvel heilu löndunum, eins og Hollandi, eftir nokkur ár. Með því muni kaupendur hræðast dísilbíla og bílaframleiðendum nauðugur einn kostur að hætta framleiðslu á þeim. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tengdar fréttir Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. 7. apríl 2018 10:00 Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Elzbieta Bienkowska, þingmaður Evrópusambandsins, segir daga dísilvélarinnar brátt liðna og að tilvist hennar muni algjörlega heyra sögunni til. Hún segir að dísilvélasvindl Volkswagen hafi opnað augu fólks fyrir þeirri hættulegu NOx mengun dísilvélarinnar og að þrýstingur frá ráðandi opinberum öflum muni valda því að allir bílaframleiðendur hætti framleiðslu á bílum með dísilvélar. Nokkrir bílaframleiðendur hafa þegar lýst því yfir að þeir muni alfarið hætta framleiðslu á dísilbílum, meðal annars Volvo og Fiat Chrysler Automobiles. Volvo hefur sagt að frekari þróun dísilvéla sé þegar hætt og að þeir bílar sem þeir enn bjóða með dísilvélum muni renna sitt skeið með tilkomu síðustu kynslóða þeirra. Fiat Chrysler ætlar alfarið að hætta að selja dísilbíla árið 2022, eða eftir aðeins fjögur ár.Ýtir dísilvélinni út í kuldann Aðrir bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz og Jaguar Land Rover hafa réttlætt tilvist dísilvélarinnar vegna þess að þær eyða svo litlu, en öll löggjöf sem unnið er að í löndum Evrópu er á þá lund að erfitt getur reynst bílaframleiðendum að halda áfram sölu dísilbíla og kröfur um stórminnkandi hættulega mengun verða sífellt strangari. Elzbieta segir að með því sé bílaframleiðendum ýtt að framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla og þar hefur bílaframleiðandi eins og Volkswagen Group sannarlega brugðist hratt við og brátt munu allar bílgerðir fyrirtækisins brátt verða þannig útbúnar. Enn fremur hræðast bílaframleiðendur þau bönn sem annaðhvort nú þegar hafa verið sett eða verða sett á dísilbíla, en þeir verða bannaðir í mörgum borgum og jafnvel heilu löndunum, eins og Hollandi, eftir nokkur ár. Með því muni kaupendur hræðast dísilbíla og bílaframleiðendum nauðugur einn kostur að hætta framleiðslu á þeim.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tengdar fréttir Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. 7. apríl 2018 10:00 Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49
Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. 7. apríl 2018 10:00
Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00