Hin norræna plastáætlun Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2018 07:00 Umhverfismál eru einn af þeim málaflokkum sem Norðurlandaráð leggur mikla áherslu á. Þar eigum við ríkra sameiginlegra hagsmuna að gæta. Á fundi sínum 2. maí 2017 samþykktu umhverfisráðherrar Norðurlanda norræna áætlun um að draga úr umhverfisáhrifum plasts. Framtíðarsýn áætlunarinnar er að framvegis beri að framleiða, nýta og endurvinna plast í hringrásarkerfi sem skaði hvorki heilsu manna né umhverfið. Áætlunin, sem er stefnumarkandi, byggist á fyrri samnorrænum aðgerðum í plastmálum og er sett fram til að auka þekkingu á málefninu, leggja drög að aðgerðum og stuðla að samlegðaráhrifum, auknu samstarfi og vitundarvakningu á Norðurlöndum.Aðgerðir Undir „plastáætlunina“ heyra sex stefnumótandi áherslusvið fyrir norrænt samstarf um sjálfbæra plastnotkun sem eru: a. Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn myndun plastúrgangs og stuðningur við hönnun sem stuðlar að endurnýtingu, lengri líftíma og endurnotkun. b. Árangursrík kerfi fyrir meðhöndlun úrgangs og aukin endurvinnsla plastúrgangs. c. Samstarf um að stöðva plastmengun í hafinu og finna hagkvæmar lausnir til hreinsunar. d. Að efla þekkingu á örplasti og greina aðgerðir til að draga úr losun þess út í umhverfið. e. Að efla þekkingu á umhverfisáhrifum lífplasts, þ.e. plasts unnu úr lífmassa, og lífbrjótanlegs plasts í samanburði við hefðbundið plast. f. Að efla þekkingu á efnum sem valda vandræðum í tengslum við endurvinnslu plasts. Norræna embættismannanefndin um umhverfis- og loftslagsmál ber meginábyrgð á áætluninni og hafa vinnuhópar á vegum nefndarinnar umsjón með framkvæmd áætlunarinnar. Utanaðkomandi samstarfsaðilar, svo sem stjórnvöld, rannsóknarstofnanir, atvinnulífið og félagasamtök, geta einnig komið að framkvæmd áætlunarinnar. Auk þess að marka stefnu í aðgerðum sem draga úr plastmengun á Norðurlöndum er áætlunin einnig framlag Norðurlanda til framkvæmdar á alþjóðasamningum, þar á meðal heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna nr. 12 og 14 og átaki Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna gegn úrgangi í hafi sem ber yfirskriftina CleanSeas og er ætlað að hvetja stjórnvöld, fyrirtæki og almenning til aðgerða sem stuðla að hreinni höfum. Þá sýnir áætlunin einnig skuldbindingu Norðurlandanna til að innleiða ályktanir umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna um úrgang og örplast í hafi.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Silja Dögg Gunnarsdóttir Umhverfismál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Umhverfismál eru einn af þeim málaflokkum sem Norðurlandaráð leggur mikla áherslu á. Þar eigum við ríkra sameiginlegra hagsmuna að gæta. Á fundi sínum 2. maí 2017 samþykktu umhverfisráðherrar Norðurlanda norræna áætlun um að draga úr umhverfisáhrifum plasts. Framtíðarsýn áætlunarinnar er að framvegis beri að framleiða, nýta og endurvinna plast í hringrásarkerfi sem skaði hvorki heilsu manna né umhverfið. Áætlunin, sem er stefnumarkandi, byggist á fyrri samnorrænum aðgerðum í plastmálum og er sett fram til að auka þekkingu á málefninu, leggja drög að aðgerðum og stuðla að samlegðaráhrifum, auknu samstarfi og vitundarvakningu á Norðurlöndum.Aðgerðir Undir „plastáætlunina“ heyra sex stefnumótandi áherslusvið fyrir norrænt samstarf um sjálfbæra plastnotkun sem eru: a. Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn myndun plastúrgangs og stuðningur við hönnun sem stuðlar að endurnýtingu, lengri líftíma og endurnotkun. b. Árangursrík kerfi fyrir meðhöndlun úrgangs og aukin endurvinnsla plastúrgangs. c. Samstarf um að stöðva plastmengun í hafinu og finna hagkvæmar lausnir til hreinsunar. d. Að efla þekkingu á örplasti og greina aðgerðir til að draga úr losun þess út í umhverfið. e. Að efla þekkingu á umhverfisáhrifum lífplasts, þ.e. plasts unnu úr lífmassa, og lífbrjótanlegs plasts í samanburði við hefðbundið plast. f. Að efla þekkingu á efnum sem valda vandræðum í tengslum við endurvinnslu plasts. Norræna embættismannanefndin um umhverfis- og loftslagsmál ber meginábyrgð á áætluninni og hafa vinnuhópar á vegum nefndarinnar umsjón með framkvæmd áætlunarinnar. Utanaðkomandi samstarfsaðilar, svo sem stjórnvöld, rannsóknarstofnanir, atvinnulífið og félagasamtök, geta einnig komið að framkvæmd áætlunarinnar. Auk þess að marka stefnu í aðgerðum sem draga úr plastmengun á Norðurlöndum er áætlunin einnig framlag Norðurlanda til framkvæmdar á alþjóðasamningum, þar á meðal heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna nr. 12 og 14 og átaki Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna gegn úrgangi í hafi sem ber yfirskriftina CleanSeas og er ætlað að hvetja stjórnvöld, fyrirtæki og almenning til aðgerða sem stuðla að hreinni höfum. Þá sýnir áætlunin einnig skuldbindingu Norðurlandanna til að innleiða ályktanir umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna um úrgang og örplast í hafi.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun