Okkar stríð Magnús Guðmundsson skrifar 30. maí 2018 10:00 Kona fer í stríð er nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar leikstjóra. Nýjasta kvikmyndin sem sprettur í íslenska kvikmyndasumrinu og þú átt að sjá hana í bíó. Ekki vegna þess að hún er íslensk og þar er töluð íslenska í faðmi íslenskra fjalla, heldur vegna þess að þetta er frábær kvikmynd sem á erindi við okkur öll. Hún er vel skrifuð, vel leikin, vel leikstýrð og vel gerð í alla staði en það sem mestu skiptir er að hún er heillandi, bráðskemmtileg og mikilvæg. Kona fer í stríð vegna okkar og fyrir okkur. Vegna okkar sem erum á hraðri leið með að eyðileggja landið okkar. Eyðileggja þessa einu jörð sem við eigum í nafni hagvaxtar og okkar allra sem tökum velsæld og vellíðan fram yfir börnin okkar og komandi kynslóðir á hverjum degi. Þess vegna fer hún í stríð fyrir okkur sem sitjum heima í sófanum og höfum ekki einu sinni hugrekki til þess að skammast okkar fyrir aðgerðaleysið. Kona fer í stríð vegna þess að hún er með hjartað á réttum stað og það slær í takt við skáldin, fegurðina og landið. Hún fer í stríð vopnuð menningu okkar, sögu og listum. „Hver á sér fegra föðurland, / með fjöll og dal og bláan sand, / með norðurljósa bjarmaband / og björk og lind í hlíð?“ orti Hulda í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944 vegna þess að þjóðin þráði að vera ekki öðrum háð. Þjóðin sem hikar ekki við að virkja fallvötnin til þess að alþjóðleg stórfyrirtæki geti sett upp verksmiðjur sínar og eyðilagt þetta fagra föðurland. Kona fer í stríð vegna þess að við hin liggjum flöt í sófanum. Liggjum flöt fyrir lífsstílnum sem við höfum tamið okkur, ófáanleg til þess að standa upp, þó svo landið okkar spillist og jörðin sé að drukkna. Skítt með það, það er eitthvað annað í sjónvarpinu, segjum við okkur og treystum því að einhver annar fari í málið. Einhver eins og þessi kona sem er tilbúin til þess að fara í stríð fyrir framtíðina. Fyrir jörðina. Kona fer í stríð vegna þess að stjórnmálamenn og -konur eru ekkert annað en framlenging á okkur hinum. Bergmálið af skammsýni okkar og væntingum um áframhaldandi hagvöxt og huggulegheit þar sem við græðum á daginn og grillum á kvöldin. Þau þjónusta okkur og þrælslund okkar við þá sem þurfa að græða meira og meira en meira er samt aldrei nóg. Þau eru háð samþykki og velvild okkar fjöldans og þau munu því aldrei framkvæma þá byltingu sem þarf til þess að bjarga jörðinni. Það er því ekki við stjórnmálafólkið að sakast heldur ber hvert og eitt okkar þessa ábyrgð. Þau eru aðeins hirðfífl við hirð fjöldans sem vill enga byltingu. Engar breytingar óháð orsök og afleiðingum. Kona fer í stríð vegna þess að það þarf byltingu til þess að bjarga jörðinni. Það dugar ekkert minna til og hún þarf að koma frá okkur. Í þeirri byltingu þurfum við öll að færa fórnir. Bæði þú og ég þurfum að breyta lífsháttum okkar því jörðinni er að blæða út. Það verður að vera þess virði að berjast fyrir. Að breyta sér fyrir. Að gera byltingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Kona fer í stríð er nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar leikstjóra. Nýjasta kvikmyndin sem sprettur í íslenska kvikmyndasumrinu og þú átt að sjá hana í bíó. Ekki vegna þess að hún er íslensk og þar er töluð íslenska í faðmi íslenskra fjalla, heldur vegna þess að þetta er frábær kvikmynd sem á erindi við okkur öll. Hún er vel skrifuð, vel leikin, vel leikstýrð og vel gerð í alla staði en það sem mestu skiptir er að hún er heillandi, bráðskemmtileg og mikilvæg. Kona fer í stríð vegna okkar og fyrir okkur. Vegna okkar sem erum á hraðri leið með að eyðileggja landið okkar. Eyðileggja þessa einu jörð sem við eigum í nafni hagvaxtar og okkar allra sem tökum velsæld og vellíðan fram yfir börnin okkar og komandi kynslóðir á hverjum degi. Þess vegna fer hún í stríð fyrir okkur sem sitjum heima í sófanum og höfum ekki einu sinni hugrekki til þess að skammast okkar fyrir aðgerðaleysið. Kona fer í stríð vegna þess að hún er með hjartað á réttum stað og það slær í takt við skáldin, fegurðina og landið. Hún fer í stríð vopnuð menningu okkar, sögu og listum. „Hver á sér fegra föðurland, / með fjöll og dal og bláan sand, / með norðurljósa bjarmaband / og björk og lind í hlíð?“ orti Hulda í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944 vegna þess að þjóðin þráði að vera ekki öðrum háð. Þjóðin sem hikar ekki við að virkja fallvötnin til þess að alþjóðleg stórfyrirtæki geti sett upp verksmiðjur sínar og eyðilagt þetta fagra föðurland. Kona fer í stríð vegna þess að við hin liggjum flöt í sófanum. Liggjum flöt fyrir lífsstílnum sem við höfum tamið okkur, ófáanleg til þess að standa upp, þó svo landið okkar spillist og jörðin sé að drukkna. Skítt með það, það er eitthvað annað í sjónvarpinu, segjum við okkur og treystum því að einhver annar fari í málið. Einhver eins og þessi kona sem er tilbúin til þess að fara í stríð fyrir framtíðina. Fyrir jörðina. Kona fer í stríð vegna þess að stjórnmálamenn og -konur eru ekkert annað en framlenging á okkur hinum. Bergmálið af skammsýni okkar og væntingum um áframhaldandi hagvöxt og huggulegheit þar sem við græðum á daginn og grillum á kvöldin. Þau þjónusta okkur og þrælslund okkar við þá sem þurfa að græða meira og meira en meira er samt aldrei nóg. Þau eru háð samþykki og velvild okkar fjöldans og þau munu því aldrei framkvæma þá byltingu sem þarf til þess að bjarga jörðinni. Það er því ekki við stjórnmálafólkið að sakast heldur ber hvert og eitt okkar þessa ábyrgð. Þau eru aðeins hirðfífl við hirð fjöldans sem vill enga byltingu. Engar breytingar óháð orsök og afleiðingum. Kona fer í stríð vegna þess að það þarf byltingu til þess að bjarga jörðinni. Það dugar ekkert minna til og hún þarf að koma frá okkur. Í þeirri byltingu þurfum við öll að færa fórnir. Bæði þú og ég þurfum að breyta lífsháttum okkar því jörðinni er að blæða út. Það verður að vera þess virði að berjast fyrir. Að breyta sér fyrir. Að gera byltingu.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun