Fleiri en áður sækja um nám í menntavísindum og leikskólakennarafræðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júní 2018 12:47 Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn. Vísir/Hanna Mikil aukning er á umsóknum um nám í Háskóla Íslands. Ástæðan er stytting náms til stúdentsprófs segir rektor skólans. Þetta reyni á, en skólinn sé vel undirbúinn fyrir fjöldann. Tæplega 5.000 umsóknir bárust um grunnnám í Háskóla Íslands fyrir komandi skólaár eða rúmlega ellefu prósent fleiri umsóknir en í fyrra. Fjöldi umsókna um framhaldsnám jókst einnig milli ára og nemur aukningin um 12,5 prósentum. Jón Atli Benediktsson segir að skólinn hafi undirbúið sig fyrir þessa miklu aukningu. „Megin skýringin er nú endurskipulagning framhaldsskólans. Nú eru nemendur að útskrifast í svokölluðum tvöföldum árgöngum í meira mæli en áður. Ég segi það vegna þess að þetta hefur verið ferli sem hefur verið í gangi í nokkur ár en nú eru nokkrir stórir skólar að koma inn. Á næsta ári mun þetta halda áfram þegar síðustu stóru skólarnir, MR og MA, munu útskrifa tvöfalda árganga. Svo þetta er eitthvað sem við vissum af og kemur ekki á óvart;“ segir Jón Atli. „Samkvæmt okkar spám bjuggumst við við sjö til tólf prósenta aukningu í umsóknum nýnema og við erum að sjá rúmlega ellefu prósenta aukningu.“Er Háskóli Íslands tilbúinn til að taka á móti þessum fjölda? „Þetta mun náttúrulega reyna á en við teljum að við munum geta gert þetta. Við erum búin að vera að skoða þetta á undanförnum misserum og við teljum að við getum gert þetta. Við leggjum mjög mikla áherslu á gæði í háskólastarfi og við höfum fjárveitingar. Við teljum okkur alveg geta gert þetta innan þess ramma sem við höfum.“ Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn. Jón Atli segir þetta jákvæða þróun. „Það eru ánægjulegar fréttir þarna inn á milli. Fjöldi umsókna í leikskólakennarafræði eykst um 60 prósent. Við sjáum að fjöldi nema í lögfræðiumsóknum eykst um 40 prósent og við sjáum líka að í öllum verkfræðigreinum eykst fjöldinn verulega. Svo þetta er mjög ánægjulegt að sjá að þarna eru greinar sem eru að koma mjög vel út.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Mikil aukning er á umsóknum um nám í Háskóla Íslands. Ástæðan er stytting náms til stúdentsprófs segir rektor skólans. Þetta reyni á, en skólinn sé vel undirbúinn fyrir fjöldann. Tæplega 5.000 umsóknir bárust um grunnnám í Háskóla Íslands fyrir komandi skólaár eða rúmlega ellefu prósent fleiri umsóknir en í fyrra. Fjöldi umsókna um framhaldsnám jókst einnig milli ára og nemur aukningin um 12,5 prósentum. Jón Atli Benediktsson segir að skólinn hafi undirbúið sig fyrir þessa miklu aukningu. „Megin skýringin er nú endurskipulagning framhaldsskólans. Nú eru nemendur að útskrifast í svokölluðum tvöföldum árgöngum í meira mæli en áður. Ég segi það vegna þess að þetta hefur verið ferli sem hefur verið í gangi í nokkur ár en nú eru nokkrir stórir skólar að koma inn. Á næsta ári mun þetta halda áfram þegar síðustu stóru skólarnir, MR og MA, munu útskrifa tvöfalda árganga. Svo þetta er eitthvað sem við vissum af og kemur ekki á óvart;“ segir Jón Atli. „Samkvæmt okkar spám bjuggumst við við sjö til tólf prósenta aukningu í umsóknum nýnema og við erum að sjá rúmlega ellefu prósenta aukningu.“Er Háskóli Íslands tilbúinn til að taka á móti þessum fjölda? „Þetta mun náttúrulega reyna á en við teljum að við munum geta gert þetta. Við erum búin að vera að skoða þetta á undanförnum misserum og við teljum að við getum gert þetta. Við leggjum mjög mikla áherslu á gæði í háskólastarfi og við höfum fjárveitingar. Við teljum okkur alveg geta gert þetta innan þess ramma sem við höfum.“ Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn. Jón Atli segir þetta jákvæða þróun. „Það eru ánægjulegar fréttir þarna inn á milli. Fjöldi umsókna í leikskólakennarafræði eykst um 60 prósent. Við sjáum að fjöldi nema í lögfræðiumsóknum eykst um 40 prósent og við sjáum líka að í öllum verkfræðigreinum eykst fjöldinn verulega. Svo þetta er mjög ánægjulegt að sjá að þarna eru greinar sem eru að koma mjög vel út.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira