Strákarnir okkar mættu í Leifsstöð í morgun og eru í þessum skrifuðu orðum að bíða eftir því að komast út í flugvél en seinkun var á brottför hennar. Hún er nú áætluð klukkan 11.00.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er í Leifsstöð og tók meðfylgjandi myndir.
10.50: Fréttin var uppfærð með nýjum myndum.
Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.







