Segir mikinn missi vera að Bourdain Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 10:00 Anthony Bourdain gerði sjónvarpsþætti um framandi mat. Vísir/AP Sjónvarpskokkurinn og ferðalangurinn Anthony Bourdain svipti sig lífi í Frakklandi í gær. Náinn vinur hans, Eric Ripert, kom að honum á hótelherbergi hans. CNN greindi frá en Bourdain var í Frakklandi við upptökur á þáttaröð sinni fyrir sjónvarpsstöðina, Parts Unknown. Bourdain var 61 árs og lætur eftir sig ellefu ára dóttur. Annar þáttur fyrstu þáttaraðar einna vinsælustu þátta Bourdains, No Reservations, nefndist „Iceland: Hello Darkness My Old Friend“ og eins og nafnið gefur til kynna kynnti Bourdain sér íslenska matarmenningu í þættinum. Snæddi hann meðal annars kjötsúpu með kraftajötnum í World Class Laugum, blótaði þorra, fékk sér eina með öllu á Bæjarins beztu eftir stífa drykkju í miðbænum og kíkti í Bláa lónið. „Þetta er það versta, ógeðslegasta og bragðversta sem ég hef nokkurn tímann borðað,“ sagði Bourdain í þættinum þegar hann smakkaði kæstan hákarl. Sigurður Gíslason matreiðslumaður kynntist Bourdain þegar hann var hér á landi að taka upp þáttinn. Sigurður vann þá á Vox á Hótel Nordica. „Þeir voru á hótelinu og svo komu þeir og borðuðu og við lentum á spjalli og kynntumst aðeins,“ segir Sigurður. Hann segir Bourdain síðan hafa beðið sig um að elda fyrir hann mat til að taka upp á jökul, eins og sýnt var frá í þættinum. „Við græjuðum það og vorum svo í einhverju fjöri um kvöldið.“ Sigurður segir kynni sín af Bourdain hafa verið góð. „Hann bauð mér að koma og heimsækja sig til New York en ég lét reyndar aldrei verða af því. Hann var einstaklega ljúfur og skemmtilegur.“ Að sögn Sigurðar var Bourdain „hrikalega flottur“. Segir hann að það sé mjög mikill missir að Bourdain úr matreiðsluheiminum, sér í lagi út af þáttum hans þar sem hann ferðaðist út um allan heim. „Hann nálgaðist þetta á allt annan hátt en hefur verið gert. Var svolítið í „street foodinu“ og sneiddi framhjá þessu „fine dining“ dótaríi. Svona kokkur fólksins,“ segir Sigurður. Bourdain gerði fjölda sjónvarpsþátta á ævi sinni. Þeir langlífustu voru fyrrnefndir þættir, No Reservations og Parts Unknown, en sýningar á elleftu syrpu Parts Unknown standa nú yfir í Bandaríkjunum. Þá hlaut hann einnig mikið lof fyrir Kitchen Confidential: Adventures in the Culinary Underbelly, bók sem hann gaf út árið 2000. Fjallaði hann þar um dekkri hliðar matargerðar og um neyslu sína á kókaíni, heróíni og LSD. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn og ferðalangurinn Anthony Bourdain svipti sig lífi í Frakklandi í gær. Náinn vinur hans, Eric Ripert, kom að honum á hótelherbergi hans. CNN greindi frá en Bourdain var í Frakklandi við upptökur á þáttaröð sinni fyrir sjónvarpsstöðina, Parts Unknown. Bourdain var 61 árs og lætur eftir sig ellefu ára dóttur. Annar þáttur fyrstu þáttaraðar einna vinsælustu þátta Bourdains, No Reservations, nefndist „Iceland: Hello Darkness My Old Friend“ og eins og nafnið gefur til kynna kynnti Bourdain sér íslenska matarmenningu í þættinum. Snæddi hann meðal annars kjötsúpu með kraftajötnum í World Class Laugum, blótaði þorra, fékk sér eina með öllu á Bæjarins beztu eftir stífa drykkju í miðbænum og kíkti í Bláa lónið. „Þetta er það versta, ógeðslegasta og bragðversta sem ég hef nokkurn tímann borðað,“ sagði Bourdain í þættinum þegar hann smakkaði kæstan hákarl. Sigurður Gíslason matreiðslumaður kynntist Bourdain þegar hann var hér á landi að taka upp þáttinn. Sigurður vann þá á Vox á Hótel Nordica. „Þeir voru á hótelinu og svo komu þeir og borðuðu og við lentum á spjalli og kynntumst aðeins,“ segir Sigurður. Hann segir Bourdain síðan hafa beðið sig um að elda fyrir hann mat til að taka upp á jökul, eins og sýnt var frá í þættinum. „Við græjuðum það og vorum svo í einhverju fjöri um kvöldið.“ Sigurður segir kynni sín af Bourdain hafa verið góð. „Hann bauð mér að koma og heimsækja sig til New York en ég lét reyndar aldrei verða af því. Hann var einstaklega ljúfur og skemmtilegur.“ Að sögn Sigurðar var Bourdain „hrikalega flottur“. Segir hann að það sé mjög mikill missir að Bourdain úr matreiðsluheiminum, sér í lagi út af þáttum hans þar sem hann ferðaðist út um allan heim. „Hann nálgaðist þetta á allt annan hátt en hefur verið gert. Var svolítið í „street foodinu“ og sneiddi framhjá þessu „fine dining“ dótaríi. Svona kokkur fólksins,“ segir Sigurður. Bourdain gerði fjölda sjónvarpsþátta á ævi sinni. Þeir langlífustu voru fyrrnefndir þættir, No Reservations og Parts Unknown, en sýningar á elleftu syrpu Parts Unknown standa nú yfir í Bandaríkjunum. Þá hlaut hann einnig mikið lof fyrir Kitchen Confidential: Adventures in the Culinary Underbelly, bók sem hann gaf út árið 2000. Fjallaði hann þar um dekkri hliðar matargerðar og um neyslu sína á kókaíni, heróíni og LSD.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira