Hvers virði er íslenska? Jurgita Milleriene skrifar 7. júní 2018 07:00 Íslendingar eru heimsþekktir fyrir að vera ansi stoltir af landinu sínu, vatninu, loftinu, fótboltanum eða í stuttu máli öllu sem kemur frá Íslandi. Þeir sameinast um að standa saman til að styðja og hvetja hver annan. En hvað um íslenskt tungumál? Er hægt að segja sömu sögu um það? Ég flutti til Íslands árið 2001. Eins og margir aðrir ætlaði ég að vera aðeins í sex mánuði og fara svo aftur heim til Litháens. Þó að ég ætlaði að stoppa stutt fór ég strax á íslenskunámskeið. Mér fannst það mjög merkilegt að læra tungumál sem aðeins 300.000 manns geta talað í heiminum öllum, einnig fannst mér sjálfsagt að byrja strax að læra, jafnvel þó að ég ætlaði ekki að búa hér á landi. Ég vildi bera virðingu fyrir íslenskri þjóð og íslensku tungumáli. Það er ansi góð tilfinning að geta boðið góðan dag á íslensku og geta átt smá spjall á þeirra tungumáli. Með því að læra íslenskt tungumál og sækja íslenskunámskeið er hægt að læra um venjur, hátíðir, óskrifaðar reglur, menningu, bókmenntir og margt annað í leiðinni. Þar opnast nýr heimur sem hvetur mann til að kynnast íslenskri menningu enn betur og taka þátt í samfélaginu. Að tilheyra hópnum og vera einn af þeim. Eins og margir aðrir sem voru í sömu sporum og ég, erum við hér ennþá 17 árum seinna á Íslandi. En ég kann tungumálið og ég tek virkan þátt í samfélaginu. Ég get valið mér starf, ég get gert allt sem ég vil og verið stolt af því sem ég geri. Ég byggi brýr milli Litháens og Íslands og er bæði Lithái og Íslendingur. Við eigum 3 börn sem tala bæði góða íslensku og litháísku. Það eru allt of margir sem hugsa að það sé nóg að kunna aðeins ensku af því að þeir ætli ekki að búa hér lengi. Kannski eitt, tvö ár eða kannski þangað til þau hafa safnað nógu miklu af peningum til að geta flutt aftur heim. Því miður er raunin oft þannig að fólk ílengist hér á Íslandi, tekur ekki þátt í íslensku samfélagi og sorglegast af öllu að börnin finna mest fyrir því. Það er mjög óþægileg tilfinning að bíða og bíða og bíða aðeins meira því fólk er ekki að lifa lífinu heldur er í einhvers konar biðstöðu. Það er alltaf á leiðinni heim en svo líða kannski eitt, tvö?… fimm eða fleiri ár og það er enn að bíða, enn að safna, enn að hugsa. Börnum reynist það afar erfitt að meðhöndla svona aðstæður og oft vilja þau ekki læra íslensku því þau sjá engan tilgang því þau eru alveg að fara heim aftur. Ég vinn sem grunnskólakennari í Háaleitisskóla uppi á Ásbrú og vann svo í 9 ár í leikskólanum Hjallatúni og sú þróun sem ég sé á hverjum einasta degi veldur mér áhyggjum hvað verður um íslenskt tungumál í náinni framtíð. Það sem er að gerast nú þegar er að börnin sem fæðast hér á Íslandi standa oft á tíðum frekar illa í íslensku. Það eru eflaust margar ástæður fyrir því en ein af þeim er að Íslendingar gera ekki nógu miklar kröfur til þess að foreldrar þeirra læri íslensku og beri virðingu fyrir samfélaginu sem þeir búa í. Og ekki nóg með það finnst mér enn meira sláandi að Íslendingum finnst það svo krúttlegt þegar börnin þeirra tala ensku og það er að aukast að foreldrar svara þeim á ensku á móti. Margir skólar eru í vandræðum því nemendur tala ensku sín á milli þrátt fyrir það að oft á tíðum eru þau öll íslensk. Öllum finnst enska svo skemmtileg sem eflaust er líka rétt en hvað um íslensku? Af hverju er það svona krúttlegt að tala ensku en alls ekki krúttlegt að tala góða íslensku? Af hverju erum við ekki stolt af tungumálinu sem aðeins 300.000 manns geta talað? Og hvað um ferðamenn? Margir þeirra eru að koma til Íslands ekki aðeins í þeim tilgangi að skoða landið heldur finnst þeim einnig mjög áhugavert að heyra íslenskt tal. Þeir verða sennilega líka fyrir vonbrigðum ef það verður aðeins töluð krúttleg enska hér á landi. Ég hef mjög mikinn áhuga á tungumálum og mér finnst íslenska persónulega mjög merkilegt tungumál. Vonandi verður eitthvað gert svo það finnist öllum á Íslandi mikilvægt að tala íslensku og að það verði allir mjög stoltir af íslensku tungumáli.Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru heimsþekktir fyrir að vera ansi stoltir af landinu sínu, vatninu, loftinu, fótboltanum eða í stuttu máli öllu sem kemur frá Íslandi. Þeir sameinast um að standa saman til að styðja og hvetja hver annan. En hvað um íslenskt tungumál? Er hægt að segja sömu sögu um það? Ég flutti til Íslands árið 2001. Eins og margir aðrir ætlaði ég að vera aðeins í sex mánuði og fara svo aftur heim til Litháens. Þó að ég ætlaði að stoppa stutt fór ég strax á íslenskunámskeið. Mér fannst það mjög merkilegt að læra tungumál sem aðeins 300.000 manns geta talað í heiminum öllum, einnig fannst mér sjálfsagt að byrja strax að læra, jafnvel þó að ég ætlaði ekki að búa hér á landi. Ég vildi bera virðingu fyrir íslenskri þjóð og íslensku tungumáli. Það er ansi góð tilfinning að geta boðið góðan dag á íslensku og geta átt smá spjall á þeirra tungumáli. Með því að læra íslenskt tungumál og sækja íslenskunámskeið er hægt að læra um venjur, hátíðir, óskrifaðar reglur, menningu, bókmenntir og margt annað í leiðinni. Þar opnast nýr heimur sem hvetur mann til að kynnast íslenskri menningu enn betur og taka þátt í samfélaginu. Að tilheyra hópnum og vera einn af þeim. Eins og margir aðrir sem voru í sömu sporum og ég, erum við hér ennþá 17 árum seinna á Íslandi. En ég kann tungumálið og ég tek virkan þátt í samfélaginu. Ég get valið mér starf, ég get gert allt sem ég vil og verið stolt af því sem ég geri. Ég byggi brýr milli Litháens og Íslands og er bæði Lithái og Íslendingur. Við eigum 3 börn sem tala bæði góða íslensku og litháísku. Það eru allt of margir sem hugsa að það sé nóg að kunna aðeins ensku af því að þeir ætli ekki að búa hér lengi. Kannski eitt, tvö ár eða kannski þangað til þau hafa safnað nógu miklu af peningum til að geta flutt aftur heim. Því miður er raunin oft þannig að fólk ílengist hér á Íslandi, tekur ekki þátt í íslensku samfélagi og sorglegast af öllu að börnin finna mest fyrir því. Það er mjög óþægileg tilfinning að bíða og bíða og bíða aðeins meira því fólk er ekki að lifa lífinu heldur er í einhvers konar biðstöðu. Það er alltaf á leiðinni heim en svo líða kannski eitt, tvö?… fimm eða fleiri ár og það er enn að bíða, enn að safna, enn að hugsa. Börnum reynist það afar erfitt að meðhöndla svona aðstæður og oft vilja þau ekki læra íslensku því þau sjá engan tilgang því þau eru alveg að fara heim aftur. Ég vinn sem grunnskólakennari í Háaleitisskóla uppi á Ásbrú og vann svo í 9 ár í leikskólanum Hjallatúni og sú þróun sem ég sé á hverjum einasta degi veldur mér áhyggjum hvað verður um íslenskt tungumál í náinni framtíð. Það sem er að gerast nú þegar er að börnin sem fæðast hér á Íslandi standa oft á tíðum frekar illa í íslensku. Það eru eflaust margar ástæður fyrir því en ein af þeim er að Íslendingar gera ekki nógu miklar kröfur til þess að foreldrar þeirra læri íslensku og beri virðingu fyrir samfélaginu sem þeir búa í. Og ekki nóg með það finnst mér enn meira sláandi að Íslendingum finnst það svo krúttlegt þegar börnin þeirra tala ensku og það er að aukast að foreldrar svara þeim á ensku á móti. Margir skólar eru í vandræðum því nemendur tala ensku sín á milli þrátt fyrir það að oft á tíðum eru þau öll íslensk. Öllum finnst enska svo skemmtileg sem eflaust er líka rétt en hvað um íslensku? Af hverju er það svona krúttlegt að tala ensku en alls ekki krúttlegt að tala góða íslensku? Af hverju erum við ekki stolt af tungumálinu sem aðeins 300.000 manns geta talað? Og hvað um ferðamenn? Margir þeirra eru að koma til Íslands ekki aðeins í þeim tilgangi að skoða landið heldur finnst þeim einnig mjög áhugavert að heyra íslenskt tal. Þeir verða sennilega líka fyrir vonbrigðum ef það verður aðeins töluð krúttleg enska hér á landi. Ég hef mjög mikinn áhuga á tungumálum og mér finnst íslenska persónulega mjög merkilegt tungumál. Vonandi verður eitthvað gert svo það finnist öllum á Íslandi mikilvægt að tala íslensku og að það verði allir mjög stoltir af íslensku tungumáli.Höfundur er grunnskólakennari
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun