Segir Cambridge Analytica hafa verið eyðilagt af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2018 23:15 Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. Hann segir fyrirtækið hafa verið eyðilagt á ósanngjarnan hátt með fölskum ásökunum sem settar voru fram af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara. Þetta kom fram á fundi Nix með þingmönnum í breska þinginu í dag en Cambridge Analytica hætti starfsemi í kjölfar ásakana sem fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins setti fram og greint var frá í The Observer, systurblaði Guardian sem kemur út á sunnudögum.Sparaði ekki stóru orðin Starfsmaðurinn, Christopher Wylie, greindi frá því hvernig Cambridge Analytica hefði misnotað persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Hafði fyrirtækið, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og kosningaherferð stuðningsmanna Brexit, keypt gögnin af utanaðkomandi aðila með ólögmætum hætti. Nix, og aðrir sem tengjast fyrirtækinu, hafa alltaf sagt að gögnin hafi verið keypt í góðri trú, en Wylie hélt því auk þess fram að gögnin hefðu verið notuð til þess að hafa áhrif á fyrrnefndar kosningar. Nix fór mikinn þegar hann kom fyrir breska þingið í dag en vegna friðhelgis þingsins nær breska meiðyrðalöggjöfin ekki til vitnisburðar hans.Samhæfð og áhrifarík árás frjálslyndra fjölmiðla Þannig sagði hann Wylie hafa logið um mjög marga hluti og að Cambridge Analytica hafi verið fórnarlamb samhæfðrar og áhrifaríkrar árásar frjálslyndra fjölmiðla. Nix lýsti Wylie sem manni sem segðist vera talsmaður þess að vernda gögn á sama tíma og hann væri að sanka að sér stærra gagnasafni en Cambridge Analytica hafði yfir að ráða. Hann hafi ætlað að koma svipuðu fyrirtæki á koppinn en síðustu tveimur til þremur árum hefði hann bara eytt í að vera öfundsjúkur og bitur. Þá sagði Nix að umfjöllun hins ótrúlega áhrifamikla blaðs Guardian um fyrirtækið hafi vakið heimsathygli þrátt fyrir að um hafi verið að ræða falsfréttir að öllu leyti.„Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu“ Hélt hann því fram að umfjöllunin um Cambridge Analytica hefði verið drifin áfram af blaðamönnum sem hafi viljað draga úr vægi Brexit og knýja fram aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. „Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu,“ sagði Nix við þingmennina. Nefndi hann til að mynda umfjöllun Channel 4 sem birti upptökur, sem teknar höfðu verið í leyni, af Nix að tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Nix sagði að upptökurnar hefðu verið klipptar mikið til svo sýna mætti hann í sem verstu ljósi en Channel 4 hefur þvertekið fyrir þetta og segist hafa sýnt Nix sanngirni í umfjöllun sinni. Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. Hann segir fyrirtækið hafa verið eyðilagt á ósanngjarnan hátt með fölskum ásökunum sem settar voru fram af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara. Þetta kom fram á fundi Nix með þingmönnum í breska þinginu í dag en Cambridge Analytica hætti starfsemi í kjölfar ásakana sem fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins setti fram og greint var frá í The Observer, systurblaði Guardian sem kemur út á sunnudögum.Sparaði ekki stóru orðin Starfsmaðurinn, Christopher Wylie, greindi frá því hvernig Cambridge Analytica hefði misnotað persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Hafði fyrirtækið, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og kosningaherferð stuðningsmanna Brexit, keypt gögnin af utanaðkomandi aðila með ólögmætum hætti. Nix, og aðrir sem tengjast fyrirtækinu, hafa alltaf sagt að gögnin hafi verið keypt í góðri trú, en Wylie hélt því auk þess fram að gögnin hefðu verið notuð til þess að hafa áhrif á fyrrnefndar kosningar. Nix fór mikinn þegar hann kom fyrir breska þingið í dag en vegna friðhelgis þingsins nær breska meiðyrðalöggjöfin ekki til vitnisburðar hans.Samhæfð og áhrifarík árás frjálslyndra fjölmiðla Þannig sagði hann Wylie hafa logið um mjög marga hluti og að Cambridge Analytica hafi verið fórnarlamb samhæfðrar og áhrifaríkrar árásar frjálslyndra fjölmiðla. Nix lýsti Wylie sem manni sem segðist vera talsmaður þess að vernda gögn á sama tíma og hann væri að sanka að sér stærra gagnasafni en Cambridge Analytica hafði yfir að ráða. Hann hafi ætlað að koma svipuðu fyrirtæki á koppinn en síðustu tveimur til þremur árum hefði hann bara eytt í að vera öfundsjúkur og bitur. Þá sagði Nix að umfjöllun hins ótrúlega áhrifamikla blaðs Guardian um fyrirtækið hafi vakið heimsathygli þrátt fyrir að um hafi verið að ræða falsfréttir að öllu leyti.„Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu“ Hélt hann því fram að umfjöllunin um Cambridge Analytica hefði verið drifin áfram af blaðamönnum sem hafi viljað draga úr vægi Brexit og knýja fram aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. „Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu,“ sagði Nix við þingmennina. Nefndi hann til að mynda umfjöllun Channel 4 sem birti upptökur, sem teknar höfðu verið í leyni, af Nix að tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Nix sagði að upptökurnar hefðu verið klipptar mikið til svo sýna mætti hann í sem verstu ljósi en Channel 4 hefur þvertekið fyrir þetta og segist hafa sýnt Nix sanngirni í umfjöllun sinni.
Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27