Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari gekk vasklega til verks á blaðmannafundi sínum í morgun. Byrjaði að útskýra allt um meiðslastöðuna til þess að koma því frá strax.
„Það eru allir klárir í bátana nema Aron Einar sem er samt á réttri leið og líklega aðeins á undan áætlun. Hann verður klár fyrir leikinn gegn Argentínu,“ sagði Heimir Hallgrímsson en Ísland spilar sinn síðasta leik fyrir HM annað kvöld er Gana kemur í heimsókn.
„Gylfi verður í byrjunarliðinu og verður fyrirliði. Það er óákveðið hversu mikið Gylfi spilar en það er líklega ekki skynsamt að láta hann spila í 90 mínútur. Við sjáum til hvernig þetta þróast. Hannes Þór mun svo byrja í markinu.“
Leikurinn gegn Gana verður notaður til þess að æfa sig gegn afrísku liði en Ísland spilar við Nígeríu á HM.
„Það er margt svipað með Gana og Nígeríu. Mikill hraði, vinnusamir leikmenn og líkamlega sterkir. Bæði lið eru líka með dóminerandi leikmenn á miðjunni. Svo eru þetta skemmtilegar týpur. Við munum hafa leikinn gegn Nígeríu í huga en við erum líka að æfa taktíska hluti sem hjálpa okkur í fyrsta leiknum gen Argentínu.“
Þess má svo geta að það eru enn lausir 2.000 miðar á leikinná morgun.
