Dramatúrgur veðjar aleigunni á ævintýrið Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. júní 2018 06:00 Halldór Halldórsson, kenndur við DNA, mun þurfa að eiga við taugarnar í bardagahring hugans á næstu dögum en hann lagði nánast aleiguna undir að íslenska landsliðið sigraði það argentínska á HM í knattspyrnu Vísir/vilhelm „Ég er bara putting my money where my mouth is“ svarar Halldór Halldórsson spurður að því út í hvað hann sé eiginlega búinn að koma sér – en hann gerði sér lítið fyrir síðasta mánudagskvöld og lagði 800 evrur, um 100 þúsund íslenskar krónur, á leik Íslands á móti Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Stuðullinn er 11,50 og ef Ísland vinnur eignast Halldór heilar 9.200 evrur – tæplega 1,2 milljónir króna. Það eru nokkrar náttúruvínsflöskur. „Mér er sagt að þetta sé okkar tækifæri – líkunum samkvæmt er ólíklegt að svona lítil þjóð komist aftur á heimsmeistaramótið og ég ætla bara að fá premium pakkann á þessu öllu saman,“ segir Halldór en hann er á leiðinni til Moskvu til að verða vitni að ávöxtun aleigunnar, eða þá því þegar hann fer gjörsamlega á kúpuna. „Ég er að leita að fólki sem getur haldið á mér inn á völlinn og út af honum aftur. „Nota bene, ég vil vitna í nám mitt sem dramatúrg – ég veit að sama hvar við endum á þessu móti erum við alltaf að fara að vinna Argentínu, sem töpuðu í framlengingu í úrslitum fyrir fjórum árum. Öll teiknin eru á lofti sem gera þetta að klassísku ævintýri.“ Þið hélduð að ég væri að fokkast. Aleigan komin á þetta.. 800 euros. Ég er dramatúrg, það er nánast eins að vera skyggn.Annað hvort trúir maður á söguhetjuna í þessu ævintýri eða maður fer til helvítis. 9200 euros munu lenda í fangi mínu. 40 kassar af náttúruvíni eða pels EASY. pic.twitter.com/bAleeGgIKp— Halldór Halldórsson (@DNADORI) June 4, 2018 „Þegar Gylfi slasaðist hugsaði ég „þetta er búið“ en þegar Aron slasaðist líka – þá varð alveg kýrskýrt að við værum að fara að vinna þennan fyrsta leik. Núna til að kóróna þetta, ef við förum í sögu aðalhetjunnar, Vogler, þá erum við búin að fara á fund lærimeistarans, Lars, og læra þar dýrmæta lexíu,“ segir Dóri og vitnar þar í reglur handritahöfundarins og fyrirlesarans Christophers Vogler um hvernig saga skuli byggð en hann vann þær upp úr verkum goðsagnafræðingsins Josephs Campbell. Sá sagði goðsagnir og ævintýri byggð upp á svipaðan máta, hinum svokallaða „hero’s journey“ söguþræði, sem flestar stórar bíómyndir byggja á. Þar koma áföll alltaf við sögu og lærimeistari eða aðstoðarmaður hjálpar hetjunni að finna styrk sinn – í þessu tilviki Lars Lagerbäck. „Samkvæmt minni menntun og þekkingu erum við að fara að eiga annað svona „shaky móment“ í markinu. Þetta er algjörlega hero’s journey. Ég get ekkert sagt um hvort við komumst upp úr riðlinum eða neitt þannig en þennan leik erum við alltaf að fara að vinna. Þetta verður alveg svart – Messi er þarna en þessir strákar, Raggi og Kári slökkva alveg í þessu dæmi. Á mínútu sjötíu þá segi ég að Gylfi og Aron muni eiga hlut að máli út af þessum meiðslum. Þetta er skrifað í stjörnurnar. Síðan fæ ég þessar eina komma tvær millur lagðar inn á mig og svo trítla ég á Rauða torgið og kaupi mér veski til að geyma alla þessa peninga í,“ segir Dóri, gríðarlega stressaður. Hvernig var augnablikið, Dóri, þegar þú ákvaðst að leggja aleiguna á þennan fótboltaleik? „Sko, þetta var pínu erfitt móment, því ég fór inn á Betsson, sem ég hef aldrei notað áður og þurfti því að stofna reikning og eitthvað. Svo fann ég ekki leikinn í smá stund en fann hann svo og smellti á upphæð og „make bet“ og þá var það bara komið! Þá var ég alveg bara „shit!“ en fjölskyldan hefur skilning á þessu. Hún veit að það er ekkert nema rib eyes eftir þetta, þau elska dramatúrginn.“ Það er gott að eiga góða að. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
„Ég er bara putting my money where my mouth is“ svarar Halldór Halldórsson spurður að því út í hvað hann sé eiginlega búinn að koma sér – en hann gerði sér lítið fyrir síðasta mánudagskvöld og lagði 800 evrur, um 100 þúsund íslenskar krónur, á leik Íslands á móti Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Stuðullinn er 11,50 og ef Ísland vinnur eignast Halldór heilar 9.200 evrur – tæplega 1,2 milljónir króna. Það eru nokkrar náttúruvínsflöskur. „Mér er sagt að þetta sé okkar tækifæri – líkunum samkvæmt er ólíklegt að svona lítil þjóð komist aftur á heimsmeistaramótið og ég ætla bara að fá premium pakkann á þessu öllu saman,“ segir Halldór en hann er á leiðinni til Moskvu til að verða vitni að ávöxtun aleigunnar, eða þá því þegar hann fer gjörsamlega á kúpuna. „Ég er að leita að fólki sem getur haldið á mér inn á völlinn og út af honum aftur. „Nota bene, ég vil vitna í nám mitt sem dramatúrg – ég veit að sama hvar við endum á þessu móti erum við alltaf að fara að vinna Argentínu, sem töpuðu í framlengingu í úrslitum fyrir fjórum árum. Öll teiknin eru á lofti sem gera þetta að klassísku ævintýri.“ Þið hélduð að ég væri að fokkast. Aleigan komin á þetta.. 800 euros. Ég er dramatúrg, það er nánast eins að vera skyggn.Annað hvort trúir maður á söguhetjuna í þessu ævintýri eða maður fer til helvítis. 9200 euros munu lenda í fangi mínu. 40 kassar af náttúruvíni eða pels EASY. pic.twitter.com/bAleeGgIKp— Halldór Halldórsson (@DNADORI) June 4, 2018 „Þegar Gylfi slasaðist hugsaði ég „þetta er búið“ en þegar Aron slasaðist líka – þá varð alveg kýrskýrt að við værum að fara að vinna þennan fyrsta leik. Núna til að kóróna þetta, ef við förum í sögu aðalhetjunnar, Vogler, þá erum við búin að fara á fund lærimeistarans, Lars, og læra þar dýrmæta lexíu,“ segir Dóri og vitnar þar í reglur handritahöfundarins og fyrirlesarans Christophers Vogler um hvernig saga skuli byggð en hann vann þær upp úr verkum goðsagnafræðingsins Josephs Campbell. Sá sagði goðsagnir og ævintýri byggð upp á svipaðan máta, hinum svokallaða „hero’s journey“ söguþræði, sem flestar stórar bíómyndir byggja á. Þar koma áföll alltaf við sögu og lærimeistari eða aðstoðarmaður hjálpar hetjunni að finna styrk sinn – í þessu tilviki Lars Lagerbäck. „Samkvæmt minni menntun og þekkingu erum við að fara að eiga annað svona „shaky móment“ í markinu. Þetta er algjörlega hero’s journey. Ég get ekkert sagt um hvort við komumst upp úr riðlinum eða neitt þannig en þennan leik erum við alltaf að fara að vinna. Þetta verður alveg svart – Messi er þarna en þessir strákar, Raggi og Kári slökkva alveg í þessu dæmi. Á mínútu sjötíu þá segi ég að Gylfi og Aron muni eiga hlut að máli út af þessum meiðslum. Þetta er skrifað í stjörnurnar. Síðan fæ ég þessar eina komma tvær millur lagðar inn á mig og svo trítla ég á Rauða torgið og kaupi mér veski til að geyma alla þessa peninga í,“ segir Dóri, gríðarlega stressaður. Hvernig var augnablikið, Dóri, þegar þú ákvaðst að leggja aleiguna á þennan fótboltaleik? „Sko, þetta var pínu erfitt móment, því ég fór inn á Betsson, sem ég hef aldrei notað áður og þurfti því að stofna reikning og eitthvað. Svo fann ég ekki leikinn í smá stund en fann hann svo og smellti á upphæð og „make bet“ og þá var það bara komið! Þá var ég alveg bara „shit!“ en fjölskyldan hefur skilning á þessu. Hún veit að það er ekkert nema rib eyes eftir þetta, þau elska dramatúrginn.“ Það er gott að eiga góða að.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira