Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 19:55 Salan á Skeljungi til þeirra Svanhildar og Guðmundar og annarra fjárfesta fór fram árið 2008. vísir/pjetur Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. Er rannsóknin komin til vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins en umfangsmiklar aðgerðir fóru fram á fimmtudagsmorgun í tengslum við rannsókn þess sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV. Aðgerðirnar stóðu fram á kvöld og fólu í sér handtökur og húsleitir þar sem hald var lagt á gögn, skjöl og tölvur. Enginn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og var þeim sem handteknir voru því sleppt að loknum skýrslutökum. Um var að ræða fyrstu aðgerðir héraðssaksóknara í tengslum við málið og eru eiginlegar rannsóknaraðgerðir embættisins því tiltölulega stutt á veg komnar.Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, keyptu ásamt öðrum fjárfestum meirihluta í Skeljungi árið 2008.vísir/anton brinkDaginn eftir að ráðist var í aðgerðirnar, það er síðastliðinn föstudag, var tilkynnt um það að Svanhildur Nanna léti af stjórnarformennsku í VÍS. Hún situr þó áfram í stjórninni en í yfirlýsingu sem hún sendi RÚV í kvöld vegna málsins segir hún kaupin hafa borið að með eðlilegum hætti: „Kaup okkar á hlutum í umræddum félögum bar að með eðlilegum hætti og við teljum einsýnt, að opinber rannsókn á viðskiptunum muni eyða öllum vafa um réttmæti þeirra. Við höfum veitt fulltrúum héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem þeir hafa óskað eftir og munum áfram aðstoða þá við rannsóknina. Við höfum að eigin frumkvæði greint Fjármálaeftirlitinu frá henni, stjórnendum og regluvörðum þeirra skráðu félaga sem við tökum þátt í að stýra. Rétt er að árétta, að þau félög tengjast rannsókninni ekki á nokkurn hátt. Við munum áfram sitja í stjórnum félaganna, en Svanhildur Nanna ákvað að láta öðrum eftir stjórnarformennsku í VÍS hf. á meðan rannsóknin stendur yfir. Við væntum þess að málið fái skjóta meðferð og rannsóknin gangi hratt fyrir sig,“ segir í yfirlýsingunni en hjónin Svanhildur og Guðmundur eru á meðal stærstu hluthafa í VÍS. Salan á Skeljungi og P/F Magn var skoðuð hjá bankanum sjálfum eftir að Glitnir varð að Íslandsbanka þar sem grunur lék á að starfsmenn bankans hefðu hagnast óeðlilega mikið á sölum í hlutum í félögunum og að þau hefðu verið seld á undirverði. Sú skoðun bankans leiddi hins vegar ekkert grunsamlegt í ljós en Íslandsbanki ákvað engu að síður að taka málið upp aftur fyrir tveimur árum og kæra þrjá einstaklinga sem henni tengdust til lögreglu, að því er segir í frétt RÚV. Þar kemur jafnframt fram að sá sem hélt utan um söluna hjá Glitni hafi verið Einar Örn Ólafsson sem síðar var ráðinn forstjóri Skeljungs af þeim Svanhildi og Guðmundi. Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. Er rannsóknin komin til vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins en umfangsmiklar aðgerðir fóru fram á fimmtudagsmorgun í tengslum við rannsókn þess sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV. Aðgerðirnar stóðu fram á kvöld og fólu í sér handtökur og húsleitir þar sem hald var lagt á gögn, skjöl og tölvur. Enginn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og var þeim sem handteknir voru því sleppt að loknum skýrslutökum. Um var að ræða fyrstu aðgerðir héraðssaksóknara í tengslum við málið og eru eiginlegar rannsóknaraðgerðir embættisins því tiltölulega stutt á veg komnar.Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, keyptu ásamt öðrum fjárfestum meirihluta í Skeljungi árið 2008.vísir/anton brinkDaginn eftir að ráðist var í aðgerðirnar, það er síðastliðinn föstudag, var tilkynnt um það að Svanhildur Nanna léti af stjórnarformennsku í VÍS. Hún situr þó áfram í stjórninni en í yfirlýsingu sem hún sendi RÚV í kvöld vegna málsins segir hún kaupin hafa borið að með eðlilegum hætti: „Kaup okkar á hlutum í umræddum félögum bar að með eðlilegum hætti og við teljum einsýnt, að opinber rannsókn á viðskiptunum muni eyða öllum vafa um réttmæti þeirra. Við höfum veitt fulltrúum héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem þeir hafa óskað eftir og munum áfram aðstoða þá við rannsóknina. Við höfum að eigin frumkvæði greint Fjármálaeftirlitinu frá henni, stjórnendum og regluvörðum þeirra skráðu félaga sem við tökum þátt í að stýra. Rétt er að árétta, að þau félög tengjast rannsókninni ekki á nokkurn hátt. Við munum áfram sitja í stjórnum félaganna, en Svanhildur Nanna ákvað að láta öðrum eftir stjórnarformennsku í VÍS hf. á meðan rannsóknin stendur yfir. Við væntum þess að málið fái skjóta meðferð og rannsóknin gangi hratt fyrir sig,“ segir í yfirlýsingunni en hjónin Svanhildur og Guðmundur eru á meðal stærstu hluthafa í VÍS. Salan á Skeljungi og P/F Magn var skoðuð hjá bankanum sjálfum eftir að Glitnir varð að Íslandsbanka þar sem grunur lék á að starfsmenn bankans hefðu hagnast óeðlilega mikið á sölum í hlutum í félögunum og að þau hefðu verið seld á undirverði. Sú skoðun bankans leiddi hins vegar ekkert grunsamlegt í ljós en Íslandsbanki ákvað engu að síður að taka málið upp aftur fyrir tveimur árum og kæra þrjá einstaklinga sem henni tengdust til lögreglu, að því er segir í frétt RÚV. Þar kemur jafnframt fram að sá sem hélt utan um söluna hjá Glitni hafi verið Einar Örn Ólafsson sem síðar var ráðinn forstjóri Skeljungs af þeim Svanhildi og Guðmundi.
Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira