Þingið blekkt í veiðigjaldaumræðu Þorsteinn Víglundsson skrifar 2. júní 2018 11:09 Meirihluti atvinnuveganefndar lagði í vikunni fram frumvarp á Alþingi til lækkunar á veiðigjöldum. Verði það að lögum munu veiðigjöld á árinu 2018 lækka um tæpa 3 milljarða króna, úr 11 milljörðum í rúma 8 milljarða króna. Rökstuðningurinn að baki lækkuninni er versnandi afkoma greinarinnar vegna styrkingar íslensku krónunnar auk þess sem heimild til álagningar veiðigjalds í núgildandi lögum fellur úr gildi í lok yfirstandandi fiskveiðiárs þann 31. ágúst næstkomandi. Þá hafi afkoma lítilla og meðalstórra sjávarútvegsfyrirtækja versnað til muna og því sé nauðsynlegt að bregðast við. Formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, hefur raunar fullyrt að afkoma sjávarútvegs sé komin að ákveðnum þolmörkum. Þegar staðreyndir þessa máls eru skoðaðar kemur hins vegar í ljós tilraun stjórnarmeirihlutans til að þröngva í gegn lækkun veiðigjalda á síðustu starfsdögum þingsins með hreinum og klárum blekkingum. Hér er fast að orðið kveðið en full innistæða er fyrir því ef horft er til eftirfarandi staðreynda.Framúrskarandi arðsemi sjávarútvegs Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur afkoma útgerðarinnar verið með eindæmum góð á undanförnum árum, sem er fagnaðarefni. Þannig hefur hagnaðarhlutfall útgerðarinnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) verið um 25% að meðaltali frá 2008 og ekki að sjá að nein stórkostleg breyting hafi orðið þar á. Sambærilegt hlutfall fyrir íslenskt atvinnulíf er um 13% á sama tíma. Rétt er að hafa í huga að í uppgjöri útgerðarinnar eru veiðigjöld færð meðal rekstrargjalda og því um framlegð eftir greiðslu veiðigjalda að ræða. Arðsemi sjávarútvegs hefur því verið langtum meiri en almennt gengur og gerist í rekstri fyrirtækja hér á landi. Sömu þróun má sjá þegar horft er til eiginfjárhlutfalls greinarinnar sem hefur farið úr því að vera neikvætt árið 2008 í 42% árið 2016, þrátt fyrir miklar fjárfestingar og arðgreiðslur. Afkoman hefur því í alla staði verið framúrskarandi, sem er auðvitað fagnaðarefni fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Fiskverð hefur haldist hátt á alþjóðamörkuðum og má sem dæmi nefna að útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aukist um þriðjung það sem af er þessu ári. Þetta er auðvitað „krísa“.Í öðru lagi er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru reiknuð út frá afkomu greinarinnar hverju sinni. Það var algerlega fyrirséð að veiðigjöld þessa árs yrðu há vegna góðrar afkomu áranna 2015 og 2016 sem lögð eru til viðmiðunar í ár. Það hefur alla tíð legið fyrir að veiðigjöldin eru greidd eftir á með þessum hætti og því fjarstæðukennt að ákveða að lækka þau nú, þó svo afkoman sé lakari í ár en á viðmiðunarárinu. Það kom til að mynda aldrei til tals að hækka veiðigjöldin á árunum 2015 og 2016 þó svo afkoman þau ár væri langtum betri en á þeim árum sem þá voru til grundvallar útreiknings veiðigjaldsins, enda hefði það verið óeðlilegt. Hér er því um eftiráskýringu að ræða og hreinan fyrirslátt þegar undirliggjandi áform eru einfaldlega að lækka gjöldin til frambúðar. Í þriðja lagi er því síðan slegið fram að afkoma lítilla og meðalstórra útgerða sé mun lakari en þeirra stærri. Það er mjög villandi og kemur raunar skýrt fram í þeim afkomutölum sem Hagstofan birtir um afkomu fyrirtækja eftir stærð. Afkoma smæstu útgerða sem hlutfall af veltu virðist nokkuð áþekk afkomu þeirra stærstu. Eftir mínum heimildum er það í samræmi við niðurstöðu samantektar um afkomu útgerðarinnar sem unnin var fyrir Atvinnuvegaráðuneytið, þ.e. að ekki sé hægt að draga neinar skýrar ályktanir um afkomu útgerða eftir stærð aðrar en þær að meiri dreifing sé á framlegð lítilla og meðalstórra útgerða en þeirra stærstu. Það er síðan annað mál að hægt væri að lækka veiðigjöld á smærri útgerðir með litlum útgjöldum fyrir ríkissjóð ef vilji stendur til þess, enda um 80% aflaheimilda á höndum þrjátíu stærstu útgerðanna.Grímulaus sérhagsmunagæsla Sannleikurinn er einfaldlega sá að ríkisstjórnarflokkarnir þrír vilja greinilega miklu til kosta til að lækka veiðigjöldin. Ýmislegt mætti lagfæra í veiðigjaldakerfinu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið í vegi fyrir öllum tilraunum til endurskoðunar á fyrirkomulagi þeirra á undanförnum árum. Sú virðist áfram vera raunin, nú með stuðningi Vinstri grænna. Það væri auðvitað hægt að segja margt um þá forgangsröðun að lækka veiðigjöldin á sama tíma og ekki var t.d. hægt að uppfæra viðmiðunarfjárhæðir barna- og vaxtabóta í fjárlögum þessa árs, fjármagn skortir til samgöngumála og svo mætti áfram telja. Ég ætla ekki að skemmta skrattanum með því að fara nánar út í þá sálma. Kjarni máls er að vissulega hefur styrking krónunnar haft neikvæð áhrif á allar útflutningsgreinar landsins. Víða kreppir verulega að í þeim efnum og sjá má afleiðingarnar meðal annars í neikvæðri þróun ferðaþjónustunnar, vandamálum tækni- og sprotafyrirtækja og svo mætti áfram telja. Þessi ríkisstjórn hefur hins vegar engin áform uppi um að taka á þeim vanda sem fylgir lítilli og óstöðugri mynt. Stjórnin hefur engan áhuga á vanda annarra útflutningsatvinnugreina. Afkomutölur sjávarútvegsins sýna að þar er engin krísa á ferðinni. Ég hygg í það minnsta að flestar aðrar atvinnugreinar landsins myndu þiggja slíkt „krísuástand“ í sínum rekstri. Hér er einfaldlega um grímulausa sérhagsmunagæslu að ræða af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar lagði í vikunni fram frumvarp á Alþingi til lækkunar á veiðigjöldum. Verði það að lögum munu veiðigjöld á árinu 2018 lækka um tæpa 3 milljarða króna, úr 11 milljörðum í rúma 8 milljarða króna. Rökstuðningurinn að baki lækkuninni er versnandi afkoma greinarinnar vegna styrkingar íslensku krónunnar auk þess sem heimild til álagningar veiðigjalds í núgildandi lögum fellur úr gildi í lok yfirstandandi fiskveiðiárs þann 31. ágúst næstkomandi. Þá hafi afkoma lítilla og meðalstórra sjávarútvegsfyrirtækja versnað til muna og því sé nauðsynlegt að bregðast við. Formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, hefur raunar fullyrt að afkoma sjávarútvegs sé komin að ákveðnum þolmörkum. Þegar staðreyndir þessa máls eru skoðaðar kemur hins vegar í ljós tilraun stjórnarmeirihlutans til að þröngva í gegn lækkun veiðigjalda á síðustu starfsdögum þingsins með hreinum og klárum blekkingum. Hér er fast að orðið kveðið en full innistæða er fyrir því ef horft er til eftirfarandi staðreynda.Framúrskarandi arðsemi sjávarútvegs Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur afkoma útgerðarinnar verið með eindæmum góð á undanförnum árum, sem er fagnaðarefni. Þannig hefur hagnaðarhlutfall útgerðarinnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) verið um 25% að meðaltali frá 2008 og ekki að sjá að nein stórkostleg breyting hafi orðið þar á. Sambærilegt hlutfall fyrir íslenskt atvinnulíf er um 13% á sama tíma. Rétt er að hafa í huga að í uppgjöri útgerðarinnar eru veiðigjöld færð meðal rekstrargjalda og því um framlegð eftir greiðslu veiðigjalda að ræða. Arðsemi sjávarútvegs hefur því verið langtum meiri en almennt gengur og gerist í rekstri fyrirtækja hér á landi. Sömu þróun má sjá þegar horft er til eiginfjárhlutfalls greinarinnar sem hefur farið úr því að vera neikvætt árið 2008 í 42% árið 2016, þrátt fyrir miklar fjárfestingar og arðgreiðslur. Afkoman hefur því í alla staði verið framúrskarandi, sem er auðvitað fagnaðarefni fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Fiskverð hefur haldist hátt á alþjóðamörkuðum og má sem dæmi nefna að útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aukist um þriðjung það sem af er þessu ári. Þetta er auðvitað „krísa“.Í öðru lagi er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru reiknuð út frá afkomu greinarinnar hverju sinni. Það var algerlega fyrirséð að veiðigjöld þessa árs yrðu há vegna góðrar afkomu áranna 2015 og 2016 sem lögð eru til viðmiðunar í ár. Það hefur alla tíð legið fyrir að veiðigjöldin eru greidd eftir á með þessum hætti og því fjarstæðukennt að ákveða að lækka þau nú, þó svo afkoman sé lakari í ár en á viðmiðunarárinu. Það kom til að mynda aldrei til tals að hækka veiðigjöldin á árunum 2015 og 2016 þó svo afkoman þau ár væri langtum betri en á þeim árum sem þá voru til grundvallar útreiknings veiðigjaldsins, enda hefði það verið óeðlilegt. Hér er því um eftiráskýringu að ræða og hreinan fyrirslátt þegar undirliggjandi áform eru einfaldlega að lækka gjöldin til frambúðar. Í þriðja lagi er því síðan slegið fram að afkoma lítilla og meðalstórra útgerða sé mun lakari en þeirra stærri. Það er mjög villandi og kemur raunar skýrt fram í þeim afkomutölum sem Hagstofan birtir um afkomu fyrirtækja eftir stærð. Afkoma smæstu útgerða sem hlutfall af veltu virðist nokkuð áþekk afkomu þeirra stærstu. Eftir mínum heimildum er það í samræmi við niðurstöðu samantektar um afkomu útgerðarinnar sem unnin var fyrir Atvinnuvegaráðuneytið, þ.e. að ekki sé hægt að draga neinar skýrar ályktanir um afkomu útgerða eftir stærð aðrar en þær að meiri dreifing sé á framlegð lítilla og meðalstórra útgerða en þeirra stærstu. Það er síðan annað mál að hægt væri að lækka veiðigjöld á smærri útgerðir með litlum útgjöldum fyrir ríkissjóð ef vilji stendur til þess, enda um 80% aflaheimilda á höndum þrjátíu stærstu útgerðanna.Grímulaus sérhagsmunagæsla Sannleikurinn er einfaldlega sá að ríkisstjórnarflokkarnir þrír vilja greinilega miklu til kosta til að lækka veiðigjöldin. Ýmislegt mætti lagfæra í veiðigjaldakerfinu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið í vegi fyrir öllum tilraunum til endurskoðunar á fyrirkomulagi þeirra á undanförnum árum. Sú virðist áfram vera raunin, nú með stuðningi Vinstri grænna. Það væri auðvitað hægt að segja margt um þá forgangsröðun að lækka veiðigjöldin á sama tíma og ekki var t.d. hægt að uppfæra viðmiðunarfjárhæðir barna- og vaxtabóta í fjárlögum þessa árs, fjármagn skortir til samgöngumála og svo mætti áfram telja. Ég ætla ekki að skemmta skrattanum með því að fara nánar út í þá sálma. Kjarni máls er að vissulega hefur styrking krónunnar haft neikvæð áhrif á allar útflutningsgreinar landsins. Víða kreppir verulega að í þeim efnum og sjá má afleiðingarnar meðal annars í neikvæðri þróun ferðaþjónustunnar, vandamálum tækni- og sprotafyrirtækja og svo mætti áfram telja. Þessi ríkisstjórn hefur hins vegar engin áform uppi um að taka á þeim vanda sem fylgir lítilli og óstöðugri mynt. Stjórnin hefur engan áhuga á vanda annarra útflutningsatvinnugreina. Afkomutölur sjávarútvegsins sýna að þar er engin krísa á ferðinni. Ég hygg í það minnsta að flestar aðrar atvinnugreinar landsins myndu þiggja slíkt „krísuástand“ í sínum rekstri. Hér er einfaldlega um grímulausa sérhagsmunagæslu að ræða af hálfu ríkisstjórnarflokkanna.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun