Fögnuður og stóísk ró Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. júní 2018 10:00 Erlendur ferðamaður sem horfði á leik Íslands og Argentínu af risaskjá í miðborginni hafði á orði hversu heillandi væri að hafa orðið vitni að því fyrir leik hversu sannfærðir Íslendingar hefðu verið um velgengni sinna manna. Það er alveg rétt; þegar kom að þessum fyrsta leik Íslands á HM voru landsmenn og leikmenn sammála um að uppgjöf væri ekki valkostur. Íslendingar eru svo skemmtilega gerðir að þeir sáu litla hindrun í því að fyrsti leikur landsliðs þeirra á HM væri við eitt besta knattspyrnulið í heimi, sem þar að auki státar af einum snjallasta knattspyrnumanni nútímans, Lionel Messi. Viðhorfið var að þarna væri einmitt kjörið tækifæri til að sýna stórþjóð í fótboltanum að lítil þjóð hefði ýmislegt fram að færa. Það tókst með slíkum ágætum að þjóðin er enn í sigurvímu og umheimurinn hrífst með. Nú finnast hér á landi einstaklingar sem lítinn sem engan áhuga hafa á knattspyrnu. Af hyggindum hafa þeir ákveðið að vera ekkert sérstaklega að flagga því áhugaleysi og bíða rólegir eftir því að HM-æðið gangi yfir og þeir fái sínar sjónvarpsfréttir á réttum tíma. Jafnvel þessir einstaklingar hljóta að sjá heimspekilega fegurð í því að bæði hérlendis og erlendis er jafntefli í leik Íslands og Argentínu túlkað sem sigur fyrir Ísland, jafnvel stórsigur. Það skiptir máli hvernig menn berjast séu þeir í keppni. Lionel Messi segir að Ísland hafi nánast ekkert gert í leiknum. Þetta var ekki mat sérfræðinga á bresku sjónvarpsstöðvunum BBC og ITV sem hlóðu lofi á íslenska liðið. Þeir hrósuðu því fyrir jákvætt hugarfar, óbilandi þrek og sannan liðsanda í baráttu sem samkvæmt raunsæju mati hefði átt að vera fyrirfram töpuð. Þarna var talað eins og fótboltinn endurspeglaði lífið sjálft. Ef það er þannig þá eru skilaboðin sú að engin ástæða er til að leggja árar í bát þótt maður sé undir heldur halda áfram, verjast vel, nýta sóknarfæri og leitast þannig við að jafna leikinn. Það má finna hina fínustu heimspeki í fótboltanum. Íslendingar eru stundum sagðir lokaðir en geta líka verið gríðarlegt stemningsfólk. Þjóð, sem á til að hafa allt á hornum sér, er nú sameinuð í fölskvalausri gleði vegna árangurs landsliðsins. Stóísk ró er sannarlega ekki hugtak sem kemur upp í hugann þegar rýnt er í viðbrögð þjóðarinnar meðan á leik liðsins við Argentínu stóð og eftir að honum lauk. Þjóðin var að tapa sér í spennu og síðan taumlausri gleði, og það fer henni bara ansi vel. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson virtist þó allan tímann vera umvafinn stóískri ró. Meðan gríðarlegur fögnuður braust út meðal íslenskra áhorfenda þegar jöfnunarmark var skorað og víti varið þá brá Heimir ekki svip. Meðan aðrir misstu stjórn á sér sýndi þjálfarinn fullkomið æðruleysi. Að því má endalaust dást. Heimir Hallgrímsson var örugglega einn af mönnum þessa stórleiks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Erlendur ferðamaður sem horfði á leik Íslands og Argentínu af risaskjá í miðborginni hafði á orði hversu heillandi væri að hafa orðið vitni að því fyrir leik hversu sannfærðir Íslendingar hefðu verið um velgengni sinna manna. Það er alveg rétt; þegar kom að þessum fyrsta leik Íslands á HM voru landsmenn og leikmenn sammála um að uppgjöf væri ekki valkostur. Íslendingar eru svo skemmtilega gerðir að þeir sáu litla hindrun í því að fyrsti leikur landsliðs þeirra á HM væri við eitt besta knattspyrnulið í heimi, sem þar að auki státar af einum snjallasta knattspyrnumanni nútímans, Lionel Messi. Viðhorfið var að þarna væri einmitt kjörið tækifæri til að sýna stórþjóð í fótboltanum að lítil þjóð hefði ýmislegt fram að færa. Það tókst með slíkum ágætum að þjóðin er enn í sigurvímu og umheimurinn hrífst með. Nú finnast hér á landi einstaklingar sem lítinn sem engan áhuga hafa á knattspyrnu. Af hyggindum hafa þeir ákveðið að vera ekkert sérstaklega að flagga því áhugaleysi og bíða rólegir eftir því að HM-æðið gangi yfir og þeir fái sínar sjónvarpsfréttir á réttum tíma. Jafnvel þessir einstaklingar hljóta að sjá heimspekilega fegurð í því að bæði hérlendis og erlendis er jafntefli í leik Íslands og Argentínu túlkað sem sigur fyrir Ísland, jafnvel stórsigur. Það skiptir máli hvernig menn berjast séu þeir í keppni. Lionel Messi segir að Ísland hafi nánast ekkert gert í leiknum. Þetta var ekki mat sérfræðinga á bresku sjónvarpsstöðvunum BBC og ITV sem hlóðu lofi á íslenska liðið. Þeir hrósuðu því fyrir jákvætt hugarfar, óbilandi þrek og sannan liðsanda í baráttu sem samkvæmt raunsæju mati hefði átt að vera fyrirfram töpuð. Þarna var talað eins og fótboltinn endurspeglaði lífið sjálft. Ef það er þannig þá eru skilaboðin sú að engin ástæða er til að leggja árar í bát þótt maður sé undir heldur halda áfram, verjast vel, nýta sóknarfæri og leitast þannig við að jafna leikinn. Það má finna hina fínustu heimspeki í fótboltanum. Íslendingar eru stundum sagðir lokaðir en geta líka verið gríðarlegt stemningsfólk. Þjóð, sem á til að hafa allt á hornum sér, er nú sameinuð í fölskvalausri gleði vegna árangurs landsliðsins. Stóísk ró er sannarlega ekki hugtak sem kemur upp í hugann þegar rýnt er í viðbrögð þjóðarinnar meðan á leik liðsins við Argentínu stóð og eftir að honum lauk. Þjóðin var að tapa sér í spennu og síðan taumlausri gleði, og það fer henni bara ansi vel. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson virtist þó allan tímann vera umvafinn stóískri ró. Meðan gríðarlegur fögnuður braust út meðal íslenskra áhorfenda þegar jöfnunarmark var skorað og víti varið þá brá Heimir ekki svip. Meðan aðrir misstu stjórn á sér sýndi þjálfarinn fullkomið æðruleysi. Að því má endalaust dást. Heimir Hallgrímsson var örugglega einn af mönnum þessa stórleiks.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar