Kattarþvottur Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. júní 2018 07:00 Kettir eru merkilegar skepnur. Fara sínar eigin leiðir og ekki er á þá að treysta. Síst af öllu í stjórnmálum. Jóhanna Sigurðardóttir veit allt um það eftir að hafa staðið sveitt í því vonlausa puði að smala villiköttum. Hugarfar hundsins er miklu heppilegra þegar stjórnmál eru annars vegar. Flokkarnir og kerfið sem þeir hönnuðu og þrífast á byggir á leiðitömum, slefandi, húsbóndahollum rökkum sem gelta þegar eigandinn sigar þeim á óvininn en þegja þess á milli þegar góðri dúsu er kastað í skoltinn á þeim. Þótt kötturinn nenni ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig þá getur samt verið ómetanlegt að hafa svona eins og einn ómótstæðilegan tækifærissinna í liðinu. Þannig var blaðamannafundur nýs meirihluta í borgarstjórn í Breiðholtinu í vikunni veiðihársbreidd frá því að verða óbærilega klisjukenndur og hallærislegur ef hin fræga Breiðholtslæða Perla hefði ekki stolið senunni. Hún færði fókusinn, með ómótstæðilegum sjarma, af innantómum belgingi tapara í kosningum sem voru mættir til þess að berja sér á brjóst með sorglega lítið atkvæðamagn að baki sér. Og það eina sem Perla tók fyrir greiðann og þessa almannatengslabrellu sem er milljóna virði var knús frá lúserunum. Eitthvað sem þetta fólk mætti hafa í huga og læra af. Kannski væri ráð að knúsa kjósendur af og til og standa við að minnsta kosti eitt loforð um að opna túnfisksdós með 3.000 íbúðum fyrir fólk sem hefur ekki efni á því að borga 250.000 fyrir að leigja kjallaraholu? Breiðholtslæðan Perla og aðrir kettir eiga níu líf en sumir sem tóku hana í fang sér fyrir framan myndavélarnar eru búnir með öll sín pólitísku líf og geta tæpast stólað á svona kattarþvott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Kettir eru merkilegar skepnur. Fara sínar eigin leiðir og ekki er á þá að treysta. Síst af öllu í stjórnmálum. Jóhanna Sigurðardóttir veit allt um það eftir að hafa staðið sveitt í því vonlausa puði að smala villiköttum. Hugarfar hundsins er miklu heppilegra þegar stjórnmál eru annars vegar. Flokkarnir og kerfið sem þeir hönnuðu og þrífast á byggir á leiðitömum, slefandi, húsbóndahollum rökkum sem gelta þegar eigandinn sigar þeim á óvininn en þegja þess á milli þegar góðri dúsu er kastað í skoltinn á þeim. Þótt kötturinn nenni ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig þá getur samt verið ómetanlegt að hafa svona eins og einn ómótstæðilegan tækifærissinna í liðinu. Þannig var blaðamannafundur nýs meirihluta í borgarstjórn í Breiðholtinu í vikunni veiðihársbreidd frá því að verða óbærilega klisjukenndur og hallærislegur ef hin fræga Breiðholtslæða Perla hefði ekki stolið senunni. Hún færði fókusinn, með ómótstæðilegum sjarma, af innantómum belgingi tapara í kosningum sem voru mættir til þess að berja sér á brjóst með sorglega lítið atkvæðamagn að baki sér. Og það eina sem Perla tók fyrir greiðann og þessa almannatengslabrellu sem er milljóna virði var knús frá lúserunum. Eitthvað sem þetta fólk mætti hafa í huga og læra af. Kannski væri ráð að knúsa kjósendur af og til og standa við að minnsta kosti eitt loforð um að opna túnfisksdós með 3.000 íbúðum fyrir fólk sem hefur ekki efni á því að borga 250.000 fyrir að leigja kjallaraholu? Breiðholtslæðan Perla og aðrir kettir eiga níu líf en sumir sem tóku hana í fang sér fyrir framan myndavélarnar eru búnir með öll sín pólitísku líf og geta tæpast stólað á svona kattarþvott.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar