Hefur fjórar vikur til að greiða risasekt í ríkissjóð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 11:28 Maðurinn var fundinn sekur um meiriháttar brot á skattalögum. Vísir/Stefán Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Alls sveik hann 140 milljónir króna út úr ríkissjóði. Var maðurinn dæmdur til greiðslu 666 milljóna króna sektar sem hann þarf að greiða innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga. Var maðurinn ákærur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður þriggja félaga. Brotin áttu sér stað á árunum 2012 til 2015. Offramtaldi maðurinn virðisaukaskattsskylda veltu, útskatt og innskatt. Í alvarlegasta brotinu útbjó hann 22 tilhæfulausar virðisaukaskattsskýrslur, þar sem hann offramtaldi virðisaukaskattsskylda veltu um samtals 905 milljónir og innskatt um samtals 187 milljónir en með því fékk hann 114 milljónir frá ríkinu í formi endurgreiðslu innskatts. Þá ýmist offramtaldi eða vanframtaldi maðurinn innskatt í tveimur af þeim þrem félögum sem um ræðir. Með því sveik maðurinn 26 milljónir úr ríkissjóði. Við rannsókn málsins og fyrir dómi játaði maðurinn skýlaust brot sín en hann var árið 2012 dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Rauf hann það skilorð nú og var fyrri dómur því tekinn upp og dæmdur með því máli sem hér er fjallað um. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða 666 milljónir í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Alls sveik hann 140 milljónir króna út úr ríkissjóði. Var maðurinn dæmdur til greiðslu 666 milljóna króna sektar sem hann þarf að greiða innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga. Var maðurinn ákærur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður þriggja félaga. Brotin áttu sér stað á árunum 2012 til 2015. Offramtaldi maðurinn virðisaukaskattsskylda veltu, útskatt og innskatt. Í alvarlegasta brotinu útbjó hann 22 tilhæfulausar virðisaukaskattsskýrslur, þar sem hann offramtaldi virðisaukaskattsskylda veltu um samtals 905 milljónir og innskatt um samtals 187 milljónir en með því fékk hann 114 milljónir frá ríkinu í formi endurgreiðslu innskatts. Þá ýmist offramtaldi eða vanframtaldi maðurinn innskatt í tveimur af þeim þrem félögum sem um ræðir. Með því sveik maðurinn 26 milljónir úr ríkissjóði. Við rannsókn málsins og fyrir dómi játaði maðurinn skýlaust brot sín en hann var árið 2012 dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Rauf hann það skilorð nú og var fyrri dómur því tekinn upp og dæmdur með því máli sem hér er fjallað um. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða 666 milljónir í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira