Detta mér allar dauðar lýs úr höfði – Vangaveltur um fréttaflutning af umsóknartölum háskólanna Dr. Sigrún Stefánsdóttir skrifar 14. júní 2018 07:00 Gamla orðtækið „detta mér allar dauðar lýs úr höfði“ notaði mamma mín oft þegar eitthvað gekk alveg fram af henni. Þetta orðtæki kom skyndilega upp í huga minn, þegar ég las fréttaflutning Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í vikunni sem leið af gríðarlegri aukningu í umsóknum um nám í háskólum landsins. Ég hef unnið um árabil sem fréttamaður og enn lengur sem kennari í fjölmiðlafræði á háskólastigi, bæði við Háskóla Íslands og nú síðast við Háskólann á Akureyri. Í þessum fræðum er lögð áhersla á jafnvægi í fréttaflutningi og nemendur læra snemma að sýnileiki í fjölmiðlum er mikilvægur, bæði þegar vel gengur og eins þegar á móti blæs. Háskólinn á Akureyri hefur ekki farið varhluta af sýnileika þegar á móti hefur blásið, en eitthvað virðist þrengra um pláss á síðum blaðanna þegar vel gengur. Rýr umfjöllun um sívaxandi vinsældir skólans staðfestir þetta enn einu sinni. Í frétt Fréttablaðsins þann 8. júni um umsóknir í háskólanám fær HÍ ítarlega umfjöllun um 12 prósenta aukningu í umsóknum í skólann. Það sama gilti um Háskólann í Reykjavík vegna 11 prósenta aukningar en Háskólinn á Akureyri fékk fjórar línur um 30 prósenta aukningu í umsóknum milli ára. Þessum fjórum línum var snyrtilega komið fyrir í lok fréttarinnar. Rektorar höfuðborgarskólanna fengu að tjá sig og hrósa sér af hinni stórkostlegu aukningu en umsögnin um skólann á Akureyri var svona: „Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári“. Ég hefði ekki getað orðið meira undrandi. Hvar er fréttamatið – kæru kollegar? Fréttin í Morgunblaðinu daginn eftir, 9. júni, var í svipuðum dúr, nema þar fékk Háskólinn á Bifröst að fljóta með og fékk sína greinargóðu umfjöllum á síðunni án þess þó að geta gert grein fyrir hvort aukning hefði orðið í aðsóknartölum. Rætt var við rektorana þrjá í HÍ, HR og Bifröst um þennan flotta árangur. Aðsóknartölur í HA náðu ekki einu sinni á blað, hvað þá að rætt væri við rektor skólans! Einu sinni sagði vel þekktur prestur í Borgarfirði við mig að það væri eins og fréttamenn héldu að Ísland endaði við Elliðaárbrúna. Það sem gerðist utan höfuðborgarsvæðisins væri ekki til. Á sínum tíma mótmælti ég þessu sem fréttamaður en ég er því miður að verða nokkuð sammála klerki. Þrjátíu prósenta aukning er meiri frétt en 10 prósenta aukning. Ég hefði sagt nemendum mínum að byrja fréttina á því sem er stærst eða mest, þ.e.a.s byrja fréttina á aukningunni fyrir norðan. Hins vegar er annar þáttur sem ræður líka fréttamati en það er nálægð. Hún er greinilega að blinda fjölmiðlafólkið fyrir sunnan. Nær allir starfandi blaðamenn á landinu búa á höfuðborgarsvæðinu. Sennilega aka margir þeirra daglega framhjá bæði HÍ og HR. Það er því auðvelt að gleyma því að á Akureyri er starfandi öflugur háskóli sem nýtur sívaxandi vinsælda. Out of sight – out of mind, segir einhvers staðar á ensku. Sem betur fer virðist unga fólkið í landinu betur upplýst en fjölmiðlafólk höfuðborgarsvæðisins og sækir í hulduskólann fyrir norðan, þrátt fyrir línurnar fjórar og fjarveru rektors HA í jákvæðu fréttunum um aukna sókn í háskólanám hér á landi.Höfundu er fjölmiðlafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Gamla orðtækið „detta mér allar dauðar lýs úr höfði“ notaði mamma mín oft þegar eitthvað gekk alveg fram af henni. Þetta orðtæki kom skyndilega upp í huga minn, þegar ég las fréttaflutning Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í vikunni sem leið af gríðarlegri aukningu í umsóknum um nám í háskólum landsins. Ég hef unnið um árabil sem fréttamaður og enn lengur sem kennari í fjölmiðlafræði á háskólastigi, bæði við Háskóla Íslands og nú síðast við Háskólann á Akureyri. Í þessum fræðum er lögð áhersla á jafnvægi í fréttaflutningi og nemendur læra snemma að sýnileiki í fjölmiðlum er mikilvægur, bæði þegar vel gengur og eins þegar á móti blæs. Háskólinn á Akureyri hefur ekki farið varhluta af sýnileika þegar á móti hefur blásið, en eitthvað virðist þrengra um pláss á síðum blaðanna þegar vel gengur. Rýr umfjöllun um sívaxandi vinsældir skólans staðfestir þetta enn einu sinni. Í frétt Fréttablaðsins þann 8. júni um umsóknir í háskólanám fær HÍ ítarlega umfjöllun um 12 prósenta aukningu í umsóknum í skólann. Það sama gilti um Háskólann í Reykjavík vegna 11 prósenta aukningar en Háskólinn á Akureyri fékk fjórar línur um 30 prósenta aukningu í umsóknum milli ára. Þessum fjórum línum var snyrtilega komið fyrir í lok fréttarinnar. Rektorar höfuðborgarskólanna fengu að tjá sig og hrósa sér af hinni stórkostlegu aukningu en umsögnin um skólann á Akureyri var svona: „Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári“. Ég hefði ekki getað orðið meira undrandi. Hvar er fréttamatið – kæru kollegar? Fréttin í Morgunblaðinu daginn eftir, 9. júni, var í svipuðum dúr, nema þar fékk Háskólinn á Bifröst að fljóta með og fékk sína greinargóðu umfjöllum á síðunni án þess þó að geta gert grein fyrir hvort aukning hefði orðið í aðsóknartölum. Rætt var við rektorana þrjá í HÍ, HR og Bifröst um þennan flotta árangur. Aðsóknartölur í HA náðu ekki einu sinni á blað, hvað þá að rætt væri við rektor skólans! Einu sinni sagði vel þekktur prestur í Borgarfirði við mig að það væri eins og fréttamenn héldu að Ísland endaði við Elliðaárbrúna. Það sem gerðist utan höfuðborgarsvæðisins væri ekki til. Á sínum tíma mótmælti ég þessu sem fréttamaður en ég er því miður að verða nokkuð sammála klerki. Þrjátíu prósenta aukning er meiri frétt en 10 prósenta aukning. Ég hefði sagt nemendum mínum að byrja fréttina á því sem er stærst eða mest, þ.e.a.s byrja fréttina á aukningunni fyrir norðan. Hins vegar er annar þáttur sem ræður líka fréttamati en það er nálægð. Hún er greinilega að blinda fjölmiðlafólkið fyrir sunnan. Nær allir starfandi blaðamenn á landinu búa á höfuðborgarsvæðinu. Sennilega aka margir þeirra daglega framhjá bæði HÍ og HR. Það er því auðvelt að gleyma því að á Akureyri er starfandi öflugur háskóli sem nýtur sívaxandi vinsælda. Out of sight – out of mind, segir einhvers staðar á ensku. Sem betur fer virðist unga fólkið í landinu betur upplýst en fjölmiðlafólk höfuðborgarsvæðisins og sækir í hulduskólann fyrir norðan, þrátt fyrir línurnar fjórar og fjarveru rektors HA í jákvæðu fréttunum um aukna sókn í háskólanám hér á landi.Höfundu er fjölmiðlafræðingur
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun