Einræðisherra í ímyndarherferð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júní 2018 10:00 Fréttastofur vítt og breitt um heiminn munu í dag birta sögulegar myndir af leiðtogafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Niðurstaða fundarins mun hafa mikið að segja um framtíðaröryggi heimsbyggðarinnar. Þegar þjóðarleiðtogar, sem byggja þjóðaröryggisstefnu sína að hluta til eða alfarið á fælingarmætti kjarnorkustríðs, mæta til viðræðna á jafnræðisgrundvelli getur það vart haft annað en jákvæðar afleiðingar. Á þessum sögulegu fréttamyndum í dag sjáum við tvo leiðtoga takast í hendur og brosa. Annar er nýkominn frá fundi G7 ríkjanna í Kanada, þar sem hann efldi tilraunir sínar til að útrýma því bandalagi sem hefur á síðustu áratugum stuðlað að einhverjum mestu framförum í mannkynssögunni. Hinn er Suryong Norður-Kóreumanna, einræðisherra Lýðræðislega alþýðulýðveldisins Kóreu. Hann er æðsti leiðtogi ríkis sem knúið er áfram af altækri innrætingarvél, sem hefur það eina markmið að neyða þegna sína til hlýðni og undirgefni ásamt því að efla persónudýrkun á leiðtoganum mikla. Í allri umræðu um Norður-Kóreu er mikilvægt að halda til haga þeim hrottalegu ofbeldisverkum sem stjórnvöld þar fremja á þegnum sínum. Norðurkóreska ríkið hefur steypt þegnum sínum í hungursneyð og um leið barið á þeim með hugmyndafræðilegri innrætingu, árið tvö þúsund og fjórtán voru rúmlega hundrað þúsund Norður-Kóreumenn í haldi í útrýmingarbúðum vegna skoðana sinna, fangar eru ítrekað barðir til óbóta, nauðgað og drepnir. Dæmi eru um að konur af „óæðri“ stéttum séu látnar gangast undir þvingaðar fóstureyðingar. Þessi voðaverk eru ekki aðeins dæmi um tilfallandi villimennsku norðurkóreska ríkisins, heldur eru þessir daglegu glæpir gegn mannlegri reisn grundvallarforsenda norðurkóreska stjórnmálakerfisins. Þetta kerfi byggir á því að stjórna hverju einasta atriði í lífi þegnanna með stöðugu eftirliti, innrætingu, ofbeldi, eða ótta við ofbeldi. Kim Jong-un hefur á síðustu misserum staðið í afar vel heppnaðri ímyndarherferð. Leiðtogafundurinn með Trump er liður í þessari áætlun og hann færir Kim Jong-un nær markmiði sínu að tryggja Norður-Kóreu stöðu á hinum alþjóðlega vettvangi. Okkur ber siðferðileg skylda til að krefja þennan nýja þátttakanda á sviði alþjóða stjórnmála um viðurkenningu á brotum sínum, frelsun þeirra sem hann hefur fangelsað, og ófrávíkjanlegt loforð um að þeim 25 milljónum manna sem þjást undir honum verði tryggð sjálfsögð mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fréttastofur vítt og breitt um heiminn munu í dag birta sögulegar myndir af leiðtogafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Niðurstaða fundarins mun hafa mikið að segja um framtíðaröryggi heimsbyggðarinnar. Þegar þjóðarleiðtogar, sem byggja þjóðaröryggisstefnu sína að hluta til eða alfarið á fælingarmætti kjarnorkustríðs, mæta til viðræðna á jafnræðisgrundvelli getur það vart haft annað en jákvæðar afleiðingar. Á þessum sögulegu fréttamyndum í dag sjáum við tvo leiðtoga takast í hendur og brosa. Annar er nýkominn frá fundi G7 ríkjanna í Kanada, þar sem hann efldi tilraunir sínar til að útrýma því bandalagi sem hefur á síðustu áratugum stuðlað að einhverjum mestu framförum í mannkynssögunni. Hinn er Suryong Norður-Kóreumanna, einræðisherra Lýðræðislega alþýðulýðveldisins Kóreu. Hann er æðsti leiðtogi ríkis sem knúið er áfram af altækri innrætingarvél, sem hefur það eina markmið að neyða þegna sína til hlýðni og undirgefni ásamt því að efla persónudýrkun á leiðtoganum mikla. Í allri umræðu um Norður-Kóreu er mikilvægt að halda til haga þeim hrottalegu ofbeldisverkum sem stjórnvöld þar fremja á þegnum sínum. Norðurkóreska ríkið hefur steypt þegnum sínum í hungursneyð og um leið barið á þeim með hugmyndafræðilegri innrætingu, árið tvö þúsund og fjórtán voru rúmlega hundrað þúsund Norður-Kóreumenn í haldi í útrýmingarbúðum vegna skoðana sinna, fangar eru ítrekað barðir til óbóta, nauðgað og drepnir. Dæmi eru um að konur af „óæðri“ stéttum séu látnar gangast undir þvingaðar fóstureyðingar. Þessi voðaverk eru ekki aðeins dæmi um tilfallandi villimennsku norðurkóreska ríkisins, heldur eru þessir daglegu glæpir gegn mannlegri reisn grundvallarforsenda norðurkóreska stjórnmálakerfisins. Þetta kerfi byggir á því að stjórna hverju einasta atriði í lífi þegnanna með stöðugu eftirliti, innrætingu, ofbeldi, eða ótta við ofbeldi. Kim Jong-un hefur á síðustu misserum staðið í afar vel heppnaðri ímyndarherferð. Leiðtogafundurinn með Trump er liður í þessari áætlun og hann færir Kim Jong-un nær markmiði sínu að tryggja Norður-Kóreu stöðu á hinum alþjóðlega vettvangi. Okkur ber siðferðileg skylda til að krefja þennan nýja þátttakanda á sviði alþjóða stjórnmála um viðurkenningu á brotum sínum, frelsun þeirra sem hann hefur fangelsað, og ófrávíkjanlegt loforð um að þeim 25 milljónum manna sem þjást undir honum verði tryggð sjálfsögð mannréttindi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun