Hættur í landsliðinu: Segir allar svívirðingarnar vera ástæðuna fyrir veikindum móður sinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 10:30 Ramin Rezaeian sést hér reyna hughreysta Sardar Azmoun. Það gekk ýmislegt á hjá Sardar Azmou á HM. Vísir/Getty Hann hefur verið kallaður Írans-Messi og var að flestra mati framtíðarstjarna íranska landsliðsins enda ennþá bara 23 ára gamall. Nú er útlit fyrir að landsleikirnir verði ekki fleiri. BBC segir frá. Íranar voru hársbreidd frá því að komast áfram í sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en eru núna komnir til sín heima eins og íslensku strákarnir og fjórtán aðrar þjóðir. Hinn 23 ára gamli Sardar Azmoun var búinn að skora 23 mörk í 33 landsleikjum fyrir HM í Rússlandi og landar hans bjuggust við miklu af honum í keppninni. Sardar Azmoun náði hinsvegar ekki að skora mark í heimsmeistarakeppninni þar sem íranska landsliðið vantaði bara eitt mark í viðbót. Sardar Azmoun kom síðan flestum á óvart með því að tilkynna það við heimkomuna til Írans að hann væri hættur í íranska landsliðinu þó hann ætti ennþá sjö ár í þrítugsafmælið sitt. Ástæðan er ómakleg og hörð gagnrýni á sig þar sem hann kennir öllum svívirðingunum um það að veikindi tóku sig upp hjá móður hans.Our thoughts are with Iran #WorldCup striker Sardar Azmoun, who has retired from international football at the age of 23. He has revealed his mother has become seriously ill because of the insults he has received.https://t.co/f9nXjtppHc#bbcworldcuppic.twitter.com/YHG0ToFkD3 — BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2018 „Móðir minn var búin að sigrast á veikindum sínum og ég var mjög ánægður,“ sagði Sardar Azmoun sem spilar með rússneska félagsliðinu Rubin Kazan. „Til allrar óhamingju þá sá mannvoska fólks og svívirðingar þeirra til þess að móðir mín veiktist aftur. Ég og liðsfélagar mínir áttum þetta ekki skilið og þetta hefur bitnað mjög hart á móður minni,“ sagði Azmoun. „Þetta hefur sett mig í mjög erfiða stöðu og nú verð ég bara að velja á milli. Ég hef því ákveðið að velja móður mína yfir landsliðið,“ sagði Azmoun. Sardar Azmoun fór á kostum í undankeppni HM þar sem hann var með 11 mörk í 14 leikjum. Hann spilaði allar 90 mínúturnar í öllum þremur leikjum Írans í lokakeppninni en náði ekki að skora. Liðið vann Marokkó, tapaði fyrir Spáni og gerði síðan jafntefli við Portúgal. Sardar Azmoun er í fimmta sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íran frá upphafi og hefur verið borinn saman í heimalandinu við goðsögnina Ali Daei. Ali Daei skoraði á sínum tíma 109 mörk í 149 landsleikjum eða fleiri landsliðsmörk en nokkur annar í knattspyrnusögunni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Hann hefur verið kallaður Írans-Messi og var að flestra mati framtíðarstjarna íranska landsliðsins enda ennþá bara 23 ára gamall. Nú er útlit fyrir að landsleikirnir verði ekki fleiri. BBC segir frá. Íranar voru hársbreidd frá því að komast áfram í sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en eru núna komnir til sín heima eins og íslensku strákarnir og fjórtán aðrar þjóðir. Hinn 23 ára gamli Sardar Azmoun var búinn að skora 23 mörk í 33 landsleikjum fyrir HM í Rússlandi og landar hans bjuggust við miklu af honum í keppninni. Sardar Azmoun náði hinsvegar ekki að skora mark í heimsmeistarakeppninni þar sem íranska landsliðið vantaði bara eitt mark í viðbót. Sardar Azmoun kom síðan flestum á óvart með því að tilkynna það við heimkomuna til Írans að hann væri hættur í íranska landsliðinu þó hann ætti ennþá sjö ár í þrítugsafmælið sitt. Ástæðan er ómakleg og hörð gagnrýni á sig þar sem hann kennir öllum svívirðingunum um það að veikindi tóku sig upp hjá móður hans.Our thoughts are with Iran #WorldCup striker Sardar Azmoun, who has retired from international football at the age of 23. He has revealed his mother has become seriously ill because of the insults he has received.https://t.co/f9nXjtppHc#bbcworldcuppic.twitter.com/YHG0ToFkD3 — BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2018 „Móðir minn var búin að sigrast á veikindum sínum og ég var mjög ánægður,“ sagði Sardar Azmoun sem spilar með rússneska félagsliðinu Rubin Kazan. „Til allrar óhamingju þá sá mannvoska fólks og svívirðingar þeirra til þess að móðir mín veiktist aftur. Ég og liðsfélagar mínir áttum þetta ekki skilið og þetta hefur bitnað mjög hart á móður minni,“ sagði Azmoun. „Þetta hefur sett mig í mjög erfiða stöðu og nú verð ég bara að velja á milli. Ég hef því ákveðið að velja móður mína yfir landsliðið,“ sagði Azmoun. Sardar Azmoun fór á kostum í undankeppni HM þar sem hann var með 11 mörk í 14 leikjum. Hann spilaði allar 90 mínúturnar í öllum þremur leikjum Írans í lokakeppninni en náði ekki að skora. Liðið vann Marokkó, tapaði fyrir Spáni og gerði síðan jafntefli við Portúgal. Sardar Azmoun er í fimmta sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íran frá upphafi og hefur verið borinn saman í heimalandinu við goðsögnina Ali Daei. Ali Daei skoraði á sínum tíma 109 mörk í 149 landsleikjum eða fleiri landsliðsmörk en nokkur annar í knattspyrnusögunni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira