Íslenskir tónleikahaldarar hljóta styrk Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. júní 2018 06:00 Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson halda úti tónleikastaðnum Havarí sem hlaut styrk í ár. fréttablaðið/valli Norræni menningarsjóðurinn hefur úthlutað styrkjum í svokallaðri Púls-áætlun. Um er að ræða styrki til skipuleggjenda tónleika og hljóta að þessu sinni tíu íslenskir skipuleggjendur styrkinn. „Norræni menningarsjóðurinn er að gera þetta til að byggja upp tónlistarstaði á Norðurlöndunum og stuðla að því að tónleikastaðir geti almennt bókað fleiri bönd af Norðurlöndunum. Þetta opnar á möguleikann á að fá bönd af öllum stærðargráðum til landsins að spila, ekki bara þau stærstu eins og vill oft verða,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Þetta er gert þannig að skipuleggjendur sækja um með sinn tónleikastað – þeir gera fjárhagsáætlun, setja upp dagsetningar og hvaða tónleika þeir ætla að halda – og svo ef þeir komast inn borgar sjóðurinn 50 prósent. Staðirnir sjálfir sjá svo um að greiða rest. Þannig að þetta er mjög veglegt.“ Styrkirnir eru í heild 4,8 milljónir danskra króna og dreifast þeir í ár á 62 skipuleggjendur um öll Norðurlöndin. Verkefnið hefur vaxið töluvert á milli ára – til að mynda hér á landi.Eistnaflug hljóta styrkinn í ár, en hátíðin var sú eina til að hljóta hann á síðasta ári.„Við vorum með þetta í fyrra og þá var Eistnaflug eini skipuleggjandinn sem fór inn í þetta prógramm en núna í ár smöluðum við saman fullt af tónleikastöðum alls staðar að af landinu og tíu þeirra komust í gegn. Þannig að nú eru tíu tónleikastaðir komnir í gegn og fá helming af kostnaði við að fá norræna listamenn til landsins greiddan.“Norrænn þríhyrningur um landið Meðal skipuleggjenda sem hljóta styrkinn í ár eru Húrra í miðbæ Reykjavíkur, Græni hatturinn á Akureyri og Havarí í Berufirði. Þessir þrír staðir munu nýta styrkinn þannig að þeir norrænu listamenn sem koma til þeirra munu taka tónleikaferðalag á milli staðanna og þar með ná að stoppa við á Suður-, Austur- og Norðurlandi í sömu ferðinni – fara eins konar þríhyrning um landið. Eistnaflug, Myrkir músíkdagar og Iceland Airwaves eru þær íslensku tónlistarhátíðir sem hljóta styrkinn og munu því geta boðið upp á enn fjölbreyttara úrval efnilegs norræns tónlistarfólks á næstu hátíðum. Svo eru það Mengi, Iðnó, Salurinn og Norræna húsið sem hljóta veglega styrki en allir þessir skipuleggjendur hafa lengi boðið upp á tónleika frá norrænum, oft minna þekktum, listamönnum. Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Norræni menningarsjóðurinn hefur úthlutað styrkjum í svokallaðri Púls-áætlun. Um er að ræða styrki til skipuleggjenda tónleika og hljóta að þessu sinni tíu íslenskir skipuleggjendur styrkinn. „Norræni menningarsjóðurinn er að gera þetta til að byggja upp tónlistarstaði á Norðurlöndunum og stuðla að því að tónleikastaðir geti almennt bókað fleiri bönd af Norðurlöndunum. Þetta opnar á möguleikann á að fá bönd af öllum stærðargráðum til landsins að spila, ekki bara þau stærstu eins og vill oft verða,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Þetta er gert þannig að skipuleggjendur sækja um með sinn tónleikastað – þeir gera fjárhagsáætlun, setja upp dagsetningar og hvaða tónleika þeir ætla að halda – og svo ef þeir komast inn borgar sjóðurinn 50 prósent. Staðirnir sjálfir sjá svo um að greiða rest. Þannig að þetta er mjög veglegt.“ Styrkirnir eru í heild 4,8 milljónir danskra króna og dreifast þeir í ár á 62 skipuleggjendur um öll Norðurlöndin. Verkefnið hefur vaxið töluvert á milli ára – til að mynda hér á landi.Eistnaflug hljóta styrkinn í ár, en hátíðin var sú eina til að hljóta hann á síðasta ári.„Við vorum með þetta í fyrra og þá var Eistnaflug eini skipuleggjandinn sem fór inn í þetta prógramm en núna í ár smöluðum við saman fullt af tónleikastöðum alls staðar að af landinu og tíu þeirra komust í gegn. Þannig að nú eru tíu tónleikastaðir komnir í gegn og fá helming af kostnaði við að fá norræna listamenn til landsins greiddan.“Norrænn þríhyrningur um landið Meðal skipuleggjenda sem hljóta styrkinn í ár eru Húrra í miðbæ Reykjavíkur, Græni hatturinn á Akureyri og Havarí í Berufirði. Þessir þrír staðir munu nýta styrkinn þannig að þeir norrænu listamenn sem koma til þeirra munu taka tónleikaferðalag á milli staðanna og þar með ná að stoppa við á Suður-, Austur- og Norðurlandi í sömu ferðinni – fara eins konar þríhyrning um landið. Eistnaflug, Myrkir músíkdagar og Iceland Airwaves eru þær íslensku tónlistarhátíðir sem hljóta styrkinn og munu því geta boðið upp á enn fjölbreyttara úrval efnilegs norræns tónlistarfólks á næstu hátíðum. Svo eru það Mengi, Iðnó, Salurinn og Norræna húsið sem hljóta veglega styrki en allir þessir skipuleggjendur hafa lengi boðið upp á tónleika frá norrænum, oft minna þekktum, listamönnum.
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira