„Ein helsta ályktunin sem við hljótum að draga af þessari viðamiklu könnun er sú að styðja þurfi betur við íslenska námsmenn því það er mikilvægt að þeir helgi sig náminu af fullum krafti,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við brautskráningu kandídata í Laugardalshöll í gær. Þar voru tæplega 2.000 nemendur úr grunn- og framhaldsnámi brautskráðir.
Jón Atli sagði að samkvæmt könnun Eurostudent vinni íslenskir háskólanemar meira en nemendur í Evrópu og leggi harðar að sér. Þá séu þeir almennt eldri, eigi fleiri börn og séu líklegri til að vera í sambúð. „Íslenskir háskólanemar hafa líka meiri fjárhagsáhyggjur og njóta síður opinbers stuðnings í námi í formi lána eða styrkja,“ sagði rektor.
Háskólanemar áhyggjufullir

Tengdar fréttir

Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag
Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll.