Ævistarf á fimm diskum Tómas G. skrifar 25. júní 2018 06:00 Stórstjarnan Ragnar Bjarnason er einn þeirra fjölmörgu sem túlkað hafa tónsmíðar Bjarna Hafþórs Helgasonar. „Ég gleymi aldrei þegar ég var í fyrsta skipti kallaður tónskáld. Það var 17. júní árið 1978 við útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri í Akureyrarkirkju. Tryggvi Gíslason skólameistari ávarpaði mig sem tónskáld þegar hann kallaði mig upp á svið,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem gaf út í síðasta mánuði stærsta útgáfuverkefni í sögu íslenskrar dægurtónlistar. Plötusafnið Fuglar hugans inniheldur nýjar upptökur og útsendingar á tónlist eftir hann. Samtals er um að ræða 75 lög á 5 diskum. Bjarni Hafþór segir að það hafi í raun verið eiginkona hans, Ingunn Wernersdóttir, sem stóð upp og sagði að nú þyrfti að gefa þetta út, að það yrði gert almennilega og með öllu tilheyrandi. Það varð síðan raunin. Mörg laga Bjarna Hafþórs eru þekkt en stór hluti laganna hefur ekki komið út áður. Lögin eru samin á heilu æviskeiði, tilefnin af ýmsum toga og þau því mjög ólík innbyrðis, popplög, ballöður, rokk, barnalög og allt þar á milli. Lögin eru frá árunum 1974-2016 og var 61 lag tekið upp í Lundgaard Studios í Danmörku í maí 2017, eftirvinnsla fór fram á Íslandi og tók eitt ár. Bjarni átti feikivinsæl lög með Skriðjöklunum og að sögn Bjarna lentu þau þar fyrir tilviljun. Annars hefur hann ekki mikið verið að auglýsa það sem hann hefur samið og oft verið spurður í gegnum tíðina hvar lögin séu. „Ég var alltaf í öðru og sinnti tónlist ekkert það mikið, en ég hef aldrei losnað við þörfina fyrir að semja lög og var bara að því fyrir sjálfan mig. Sjálfur hef eg aldrei farið fram sjálfur og spilað fyrir framan fólk.“ Gríðarleg vinna er á bak við plötuna og er tónlistarfólkið sem kemur að verkefninu samtals um 100 manns. Þar af eru söngvarar á plötunni 21.Útsetningar og stjórn voru í höndum Þóris Úlfarssonar. Bjarni gefur safnið út sjálfur og er það selt í Pennanum Eymundsson og á bensínstöðvum N1 um land allt. Einnig er allt safnið á Spotify og tonlist.is. Metnaðurinn á bak við útgáfu safnsins er mikill og skrifaðar voru út nótur fyrir öll lögin af Óskari Einarssyni sem fólk getur hlaðið niður endurgjaldslaust. Bjarni Hafþór segir að viðbrögðin við plötunni séu frábær enda sé um að ræða fjóra klukkutíma og tuttugu mínútur af tónlist. Svona verkefni er óhemju dýrt og mun ekki borga sig en Bjarni segir það vera forréttindi fyrir sig sem lagasmið að geta séð þetta allt saman á einum stað. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég gleymi aldrei þegar ég var í fyrsta skipti kallaður tónskáld. Það var 17. júní árið 1978 við útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri í Akureyrarkirkju. Tryggvi Gíslason skólameistari ávarpaði mig sem tónskáld þegar hann kallaði mig upp á svið,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem gaf út í síðasta mánuði stærsta útgáfuverkefni í sögu íslenskrar dægurtónlistar. Plötusafnið Fuglar hugans inniheldur nýjar upptökur og útsendingar á tónlist eftir hann. Samtals er um að ræða 75 lög á 5 diskum. Bjarni Hafþór segir að það hafi í raun verið eiginkona hans, Ingunn Wernersdóttir, sem stóð upp og sagði að nú þyrfti að gefa þetta út, að það yrði gert almennilega og með öllu tilheyrandi. Það varð síðan raunin. Mörg laga Bjarna Hafþórs eru þekkt en stór hluti laganna hefur ekki komið út áður. Lögin eru samin á heilu æviskeiði, tilefnin af ýmsum toga og þau því mjög ólík innbyrðis, popplög, ballöður, rokk, barnalög og allt þar á milli. Lögin eru frá árunum 1974-2016 og var 61 lag tekið upp í Lundgaard Studios í Danmörku í maí 2017, eftirvinnsla fór fram á Íslandi og tók eitt ár. Bjarni átti feikivinsæl lög með Skriðjöklunum og að sögn Bjarna lentu þau þar fyrir tilviljun. Annars hefur hann ekki mikið verið að auglýsa það sem hann hefur samið og oft verið spurður í gegnum tíðina hvar lögin séu. „Ég var alltaf í öðru og sinnti tónlist ekkert það mikið, en ég hef aldrei losnað við þörfina fyrir að semja lög og var bara að því fyrir sjálfan mig. Sjálfur hef eg aldrei farið fram sjálfur og spilað fyrir framan fólk.“ Gríðarleg vinna er á bak við plötuna og er tónlistarfólkið sem kemur að verkefninu samtals um 100 manns. Þar af eru söngvarar á plötunni 21.Útsetningar og stjórn voru í höndum Þóris Úlfarssonar. Bjarni gefur safnið út sjálfur og er það selt í Pennanum Eymundsson og á bensínstöðvum N1 um land allt. Einnig er allt safnið á Spotify og tonlist.is. Metnaðurinn á bak við útgáfu safnsins er mikill og skrifaðar voru út nótur fyrir öll lögin af Óskari Einarssyni sem fólk getur hlaðið niður endurgjaldslaust. Bjarni Hafþór segir að viðbrögðin við plötunni séu frábær enda sé um að ræða fjóra klukkutíma og tuttugu mínútur af tónlist. Svona verkefni er óhemju dýrt og mun ekki borga sig en Bjarni segir það vera forréttindi fyrir sig sem lagasmið að geta séð þetta allt saman á einum stað.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið