Íslenska landsliðið í knattspyrnu er lent í Rostov þar sem liðið leikur gegn Króatíu í síðatsa leik riðlakeppninnar á þriðjudag.
Strákarnir lentu á flugvellinum í Rostov klukkan sex að staðartíma en rúta íslenska liðsins beið við flugvélina er strákarnir lentu.
Við tekur klukkutíma akstur inn í borgina á hótelið þar sem strákarnir okkar dvelja fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu á þriðjudaginn.
Eiður Smári Guðjohnsen var með í flugvélinni en hann er einn sparkspekinga RÚV á meðan mótinu stendur. Hann spjallaði við formann KSÍ, Guðna Bergsson, áður en haldið var upp í rútu í Rostov.
Guðni og Eiður spjölluðu er strákarnir lentu í Rostov

Tengdar fréttir

HM í dag: Meint lyfjamisnotkun Rússa og ferðalag til Rostov
Hvíldin er stutt á milli leikja tvö og þrjú því það er strax komið að ferðadegi hjá karlalandsliðinu.

Svona var blaðamannafundur Emils og Kára í Kabardinka
Það er ferðadagur hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem heldur síðdegis til Rostov þar sem liðið mætir Króatíu í síðasta leik sínum í riðlakeppni HM á þriðjudaginn.

Truflar Króatíu ekkert að hvíla nokkra menn
Kári Árnason segir króatíska liðið svo gott að það getur alveg leyft sér að hvíla menn.

Sumarmessan: Átti Albert að koma inn á?
Dynamó þrasið var að á sínum stað í Sumarmessunni eftir leik Íslands og Nígeríu.