Ákærðir fyrir að halda tveimur konum nauðugum í allt að sex klukkutíma Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. júní 2018 11:15 Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur. Vísir/Hanna Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir frelsissviptingu og hótanir í garð tveggja kvenna. Annar maðurinn er auk þess ákærður fyrir líkamsárás og hinn fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Að því er fram kemur í frétt RÚV var málið þingfest fyrr í vikunni. Í ákæru kemur fram að hin meintu brot hafi verið framin í félagi aðfaranótt og að morgni mánudagsins 27. júní 2016 á heimili annars ákærða og sambýliskonu hans. Í ákæru er því lýst að annar ákærðu, sambýlismaður annarar konunnar, hafi tekið síma af annarri konunni, hótaði henni og sambýliskonu sinni ítrekað líkamsmeiðingum og veittist að sambýliskonu sinni með ofbeldi. Sló hana og hélt henni í gólfinu með líkamsþunga sínum, meðal annars með því að sitja ofan á henni. Sló hana hana með krepptum hnefa, skóhorni og/eða kylfu víðsvegar um líkamann, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að. Þá kleip hann með töng í fingur hennar, skar hár hennar með eggvopni og tróðu báðir ákærðu peysu í og yfir munn hennar.Hótaði ofbeldi og kynferðisofbeldi Þá hótaði hinn ákærði símleiðis að beita báðar konurnar ofbeldi og kynferðisofbeldi og eftir að hann kom á vettvang hótaði hann báðum konum ítrekað líkamsmeiðingum. Meðal annars greip hann í hár annarrar konunnar, bar hníf að hálsi hennar og síðan að kinn og hótaði henni að vinna hinni konunni mein með því að standa yfir henni með hamar á lofti og kom þannig í veg fyrir að konan myndi í símtali láta fyrrverandi kærasta sinn vita hvað var að gerast. Þegar konurnar náðu að yfirgefa íbúðina höfðu þær verið sviptar frelsi í um 4-6 klukkustundir, að því er fram kemur í ákæru. Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur. Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir frelsissviptingu og hótanir í garð tveggja kvenna. Annar maðurinn er auk þess ákærður fyrir líkamsárás og hinn fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Að því er fram kemur í frétt RÚV var málið þingfest fyrr í vikunni. Í ákæru kemur fram að hin meintu brot hafi verið framin í félagi aðfaranótt og að morgni mánudagsins 27. júní 2016 á heimili annars ákærða og sambýliskonu hans. Í ákæru er því lýst að annar ákærðu, sambýlismaður annarar konunnar, hafi tekið síma af annarri konunni, hótaði henni og sambýliskonu sinni ítrekað líkamsmeiðingum og veittist að sambýliskonu sinni með ofbeldi. Sló hana og hélt henni í gólfinu með líkamsþunga sínum, meðal annars með því að sitja ofan á henni. Sló hana hana með krepptum hnefa, skóhorni og/eða kylfu víðsvegar um líkamann, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að. Þá kleip hann með töng í fingur hennar, skar hár hennar með eggvopni og tróðu báðir ákærðu peysu í og yfir munn hennar.Hótaði ofbeldi og kynferðisofbeldi Þá hótaði hinn ákærði símleiðis að beita báðar konurnar ofbeldi og kynferðisofbeldi og eftir að hann kom á vettvang hótaði hann báðum konum ítrekað líkamsmeiðingum. Meðal annars greip hann í hár annarrar konunnar, bar hníf að hálsi hennar og síðan að kinn og hótaði henni að vinna hinni konunni mein með því að standa yfir henni með hamar á lofti og kom þannig í veg fyrir að konan myndi í símtali láta fyrrverandi kærasta sinn vita hvað var að gerast. Þegar konurnar náðu að yfirgefa íbúðina höfðu þær verið sviptar frelsi í um 4-6 klukkustundir, að því er fram kemur í ákæru. Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira