Southgate: Höfum oft vanmetið Svíþjóð en í dag voru gæðin okkar meiri Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júlí 2018 16:34 Það er ástríða í Southgate. vísir/getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var eðlilega himinlifandi með sigur enska landsliðsins gegn Svíum í átta liða úrslitunum á HM. Þeir ensku komnir í undanúrslit. „Við vissum að þetta myndi verða erfiður leikur eftir leikinn gegn Kólumbíu eftir allan þann tilfinningarússíbana og orkuna sem fór í leikinn,” sagði Southgate í leikslok. „Að ná að lyfta okkur aftur upp var öðruvísi verkefni og Svíarnir leyfðu okkur ekkert að spila. Sveigjanleikinn og samstaðan í dag var mjög mikilvæg.” „Við vissum að við myndum hafa boltann mikið en spurningin var hvort við myndum ná að brjóta þá niður. Við vorum með nokkrar leikstöður þar sem við gætum gert það og fengum mörk úr þeim báðum.” Fyrra mark Englands kom úr föstu leikatriði sem Harry Maguire skoraði úr og síðara markið kom eftir skalla Delle Alli eftir fyrirgjöf Jesse Lingaard. „Við skoruðum úr föstu leikatriði því við komumst í góðar stöður á vellinum. Svíþjóð er vel skipulagt lið, þeir gera hlutina erfiða og undanfarin ár höfum við vanmetið þá.” „Í dag var baráttan hjá okkur jöfn þeirra en við höfðum aðeins meiri gæði,” sagði Southgate að lokum sem er að gera frábæra hluti með Englandi. Næst hrósaði Southgate enska hópnum og segir að þetta sé verk þeirra allra, ekki bara þeirra sem hafa spilað leikina. „Þú getur ekki bara gert þetta með ellefu leikmenn. Sumir leikmennirnir hafa ekki spilað mikið en hugur þeirra á æfingum er stór ástæðan fyrir því að við erum í undanúrslitunum. Leikmenn eins og Jones, Cahill og Welbeck.” „Að spila í Moskvu verður ótrúleg upplifun en við vitum ekki hverja við spilum við. Við munum njóta kvöldsins. Það er ekki oft sem þetta gerist en við munum njóta þess.” HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var eðlilega himinlifandi með sigur enska landsliðsins gegn Svíum í átta liða úrslitunum á HM. Þeir ensku komnir í undanúrslit. „Við vissum að þetta myndi verða erfiður leikur eftir leikinn gegn Kólumbíu eftir allan þann tilfinningarússíbana og orkuna sem fór í leikinn,” sagði Southgate í leikslok. „Að ná að lyfta okkur aftur upp var öðruvísi verkefni og Svíarnir leyfðu okkur ekkert að spila. Sveigjanleikinn og samstaðan í dag var mjög mikilvæg.” „Við vissum að við myndum hafa boltann mikið en spurningin var hvort við myndum ná að brjóta þá niður. Við vorum með nokkrar leikstöður þar sem við gætum gert það og fengum mörk úr þeim báðum.” Fyrra mark Englands kom úr föstu leikatriði sem Harry Maguire skoraði úr og síðara markið kom eftir skalla Delle Alli eftir fyrirgjöf Jesse Lingaard. „Við skoruðum úr föstu leikatriði því við komumst í góðar stöður á vellinum. Svíþjóð er vel skipulagt lið, þeir gera hlutina erfiða og undanfarin ár höfum við vanmetið þá.” „Í dag var baráttan hjá okkur jöfn þeirra en við höfðum aðeins meiri gæði,” sagði Southgate að lokum sem er að gera frábæra hluti með Englandi. Næst hrósaði Southgate enska hópnum og segir að þetta sé verk þeirra allra, ekki bara þeirra sem hafa spilað leikina. „Þú getur ekki bara gert þetta með ellefu leikmenn. Sumir leikmennirnir hafa ekki spilað mikið en hugur þeirra á æfingum er stór ástæðan fyrir því að við erum í undanúrslitunum. Leikmenn eins og Jones, Cahill og Welbeck.” „Að spila í Moskvu verður ótrúleg upplifun en við vitum ekki hverja við spilum við. Við munum njóta kvöldsins. Það er ekki oft sem þetta gerist en við munum njóta þess.”
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira