Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH SAR skrifar 3. júlí 2018 06:00 Frá samstöðufundi með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara fyrr á árinu. Vísir/rakel „Við reynum að taka því sem að höndum ber. Þetta er í rauninni krísustjórnun,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, um þá stöðu sem upp er komin vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem tóku gildi síðastliðinn sunnudag. Sérstök aðgerðaáætlun hefur verið sett upp á spítalanum og segir Linda að þegar hafi reynt á hana. Staðan hafi verið þokkaleg á sunnudag og mánudag en ástandið sé metið frá vakt til vaktar. Einhverjar konur hafi verið útskrifaðar fyrr í heimaþjónustu og aðrar sendar annað. Linda segir samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir hafa gengið ágætlega. Þannig hafi valkeisaraskurðum verið beint annað. „Það er heilmikið af áhyggjufullum verðandi foreldrum sem hafa samband. Okkur finnst það mjög erfitt en við reynum að útskýra stöðuna og aðgerðaáætlunina fyrir fólki.Sjá einnig: Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Fyrstu tveir dagarnir hafa verið þokkalega rólegir en við óttumst það þegar við fáum holskeflu, hvað gerum við þá? Það mun fyrst verulega reyna á þegar deildin fyllist. Það er tilviljun að það hafi verið rólegt fram að þessu.“ Linda segir að mönnunin nú sé 60 prósent miðað við lágmarksmönnun. „Það vantar ljósmæður á allar vaktir. Þetta er mjög erfitt.“Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag. Fréttablaðið/ernirAuk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin hafa átján til viðbótar sagt upp. Linda segir að tæplega 150 ljósmæður starfi á sviðinu í tæplega 100 stöðugildum. Hér sé því um að ræða verulega stórt hlutfall vinnuaflsins. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, vill að heilbrigðisráðherra og fulltrúar Landspítala komi á fund nefndarinnar til að ræða stöðuna. „Þetta er mjög alvarleg staða. Okkur finnst mjög mikilvægt að fá upplýsingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöðunni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þetta eru ekki launahækkanir sem ljósmæður eru að biðja um heldur launaleiðrétting.“ Í gærkvöldi var ákveðið að boða til fundar í velferðarnefnd klukkan 14.30 í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta samningafundar á fimmtudag. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
„Við reynum að taka því sem að höndum ber. Þetta er í rauninni krísustjórnun,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, um þá stöðu sem upp er komin vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem tóku gildi síðastliðinn sunnudag. Sérstök aðgerðaáætlun hefur verið sett upp á spítalanum og segir Linda að þegar hafi reynt á hana. Staðan hafi verið þokkaleg á sunnudag og mánudag en ástandið sé metið frá vakt til vaktar. Einhverjar konur hafi verið útskrifaðar fyrr í heimaþjónustu og aðrar sendar annað. Linda segir samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir hafa gengið ágætlega. Þannig hafi valkeisaraskurðum verið beint annað. „Það er heilmikið af áhyggjufullum verðandi foreldrum sem hafa samband. Okkur finnst það mjög erfitt en við reynum að útskýra stöðuna og aðgerðaáætlunina fyrir fólki.Sjá einnig: Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Fyrstu tveir dagarnir hafa verið þokkalega rólegir en við óttumst það þegar við fáum holskeflu, hvað gerum við þá? Það mun fyrst verulega reyna á þegar deildin fyllist. Það er tilviljun að það hafi verið rólegt fram að þessu.“ Linda segir að mönnunin nú sé 60 prósent miðað við lágmarksmönnun. „Það vantar ljósmæður á allar vaktir. Þetta er mjög erfitt.“Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag. Fréttablaðið/ernirAuk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin hafa átján til viðbótar sagt upp. Linda segir að tæplega 150 ljósmæður starfi á sviðinu í tæplega 100 stöðugildum. Hér sé því um að ræða verulega stórt hlutfall vinnuaflsins. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, vill að heilbrigðisráðherra og fulltrúar Landspítala komi á fund nefndarinnar til að ræða stöðuna. „Þetta er mjög alvarleg staða. Okkur finnst mjög mikilvægt að fá upplýsingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöðunni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þetta eru ekki launahækkanir sem ljósmæður eru að biðja um heldur launaleiðrétting.“ Í gærkvöldi var ákveðið að boða til fundar í velferðarnefnd klukkan 14.30 í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta samningafundar á fimmtudag.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56
Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00