Þetta er annar heimsmeistaratitill Frakka í sögunni en það lyfti síðast Jules Rimet-styttunni fyrir 20 árum eftir sigur á Brasilíu í úrslitaleik á heimavelli.
Pogba hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir spilamennsku sína með Manchester United en hann fékk nánast bara lof fyrir það sem hann gerði með franska liðinu á HM í Rússlandi.
Miðjumaðurinn öflugi virðist ekki bara hafa verið lykilmaður innan vallar heldur líka utan vallar eins og sést í myndbroti innan úr klefa franska liðsins.
Þar heldur Pogba mikla ræðu um mikilvægi leiksins og það sem að hann vill sjá frá liðsfélögum sínum í leiknum.
„Við erum einum leik frá sögubókunum. Ég vil að öll franska þjóðin muni eftir þessum degi, börn hennar og barnabörn. Ég vil að við lifum í minningum þeirra að eilífu. Ég vil að við verðum stríðsmenn og ég vil sjá gleðitár. Koma svo!“ segir Pogba í ræðunni sem má sjá hér að neðan.
Incredible leadership. @paulpogba delivers the team talk of his life, minutes before the #WorldCup final. Watch, listen, soak it in. This is football. #UpYourGame Cc: @FIFAWorldCup pic.twitter.com/Mxj02p1et8
— SOCCER SUPPLEMENT® (@SocSupplement) July 18, 2018