Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 07:36 Elon Musk hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Rekstur Tesla hefur gengið brösulega og furðuleg tíst hans hafa ekki bætt úr skák. Vísir/getty Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar á því að hafa kallað hann barnaníðing. Musk segir að hann hafi misst ásökunina út úr sér í bræðiskasti.Nonetheless, his actions against me do not justify my actions against him, and for that I apologize to Mr. Unsworth and to the companies I represent as leader. The fault is mine and mine alone.— Elon Musk (@elonmusk) July 18, 2018 Hinar furðulegu deilur Musk og Unsworth má rekja til björgunar tælensku fótboltadrengjanna tólf, sem festust í helli undir lok júnímánaðar. Til að aðstoða björgunarsveitir í aðgerðunum fékk Musk vísindamenn sína hjá Tesla til að útbúa kafbát, sem hann svo sendi til norðurhluta Tælands. Kafbáturinn kom ekki að notum, enda þótti hann stór og klunnalegur. Kafarinn Unsworth sagði þannig í samtali við fjölmiðla að Musk hafi mátt vita frá upphafi að kafbáturinn væri gagnslaus. Smíði hans litaðist því líklega af athyglissýki tæknitröllsins, sem hefur átt undir högg að sækja á síðustu misserum og þyrfti á jákvæðri umfjöllun að halda.Sjá einnig: Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“Musk brást ókvæða við ummælum kafarans. Hann sendi frá fjölmargar færslur á Twitter þar sem hann gangrýndi Unsworth og bætti við að kafbáturinn hans væri víst vandanum vaxinn. Hann lauk einu tístinu með því að kalla Unsworth barnaníðing - sem fór öfugt ofan í marga. Kafarinn sagðist sjálfur á dögunum ætla að sækja Musk til saka vegna ummælannna. Musk hefur nú beðist afsökunar á ummælunum. Bræðin hafi byrgt honum sýn. „Framkoma hans gegn mér réttlætir ekki framkomu mína gagnvart honum, á því biðst ég afsökunar,“ segir Musk. Hann segist hafa snöggreiðst því kafarinn hafi gefið í skyn að Musk hafi „stundað kynferðislegt athæfi með kafbátnum,“ eins og tæknifrömuðurinn orðar það. Til hvaða ummæla hann er að vísa er óljóst en ætla má að um sé að ræða hvatningu kafarans til Musk um að „troða kafbátnum þangað sem sólin skín ekki.“ Aðrir stjórnarmenn í Tesla taka afsökunarbeiðni Musk eflaust fagnandi enda féll hlutabréfaverðið í fyrirtækinum um 3,5 prósent eftir barnaníðingsummælin. Hluthafar hafa hvatt Musk til að gæta orða sinna á opinberum vettvangi til að sporna við öðru verðhruni. Fastir í helli í Taílandi Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar á því að hafa kallað hann barnaníðing. Musk segir að hann hafi misst ásökunina út úr sér í bræðiskasti.Nonetheless, his actions against me do not justify my actions against him, and for that I apologize to Mr. Unsworth and to the companies I represent as leader. The fault is mine and mine alone.— Elon Musk (@elonmusk) July 18, 2018 Hinar furðulegu deilur Musk og Unsworth má rekja til björgunar tælensku fótboltadrengjanna tólf, sem festust í helli undir lok júnímánaðar. Til að aðstoða björgunarsveitir í aðgerðunum fékk Musk vísindamenn sína hjá Tesla til að útbúa kafbát, sem hann svo sendi til norðurhluta Tælands. Kafbáturinn kom ekki að notum, enda þótti hann stór og klunnalegur. Kafarinn Unsworth sagði þannig í samtali við fjölmiðla að Musk hafi mátt vita frá upphafi að kafbáturinn væri gagnslaus. Smíði hans litaðist því líklega af athyglissýki tæknitröllsins, sem hefur átt undir högg að sækja á síðustu misserum og þyrfti á jákvæðri umfjöllun að halda.Sjá einnig: Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“Musk brást ókvæða við ummælum kafarans. Hann sendi frá fjölmargar færslur á Twitter þar sem hann gangrýndi Unsworth og bætti við að kafbáturinn hans væri víst vandanum vaxinn. Hann lauk einu tístinu með því að kalla Unsworth barnaníðing - sem fór öfugt ofan í marga. Kafarinn sagðist sjálfur á dögunum ætla að sækja Musk til saka vegna ummælannna. Musk hefur nú beðist afsökunar á ummælunum. Bræðin hafi byrgt honum sýn. „Framkoma hans gegn mér réttlætir ekki framkomu mína gagnvart honum, á því biðst ég afsökunar,“ segir Musk. Hann segist hafa snöggreiðst því kafarinn hafi gefið í skyn að Musk hafi „stundað kynferðislegt athæfi með kafbátnum,“ eins og tæknifrömuðurinn orðar það. Til hvaða ummæla hann er að vísa er óljóst en ætla má að um sé að ræða hvatningu kafarans til Musk um að „troða kafbátnum þangað sem sólin skín ekki.“ Aðrir stjórnarmenn í Tesla taka afsökunarbeiðni Musk eflaust fagnandi enda féll hlutabréfaverðið í fyrirtækinum um 3,5 prósent eftir barnaníðingsummælin. Hluthafar hafa hvatt Musk til að gæta orða sinna á opinberum vettvangi til að sporna við öðru verðhruni.
Fastir í helli í Taílandi Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02
Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10