Segir bölvun hvíla á nafni Simbabve Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Nelson Chamisa. Vísir/AP Nelson Chamisa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, lofaði því í gær að ef hann kæmist til valda myndi hann breyta nafni ríkisins. „Simbabve getur ekki verið Simbabve áfram því Simbabve hefur verið lagt í rúst. Bölvun hvílir á nafninu og það sést á linnulausum ósigrum íþróttaliða okkar,“ sagði Chamisa. Þess í stað lagði Chamisa til að þetta Afríkuríki fengi nafnið Mikla Simbabve. „Við munum kalla okkur Mikla Simbabve vegna þeirra frábæru tíma sem eru fram undan.“ Þá hét hann því einnig að færa þingið til borgarinnar Gweru, þótt Harare yrði áfram höfuðborg, og að gera borgina Mutare að ferðamennskuhöfuðborg landsins. Forsetakosningar fara fram í Simbabve þann 30. þessa mánaðar. Fyrstu kosningarnar eftir langa valdatíð Roberts Mugabe. Sitjandi forseti, Emmerson Mnangagwa, þykir líklegastur til að bera sigur úr býtum en könnun Afrobarometer frá því í síðasta mánuði sýnir að hann nýtur stuðnings 42 prósenta kjósenda samanborið við 31 prósent Chamisa. Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar. MDC-T hefur til að mynda haldið því fram að ríkisstjórnin hafi sett hina framliðnu á kjörskrá. Þá hafa eftirlitsaðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum haldið því fram að Simbabve sé einfaldlega ekki tilbúið til þess að þar geti farið fram frjálsar, sanngjarnar og trúverðugar kosningar. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Nelson Chamisa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, lofaði því í gær að ef hann kæmist til valda myndi hann breyta nafni ríkisins. „Simbabve getur ekki verið Simbabve áfram því Simbabve hefur verið lagt í rúst. Bölvun hvílir á nafninu og það sést á linnulausum ósigrum íþróttaliða okkar,“ sagði Chamisa. Þess í stað lagði Chamisa til að þetta Afríkuríki fengi nafnið Mikla Simbabve. „Við munum kalla okkur Mikla Simbabve vegna þeirra frábæru tíma sem eru fram undan.“ Þá hét hann því einnig að færa þingið til borgarinnar Gweru, þótt Harare yrði áfram höfuðborg, og að gera borgina Mutare að ferðamennskuhöfuðborg landsins. Forsetakosningar fara fram í Simbabve þann 30. þessa mánaðar. Fyrstu kosningarnar eftir langa valdatíð Roberts Mugabe. Sitjandi forseti, Emmerson Mnangagwa, þykir líklegastur til að bera sigur úr býtum en könnun Afrobarometer frá því í síðasta mánuði sýnir að hann nýtur stuðnings 42 prósenta kjósenda samanborið við 31 prósent Chamisa. Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar. MDC-T hefur til að mynda haldið því fram að ríkisstjórnin hafi sett hina framliðnu á kjörskrá. Þá hafa eftirlitsaðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum haldið því fram að Simbabve sé einfaldlega ekki tilbúið til þess að þar geti farið fram frjálsar, sanngjarnar og trúverðugar kosningar.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35
Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21