Fékk skilorð vegna tafa við rannsókn máls hjá lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 07:00 Yfir tíu kíló af marijúana voru gerð upptæk auk ýmiss konar búnaðar til ræktunar. Fréttablaðið/Valli Maður sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. júlí fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði fékk skilorðsbundinn dóm, meðal annars vegna þess hve langur tími leið frá upphafi rannsóknar þar til ákært var í málinu. Rannsókn málsins hófst í byrjun apríl 2014. Tveir voru grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir játuðu báðir í skýrslutöku hjá lögreglu 3. apríl. Kristján sagðist hafa staðið einn að ræktuninni og að Jan hefði ekki vitað af henni. Jan sagðist hins vegar, í skýrslutöku sama dag, sjálfur hafa staðið einn að ræktuninni og sagði Kristján ekkert hafa vitað um hana. Þremur árum síðar, eða 24. apríl 2017, mætti Kristján aftur til skýrslugjafar hjá lögreglu og sagði að tveimur dögum áður en kannabisræktunin var upprætt hefði Jan sýnt honum ræktunina og spurt hvort hann væri tilbúinn til að taka hana á sig ef lögregla kæmi til með að uppgötva hana. Hefði Jan lofað honum peningagreiðslu fyrir að taka á sig sök. Þótt samningar um fjárhæðina hefðu ekki tekist þegar lögreglan upprætti ræktunina, hefði Kristján tekið á sig sökina eins og þeir hefðu samið um. Hálfu ári síðar, í nóvember 2017, var ákæra gefin út á hendur þeim báðum.Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur.VísirVið aðalmeðferð málsins játaði Jan að hafa beðið Kristján að taka á sig sök í málinu og hefði hann ætlað að greiða honum fyrir það. Bar Kristján því við að hafa verið í mikilli neyslu á þeim tíma sem hann var beðinn að taka á sig sökina og á leiðinni í fangelsi hvort eð er. Fram kemur í dóminum að Kristján var dæmdur í sextán mánaða fangelsi nokkrum dögum áður en ræktunin var upprætt. Sagðist Kristján hafa rætt málið við saksóknara sem hafði málið til meðferðar hjá lögreglu og sagði málið þá hafa verið sent aftur til rannsóknar. Ekki hefði hins vegar verið rætt við hann aftur um málið. Að mati dómsins eru frásagnir þeirra Jans og Kristjáns ótrúverðugar um að Kristján hafi ranglega játað á sig sök í öndverðu. Hins vegar skuli reisa á þeim sönnunargögnum sem lögð eru fyrir dóm og enginn sem gaf skýrslu fyrir dómi hafi borið að Kristján hafi komið að ræktuninni og ekkert annað sé handfast um sekt hans í málinu annað en játning hans hjá lögreglu sem hann dró síðar til baka bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þrátt fyrr það sem dragi úr trúverðugleika þess að Kristján hafi í raun og veru ranglega tekið sök í málinu, verði ekki litið svo á að sök hans hafi verið sönnuð þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa. Var Kristján því sýknaður af ákærunni. Jan var því einn sakfelldur í málinu og við ákvörðun refsingar var tekið mið af hreinu sakavottorði hans, játningu og því að ákæra var ekki gefin út í málinu fyrr en í nóvember 2017, meira en hálfu fjórða ári eftir að málið kom upp, í apríl 2014. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Maður sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. júlí fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði fékk skilorðsbundinn dóm, meðal annars vegna þess hve langur tími leið frá upphafi rannsóknar þar til ákært var í málinu. Rannsókn málsins hófst í byrjun apríl 2014. Tveir voru grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir játuðu báðir í skýrslutöku hjá lögreglu 3. apríl. Kristján sagðist hafa staðið einn að ræktuninni og að Jan hefði ekki vitað af henni. Jan sagðist hins vegar, í skýrslutöku sama dag, sjálfur hafa staðið einn að ræktuninni og sagði Kristján ekkert hafa vitað um hana. Þremur árum síðar, eða 24. apríl 2017, mætti Kristján aftur til skýrslugjafar hjá lögreglu og sagði að tveimur dögum áður en kannabisræktunin var upprætt hefði Jan sýnt honum ræktunina og spurt hvort hann væri tilbúinn til að taka hana á sig ef lögregla kæmi til með að uppgötva hana. Hefði Jan lofað honum peningagreiðslu fyrir að taka á sig sök. Þótt samningar um fjárhæðina hefðu ekki tekist þegar lögreglan upprætti ræktunina, hefði Kristján tekið á sig sökina eins og þeir hefðu samið um. Hálfu ári síðar, í nóvember 2017, var ákæra gefin út á hendur þeim báðum.Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur.VísirVið aðalmeðferð málsins játaði Jan að hafa beðið Kristján að taka á sig sök í málinu og hefði hann ætlað að greiða honum fyrir það. Bar Kristján því við að hafa verið í mikilli neyslu á þeim tíma sem hann var beðinn að taka á sig sökina og á leiðinni í fangelsi hvort eð er. Fram kemur í dóminum að Kristján var dæmdur í sextán mánaða fangelsi nokkrum dögum áður en ræktunin var upprætt. Sagðist Kristján hafa rætt málið við saksóknara sem hafði málið til meðferðar hjá lögreglu og sagði málið þá hafa verið sent aftur til rannsóknar. Ekki hefði hins vegar verið rætt við hann aftur um málið. Að mati dómsins eru frásagnir þeirra Jans og Kristjáns ótrúverðugar um að Kristján hafi ranglega játað á sig sök í öndverðu. Hins vegar skuli reisa á þeim sönnunargögnum sem lögð eru fyrir dóm og enginn sem gaf skýrslu fyrir dómi hafi borið að Kristján hafi komið að ræktuninni og ekkert annað sé handfast um sekt hans í málinu annað en játning hans hjá lögreglu sem hann dró síðar til baka bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þrátt fyrr það sem dragi úr trúverðugleika þess að Kristján hafi í raun og veru ranglega tekið sök í málinu, verði ekki litið svo á að sök hans hafi verið sönnuð þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa. Var Kristján því sýknaður af ákærunni. Jan var því einn sakfelldur í málinu og við ákvörðun refsingar var tekið mið af hreinu sakavottorði hans, játningu og því að ákæra var ekki gefin út í málinu fyrr en í nóvember 2017, meira en hálfu fjórða ári eftir að málið kom upp, í apríl 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira