Nú geta bíllausir viðskiptavinir IKEA fengið smájeppa lánaðan til þess að flytja innkaupavörur sínar heim, ókeypis.
Bílaumboðið Hekla og húsgagnaverslunin IKEA bjóða nú í sameiningu upp á afnot af Mitsubishi Outlander PHEV bíl fyrir viðskiptavini IKEA til þess að koma innkaupavörum sínum heim, án endurgjalds.
IKEA og Hekla unnu áður saman í ágúst 2016 þegar fyrirtækin sameinuðust í því að setja upp tíu hleðslustöðvar fyrir raf- og tengiltvinnbíla við verslunina. Nú eru hleðslustöðvarnar orðnar 60 talsins.
Viðskiptavinir fá afnot af bílnum í tvær klukkustundir. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja mánaða.
IKEA lánar viðskiptavinum bíl án endurgjalds

Tengdar fréttir

Stól úr IKEA breytt í flugvél
Strákarnir sem halda úti youtuberásinni Flitetest eru þekktir fyrir sinn mikla áhuga á fjarstýrðum flugvélum og alls konar fikti.

IKEA innkallar reiðhjól
IKEA á Íslandi hefur ákveðið að innkalla hin svokölluðu SLADDA reiðhól.