Mörgum finnst valið standa á milli Luka Modric og N'Golo Kante Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2018 06:00 Luka Modric og N'Golo Kante. Vísir/Samsett/Getty Úrslitin ráðast á heimsmeistaramótinu í fótbolta á sunnudaginn þegar Frakkar taka á móti Króötum á Luzhniki leikvanginum í Moskvu. Tveir leikmenn gætu möguleika að vera að spila um aðeins meira en heimsmeistaratitilinn í þessum leik. Margir knattspyrnuspekingar eru á því að baráttan um Gullboltann, verðlaunin sem besti leikmaður keppninnar, standi helst á milli þeirra Luka Modric hjá Króatíu og N’Golo Kante hjá Frakklandi. Það koma vissulega aðrir til greina, frönsku leikmennirnir Kylian Mbappe og Paul Pogba sem dæmi en líka menn eins og Harry Kane og Eden Hazard. Mestar líkur eru á því að valið standi á milli Modric og Kante. Það er samt ekki hægt að treysta á það að sigur í úrslitaleiknum tryggi mönnum Gullboltann á HM. Lionel Messi tapaði úrslitaleiknum fyrir fjórum árum en var kosinn og sömu sögu er að segja af Zinedine Zidane árið 2006 og þeim Ronaldo 1998 og Oliver Kahn 2002. Þá ætti Harry Kane, væntanlegur markakóngur, að eiga ágæta möguleika út frá sögunni alveg eins og það var Úrúgvæinn Diego Forlan sem fékk Gullboltann á HM 2010 þrátt fyrir að komast ekki í úrslitaleikinn. Belginn Eden Hazard er líka einn sem kemur til greina eftir flotta spilamennsku síns en líka og Kane þá spilar hann „bara“ um þriðja sætið um helgina. Luka Modric og N’Golo Kante hafa hinsvegar báðir átt frábært heimsmeistaramót. Modric hefur stjórnað miðjunni í sögulegri sigurgöngu króatíska liðsins og Kante hefur stoppað hverja sókn andstæðinga Frakka á fætur annarri. Luka Modric gerir allt á miðju króatíska liðsins og hefur einnig skorað tvö mörk á mótinu. Hann stýrir tempóinu, brýtur upp varnir mótherjanna með flugbeittum sendingum og hefur auk þess unnið ástríðufulla varnarvinnu í leikjunum sex. Það er ekki síst trú og drifkraftur Modric sem hefur hjálpað Króötum að koma til baka í öllum þremur leikjum sínum í útsláttarkeppninni. N’Golo Kante hefur einnig verið magnaður á miðju franska liðsins og frábærar varnarlína liðsins á honum mikið að þakka. Frakkar hafa aðeins fengið á sig 0,88 mörk í leik á mótinu enda er ekki auðvelt fyrir mótherja að hefja sóknir þegar Kante er alltaf nálægt. Yfirferðin hans er engu lík. Lýsendur tala oft um að það sé eins og það séu fleiri en Kante inn á vellinum og liðsfélagi hans Paul Pogba grínaðist með það að það væri eins og Kante væri með fimmtán lungu.Þessir hafa fengið Gullboltann í síðustu HM-keppnum:HM á Spáni 1982 Paolo Rossi frá Ítalíu (heimsmeistari)HM í Mexíkó 1986 Diego Maradona frá Argentínu (heimsmeistari)HM á Ítalíu 1990 Salvatore Schillaci frá Ítalíu (3. sæti og markakóngur)HM í Bandaríkjunum 1994 Romário frá Brasilíu (heimsmeistari)HM í Frakklandi 1998 Ronaldo frá Brasilíu (silfurverðlaun)HM í Japan og Suður-Kóreu 2002 Oliver Kahn frá Þýskalandi (silfurverðlaun)HM í Þýskalandi 2006 Zinedine Zidane frá Frakklandi (silfurverðlaun)HM í Suður-Afríku 2010 Diego Forlán (3. sæti og einn af markahæstu mönnunum)HM í Brasilíu 2014 Lionel Messi frá Argentínu (silfurverðlaun) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Sjá meira
Úrslitin ráðast á heimsmeistaramótinu í fótbolta á sunnudaginn þegar Frakkar taka á móti Króötum á Luzhniki leikvanginum í Moskvu. Tveir leikmenn gætu möguleika að vera að spila um aðeins meira en heimsmeistaratitilinn í þessum leik. Margir knattspyrnuspekingar eru á því að baráttan um Gullboltann, verðlaunin sem besti leikmaður keppninnar, standi helst á milli þeirra Luka Modric hjá Króatíu og N’Golo Kante hjá Frakklandi. Það koma vissulega aðrir til greina, frönsku leikmennirnir Kylian Mbappe og Paul Pogba sem dæmi en líka menn eins og Harry Kane og Eden Hazard. Mestar líkur eru á því að valið standi á milli Modric og Kante. Það er samt ekki hægt að treysta á það að sigur í úrslitaleiknum tryggi mönnum Gullboltann á HM. Lionel Messi tapaði úrslitaleiknum fyrir fjórum árum en var kosinn og sömu sögu er að segja af Zinedine Zidane árið 2006 og þeim Ronaldo 1998 og Oliver Kahn 2002. Þá ætti Harry Kane, væntanlegur markakóngur, að eiga ágæta möguleika út frá sögunni alveg eins og það var Úrúgvæinn Diego Forlan sem fékk Gullboltann á HM 2010 þrátt fyrir að komast ekki í úrslitaleikinn. Belginn Eden Hazard er líka einn sem kemur til greina eftir flotta spilamennsku síns en líka og Kane þá spilar hann „bara“ um þriðja sætið um helgina. Luka Modric og N’Golo Kante hafa hinsvegar báðir átt frábært heimsmeistaramót. Modric hefur stjórnað miðjunni í sögulegri sigurgöngu króatíska liðsins og Kante hefur stoppað hverja sókn andstæðinga Frakka á fætur annarri. Luka Modric gerir allt á miðju króatíska liðsins og hefur einnig skorað tvö mörk á mótinu. Hann stýrir tempóinu, brýtur upp varnir mótherjanna með flugbeittum sendingum og hefur auk þess unnið ástríðufulla varnarvinnu í leikjunum sex. Það er ekki síst trú og drifkraftur Modric sem hefur hjálpað Króötum að koma til baka í öllum þremur leikjum sínum í útsláttarkeppninni. N’Golo Kante hefur einnig verið magnaður á miðju franska liðsins og frábærar varnarlína liðsins á honum mikið að þakka. Frakkar hafa aðeins fengið á sig 0,88 mörk í leik á mótinu enda er ekki auðvelt fyrir mótherja að hefja sóknir þegar Kante er alltaf nálægt. Yfirferðin hans er engu lík. Lýsendur tala oft um að það sé eins og það séu fleiri en Kante inn á vellinum og liðsfélagi hans Paul Pogba grínaðist með það að það væri eins og Kante væri með fimmtán lungu.Þessir hafa fengið Gullboltann í síðustu HM-keppnum:HM á Spáni 1982 Paolo Rossi frá Ítalíu (heimsmeistari)HM í Mexíkó 1986 Diego Maradona frá Argentínu (heimsmeistari)HM á Ítalíu 1990 Salvatore Schillaci frá Ítalíu (3. sæti og markakóngur)HM í Bandaríkjunum 1994 Romário frá Brasilíu (heimsmeistari)HM í Frakklandi 1998 Ronaldo frá Brasilíu (silfurverðlaun)HM í Japan og Suður-Kóreu 2002 Oliver Kahn frá Þýskalandi (silfurverðlaun)HM í Þýskalandi 2006 Zinedine Zidane frá Frakklandi (silfurverðlaun)HM í Suður-Afríku 2010 Diego Forlán (3. sæti og einn af markahæstu mönnunum)HM í Brasilíu 2014 Lionel Messi frá Argentínu (silfurverðlaun)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Sjá meira