Nýr skólastjóri þarf að lægja öldurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 06:05 Rúmlega 200 manns skrifuðu undir áskorun þar sem kallað var eftir viðbrögðum vegna stöðu mála í Breiðholtsskóla. VÍSIR/ERNIR Ásta Bjarney Elíasdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Breiðholtsskóla. Hún tekur við starfinu af Jónínu Ágústsdóttur. Ráðning Ástu kemur í kjölfar mikillar óánægju hóps foreldra og skólastjórnenda á síðustu misserum með starfsandann í skólanum. Ítrekað hefur verið greint frá ósættinu sem er sagt hafa bitnað á skólastarfi Breiðholtsskóla svo mánuðum skiptir. Bæði kennarar og tugir nemenda hafa hætt í skólanum sökum óánægjunnar. Í kjölfar undirskriftasöfnunar þar sem nemendur og foreldrar þeirra kölluðu eftir viðbrögðum frá borgaryfirvöldum ákvað skóla- og frístundasvið borgarinnar að bregðast við. Ætla má að ráðning Ástu sé liður í þeim viðbrögðum.Sjá einnig: Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Á vef Reykjavíkurborgar segir að Ásta hafi lokið B.Ed. í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands, hún sé með diplómu í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands og M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari í sjö ár, sem deildarstjóri í tvö ár, sem aðstoðarskólastjóri í sjö ár og nú síðast sem skólastjóri Húsaskóla frá 2012. Á vef borgarinnar kemur jafnframt fram að Birna Sif Bjarnadóttir hafi verið ráðin sem skólastjóri Ölduselsskóla. Birna Sif hefur lokið M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ. Birna Sif hefur starfað sem grunnskólakennari í 10 ár, sem deildarstjóri í eitt ár og sem aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla í eitt ár, þar sem hún leysti einnig skólastjóra af um lengri og skemmri tíma. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Ætla að bregðast við áskorun foreldra vegna Breiðholtsskóla Skóla-og frístundasvið mun fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur í Breiðholtsskóla. 27. mars 2018 21:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Ásta Bjarney Elíasdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Breiðholtsskóla. Hún tekur við starfinu af Jónínu Ágústsdóttur. Ráðning Ástu kemur í kjölfar mikillar óánægju hóps foreldra og skólastjórnenda á síðustu misserum með starfsandann í skólanum. Ítrekað hefur verið greint frá ósættinu sem er sagt hafa bitnað á skólastarfi Breiðholtsskóla svo mánuðum skiptir. Bæði kennarar og tugir nemenda hafa hætt í skólanum sökum óánægjunnar. Í kjölfar undirskriftasöfnunar þar sem nemendur og foreldrar þeirra kölluðu eftir viðbrögðum frá borgaryfirvöldum ákvað skóla- og frístundasvið borgarinnar að bregðast við. Ætla má að ráðning Ástu sé liður í þeim viðbrögðum.Sjá einnig: Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Á vef Reykjavíkurborgar segir að Ásta hafi lokið B.Ed. í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands, hún sé með diplómu í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands og M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari í sjö ár, sem deildarstjóri í tvö ár, sem aðstoðarskólastjóri í sjö ár og nú síðast sem skólastjóri Húsaskóla frá 2012. Á vef borgarinnar kemur jafnframt fram að Birna Sif Bjarnadóttir hafi verið ráðin sem skólastjóri Ölduselsskóla. Birna Sif hefur lokið M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ. Birna Sif hefur starfað sem grunnskólakennari í 10 ár, sem deildarstjóri í eitt ár og sem aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla í eitt ár, þar sem hún leysti einnig skólastjóra af um lengri og skemmri tíma.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Ætla að bregðast við áskorun foreldra vegna Breiðholtsskóla Skóla-og frístundasvið mun fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur í Breiðholtsskóla. 27. mars 2018 21:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00
Ætla að bregðast við áskorun foreldra vegna Breiðholtsskóla Skóla-og frístundasvið mun fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur í Breiðholtsskóla. 27. mars 2018 21:00