Hvers vegna sjálfstætt starfandi skóla? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. júlí 2018 10:45 Nú þegar nýjar sveitastjórnir taka til starfa ríkir eftirvænting hjá skólafólki. Hún byggir á loforðum sem fara jafnan hátt í aðdraganda kosninga. Gefum í, bætum umhverfi kennara, hækkum launin þeirra og sköpum aðstæður fyrir fjölbreytt og framsækið skólastarf. Við hjá sjálfstæðum skólum erum ekki síður spennt fyrir því hvernig nýir meirihlutar horfa til menntunar í sínu sveitarfélagi næstu fjögur árin, enda rekstrarumhverfi sjálfstæðra leik- og grunnskóla alfarið bundið við útfærslur hvers sveitarfélags á lögum og þar hafa pólitískar áherslur og sýn mikil áhrif. Margir tala fyrir mikilvægi fjölbreyttu námsframboði. Námsframboði, þar sem allir geta notið menntunar óháð styrk í bóklegu eða verklegu námi. Sjálfstæðir skólar búa allir yfir sinni sérstöðu og eru sannanlega góð viðbót við skóla rekna af sveitarfélögunum. Á Íslandi er hlutfall sjálfstæðra grunnskóla afar lágt, en þeir eru um 2% allra starfandi skóla. Við hjá sjálfstæðum skólum sjáum margvísleg tækifæri í því að sveitarfélög bjóði upp á umhverfi þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið þeirra eigin skóla, jafnt leikskólar sem grunnskólar. Fjölbreytt fagstarf er í fyrsta sæti, en fleira skiptir máli. Einn mikilvægan þátt langar mig að nefna sérstaklega: Valið um starfsumhverfi. Val um starfsumhverfi er gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir hverja fagstétt, eins og flestir hljóta að geta tekið undir. Um leið blasir við að það sem hentar einum best er ef til vill ekki best fyrir næsta. Kennarar hafa hins vegar afar takmarkaða kosti, ætli þeir að starfa við fagið sitt. Valið takmarkast ekki bara við rekstrarform heldur ekki síður ólík kjör. Starfandi kennarar hafa afar takmarkaðan möguleika á að velja sér starfsvettvang út frá kjörum. Valið stendur alla jafna um mismunandi hverfisskóla þar sem starfið er bundið sömu hnútum hvort sem þú ert staðsett í miðbænum eða Breiðholtinu. Sjálfstæðir skólar gefa aukið frelsi rekstrarlega og hafa margir hverjir getað boðið upp á annars konar starfskjör. En faglega er munurinn ef til vill mestur. Miðstýringin er engin, allar ákvarðanir eru teknar innan hvers skóla og möguleikar kennara til þess að hafa bein áhrif eru mjög miklir. Sjálfstæðir skólar lúta eftir sem áður sömu lögum og reglum um grunnskóla og eru undir eftirliti sveitarfélaga hvað varðar lögbundna starfsemi skólans. Enn er ótalinn sá styrkleiki, sem hefur mikil áhrif á starfsemi sjálfstæðra skóla. Það er sú staðreynd, að ekkert barn er í skólunum nema foreldrar þess hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að velja einmitt þennan skóla fyrir barnið sitt, jafnvel þótt aðrir skólar séu nær heimilinu. Starfsmenn sjálfstæðra skóla fyllast stolti yfir að hafa orðið fyrir valinu og það stolt og jákvæðni verður drifkrafturinn í skólastarfinu. Um leið ýtir þessi staðreynd undir metnað til að gera sem best og standast væntingar.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Nú þegar nýjar sveitastjórnir taka til starfa ríkir eftirvænting hjá skólafólki. Hún byggir á loforðum sem fara jafnan hátt í aðdraganda kosninga. Gefum í, bætum umhverfi kennara, hækkum launin þeirra og sköpum aðstæður fyrir fjölbreytt og framsækið skólastarf. Við hjá sjálfstæðum skólum erum ekki síður spennt fyrir því hvernig nýir meirihlutar horfa til menntunar í sínu sveitarfélagi næstu fjögur árin, enda rekstrarumhverfi sjálfstæðra leik- og grunnskóla alfarið bundið við útfærslur hvers sveitarfélags á lögum og þar hafa pólitískar áherslur og sýn mikil áhrif. Margir tala fyrir mikilvægi fjölbreyttu námsframboði. Námsframboði, þar sem allir geta notið menntunar óháð styrk í bóklegu eða verklegu námi. Sjálfstæðir skólar búa allir yfir sinni sérstöðu og eru sannanlega góð viðbót við skóla rekna af sveitarfélögunum. Á Íslandi er hlutfall sjálfstæðra grunnskóla afar lágt, en þeir eru um 2% allra starfandi skóla. Við hjá sjálfstæðum skólum sjáum margvísleg tækifæri í því að sveitarfélög bjóði upp á umhverfi þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið þeirra eigin skóla, jafnt leikskólar sem grunnskólar. Fjölbreytt fagstarf er í fyrsta sæti, en fleira skiptir máli. Einn mikilvægan þátt langar mig að nefna sérstaklega: Valið um starfsumhverfi. Val um starfsumhverfi er gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir hverja fagstétt, eins og flestir hljóta að geta tekið undir. Um leið blasir við að það sem hentar einum best er ef til vill ekki best fyrir næsta. Kennarar hafa hins vegar afar takmarkaða kosti, ætli þeir að starfa við fagið sitt. Valið takmarkast ekki bara við rekstrarform heldur ekki síður ólík kjör. Starfandi kennarar hafa afar takmarkaðan möguleika á að velja sér starfsvettvang út frá kjörum. Valið stendur alla jafna um mismunandi hverfisskóla þar sem starfið er bundið sömu hnútum hvort sem þú ert staðsett í miðbænum eða Breiðholtinu. Sjálfstæðir skólar gefa aukið frelsi rekstrarlega og hafa margir hverjir getað boðið upp á annars konar starfskjör. En faglega er munurinn ef til vill mestur. Miðstýringin er engin, allar ákvarðanir eru teknar innan hvers skóla og möguleikar kennara til þess að hafa bein áhrif eru mjög miklir. Sjálfstæðir skólar lúta eftir sem áður sömu lögum og reglum um grunnskóla og eru undir eftirliti sveitarfélaga hvað varðar lögbundna starfsemi skólans. Enn er ótalinn sá styrkleiki, sem hefur mikil áhrif á starfsemi sjálfstæðra skóla. Það er sú staðreynd, að ekkert barn er í skólunum nema foreldrar þess hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að velja einmitt þennan skóla fyrir barnið sitt, jafnvel þótt aðrir skólar séu nær heimilinu. Starfsmenn sjálfstæðra skóla fyllast stolti yfir að hafa orðið fyrir valinu og það stolt og jákvæðni verður drifkrafturinn í skólastarfinu. Um leið ýtir þessi staðreynd undir metnað til að gera sem best og standast væntingar.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun