Ísland ástæðan fyrir því að Króatía gæti náð einstökum árangri í HM-sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson lætur Dejan Lovren finna fyrir sér í leik liðanna á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. Vísir/Ernir Króatar, góðkunningjar íslenska fótboltalandsliðsins, eru komnir alla leið í úrslitaleikinn á HM í Rússlandi eftir sigur á enska landsliðinu í gær. Ísland var tvisvar á vegi Króata á leið þeirra í þennan úrslitaleik, fyrst í undankeppninni og svo aftur í riðlakeppninni á mótinu sjálfu. Það er einmitt árangur íslenska liðsins á móti Króatíu í undankeppninni sem gæti hjálpað Króötum að ná einstökum árangri í HM-sögunni. Króatar eru nefnilega aðeins annað liðið í sögu HM sem kemst alla leið í úrslitaleikinn án þess að hafa verið fyrst í sínum riðli í undankeppninni.#OJOALDATO#Rusia2018 - Croacia #CRO es la PRIMERA SELECCIÓN en TODA la historia de la Copa del Mundo que alcanza la final tras haber disputado una eliminatoria de repesca en la fase de clasificación (fue segunda de su grupo tras Islandia y tuvo que eliminar a Grecia). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2018 Íslenska landsliðið vann riðilinn sinn þökk sé góðum endaspretti og 1-0 sigri á Króötum á Laugardalsvellinum sumarið 2017. Króatar þurftu því að fara í umspilið þar sem þeir tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með sigri á Grikkjum. Aðeins eitt annað lið hefur komist alla leið í úrslitaleikinn án þess að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni. Þjóðverjar gerðu slík í HM-keppninni 2002 sem fór fram í Japan og Suður-Kóreu. Þýska liðið tapaði hinsvegar 2-0 í úrslitaleiknum á móti Ronaldo og félögum í brasilíska landsliðinu. Þýska landsliðið varð í 2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM 2002 en þann riðil unnu Englendingar. Þjóðverjar slógu Úkraínu út í umspilinu. Króatar geta því, þökk sé íslenska landsliðinu, skrifað nýjan kafla í HM-sögunni vinni þeir heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Ekkert lið hefur unnið heimsmeistaratitilinn án þess að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni. Króatísku leikmennirnir eru þegar búnir að ná sögulegum árangri í króatískri knattspyrnu með því að komast í sinn fyrsta úrslitaleik á stórmóti. Hvort þeir fari alla leið á móti gríðarlega sterku frönsku liði kemur síðan í ljós í Moskvu eftir þrjá daga. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Króatar, góðkunningjar íslenska fótboltalandsliðsins, eru komnir alla leið í úrslitaleikinn á HM í Rússlandi eftir sigur á enska landsliðinu í gær. Ísland var tvisvar á vegi Króata á leið þeirra í þennan úrslitaleik, fyrst í undankeppninni og svo aftur í riðlakeppninni á mótinu sjálfu. Það er einmitt árangur íslenska liðsins á móti Króatíu í undankeppninni sem gæti hjálpað Króötum að ná einstökum árangri í HM-sögunni. Króatar eru nefnilega aðeins annað liðið í sögu HM sem kemst alla leið í úrslitaleikinn án þess að hafa verið fyrst í sínum riðli í undankeppninni.#OJOALDATO#Rusia2018 - Croacia #CRO es la PRIMERA SELECCIÓN en TODA la historia de la Copa del Mundo que alcanza la final tras haber disputado una eliminatoria de repesca en la fase de clasificación (fue segunda de su grupo tras Islandia y tuvo que eliminar a Grecia). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2018 Íslenska landsliðið vann riðilinn sinn þökk sé góðum endaspretti og 1-0 sigri á Króötum á Laugardalsvellinum sumarið 2017. Króatar þurftu því að fara í umspilið þar sem þeir tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með sigri á Grikkjum. Aðeins eitt annað lið hefur komist alla leið í úrslitaleikinn án þess að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni. Þjóðverjar gerðu slík í HM-keppninni 2002 sem fór fram í Japan og Suður-Kóreu. Þýska liðið tapaði hinsvegar 2-0 í úrslitaleiknum á móti Ronaldo og félögum í brasilíska landsliðinu. Þýska landsliðið varð í 2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM 2002 en þann riðil unnu Englendingar. Þjóðverjar slógu Úkraínu út í umspilinu. Króatar geta því, þökk sé íslenska landsliðinu, skrifað nýjan kafla í HM-sögunni vinni þeir heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Ekkert lið hefur unnið heimsmeistaratitilinn án þess að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni. Króatísku leikmennirnir eru þegar búnir að ná sögulegum árangri í króatískri knattspyrnu með því að komast í sinn fyrsta úrslitaleik á stórmóti. Hvort þeir fari alla leið á móti gríðarlega sterku frönsku liði kemur síðan í ljós í Moskvu eftir þrjá daga.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira