Fara í mál að fólkinu forspurðu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júlí 2018 07:00 Samkvæmt lauslegri samantekt er meðaltalsmálskostnaður rúmlega 1,5 milljónir króna VÍSIR/VILHELM Dæmi eru um að lögmenn landeigenda í svokölluðum þjóðlendumálum hafi farið með mál þeirra fyrir Hæstarétt án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við þá. Málskostnaður vegna málanna greiðist úr ríkissjóði. Frá því að óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 hefur 88 málum verið skotið til dómstóla. Þar af hafa 68 þeirra farið fyrir Hæstarétt. Lausleg samantekt leiðir í ljós að meðaltalsmálskostnaður, hafi málið farið bæði fyrir héraðsdóm og Hæstarétt, er rétt rúmlega 1,5 milljónir króna. Heildarmálskostnaður vegna málanna er á annað hundrað milljóna. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við landeigendur sem hafa verið málsaðilar þjóðlendumáls. Í nokkrum tilfellum kom það fyrir að landeigendur komu af fjöllum þegar þeim var bent á að dómur hefði fallið í Hæstarétti í þeirra málum. Engum umræddra landeigenda barst reikningur frá lögmanni vegna vinnu þeirra.Sjá einnig: Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár „Áður en máli er skotið áfram til þess að fá úrslausn um inntak eignarréttar er metið hvort það sé nauðsynlegt sem hluti af stærri og samliggjandi heild eða bara eitt og sér,“ segir Friðbjörn E. Garðarsson en hann var lögmaður í einu slíku máli. „Ég man ekki eftir máli þar sem ekki var haft samráð við landeigendur, eða að minnsta kosti hluta þeirra ef um fleiri en einn var að ræða. Málarekstur af þessu tagi tekur oft mörg ár og því getur verið að jörð skipti um eigendur undir rekstri máls, jafnvel oftar en einu sinni,“ segir Friðbjörn. „Þegar umboð er fengið frá aðila til að reka málið þá gildir það yfirleitt bæði fyrir óbyggðanefnd og dómstólum. Það er yfirleitt gert ráð fyrir því að sótt sé um gjafsókn og þetta sé umbjóðendum að skaðlausu. Eðli mála samkvæmt þarf maður ekki að vera að trufla umbjóðanda í gríð og erg. Það er hins vegar almenn siðaregla að maður reki ekki mál án þess að tala við umbjóðanda sinn,“ segir Ólafur Björnsson lögmaður en hann hefur flutt fjölmörg mál landeigenda fyrir nefndinni og dómstólum síðan 1998. Sem fyrr segir er dæmdur málskostnaður hjá dómstólum oft kringum 1,5 milljónir króna. Ofan á þetta bætist málskostnaður fyrir nefndinni en hann er afar mismunandi eftir umfangi. Ólafur segir algengt að málskostnaðurinn nái ekki yfir þá vinnu sem liggur að baki hverju máli. Lögmenn ríkisins í málunum hafa fengið mun meira greitt en lögmenn landeigenda. „Þetta hefur yfirleitt verið meiri vinna en dæmd er. Mismunurinn hefur að hluta til verið greiddur af sveitarfélögum og einstaklingum. Þá hefur oft verið veittur afsláttur af vinnunni,“ segir Ólafur. Sjaldgæft er að einstaklingar séu krafðir um mismuninn vegna framlagðrar vinnu lögmanns og dæmds málskostnaðar. Dæmi eru þó um að slík mál hafi endað fyrir dómstólum. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30 Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Dæmi eru um að lögmenn landeigenda í svokölluðum þjóðlendumálum hafi farið með mál þeirra fyrir Hæstarétt án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við þá. Málskostnaður vegna málanna greiðist úr ríkissjóði. Frá því að óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 hefur 88 málum verið skotið til dómstóla. Þar af hafa 68 þeirra farið fyrir Hæstarétt. Lausleg samantekt leiðir í ljós að meðaltalsmálskostnaður, hafi málið farið bæði fyrir héraðsdóm og Hæstarétt, er rétt rúmlega 1,5 milljónir króna. Heildarmálskostnaður vegna málanna er á annað hundrað milljóna. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við landeigendur sem hafa verið málsaðilar þjóðlendumáls. Í nokkrum tilfellum kom það fyrir að landeigendur komu af fjöllum þegar þeim var bent á að dómur hefði fallið í Hæstarétti í þeirra málum. Engum umræddra landeigenda barst reikningur frá lögmanni vegna vinnu þeirra.Sjá einnig: Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár „Áður en máli er skotið áfram til þess að fá úrslausn um inntak eignarréttar er metið hvort það sé nauðsynlegt sem hluti af stærri og samliggjandi heild eða bara eitt og sér,“ segir Friðbjörn E. Garðarsson en hann var lögmaður í einu slíku máli. „Ég man ekki eftir máli þar sem ekki var haft samráð við landeigendur, eða að minnsta kosti hluta þeirra ef um fleiri en einn var að ræða. Málarekstur af þessu tagi tekur oft mörg ár og því getur verið að jörð skipti um eigendur undir rekstri máls, jafnvel oftar en einu sinni,“ segir Friðbjörn. „Þegar umboð er fengið frá aðila til að reka málið þá gildir það yfirleitt bæði fyrir óbyggðanefnd og dómstólum. Það er yfirleitt gert ráð fyrir því að sótt sé um gjafsókn og þetta sé umbjóðendum að skaðlausu. Eðli mála samkvæmt þarf maður ekki að vera að trufla umbjóðanda í gríð og erg. Það er hins vegar almenn siðaregla að maður reki ekki mál án þess að tala við umbjóðanda sinn,“ segir Ólafur Björnsson lögmaður en hann hefur flutt fjölmörg mál landeigenda fyrir nefndinni og dómstólum síðan 1998. Sem fyrr segir er dæmdur málskostnaður hjá dómstólum oft kringum 1,5 milljónir króna. Ofan á þetta bætist málskostnaður fyrir nefndinni en hann er afar mismunandi eftir umfangi. Ólafur segir algengt að málskostnaðurinn nái ekki yfir þá vinnu sem liggur að baki hverju máli. Lögmenn ríkisins í málunum hafa fengið mun meira greitt en lögmenn landeigenda. „Þetta hefur yfirleitt verið meiri vinna en dæmd er. Mismunurinn hefur að hluta til verið greiddur af sveitarfélögum og einstaklingum. Þá hefur oft verið veittur afsláttur af vinnunni,“ segir Ólafur. Sjaldgæft er að einstaklingar séu krafðir um mismuninn vegna framlagðrar vinnu lögmanns og dæmds málskostnaðar. Dæmi eru þó um að slík mál hafi endað fyrir dómstólum.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30 Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30
Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00