SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2018 18:12 Davíð Snær Jónsson, fyrrverandi formaður SÍF. mYND/Aðsend Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF. Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Greinin vakti bæði athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með skrifum sínum talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Sjá einnig: Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði. „Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF. Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa honum úr framkvæmdastjórn. „Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“ Gjaldkeri stjórnar SÍF, Einar Freyr Bergsson, valdi einn stjórnarmeðlima að skrifa ekki undir brottvísun Davíðs. Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi.Tilkynning SÍF í heild sinni:Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna greinar hans sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina þvert á ákvörðun framkvæmdastjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF.Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxíska hugmyndafræði“. Greinin vakti mikla athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með greininni talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði.„Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF.Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa Davíð úr framkvæmdastjórn.„Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF. Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Greinin vakti bæði athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með skrifum sínum talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Sjá einnig: Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði. „Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF. Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa honum úr framkvæmdastjórn. „Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“ Gjaldkeri stjórnar SÍF, Einar Freyr Bergsson, valdi einn stjórnarmeðlima að skrifa ekki undir brottvísun Davíðs. Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi.Tilkynning SÍF í heild sinni:Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna greinar hans sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina þvert á ákvörðun framkvæmdastjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF.Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxíska hugmyndafræði“. Greinin vakti mikla athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með greininni talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði.„Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF.Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa Davíð úr framkvæmdastjórn.„Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12