Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. júlí 2018 06:00 Árin hafa hvergi dregið úr krafti gítarleikarans magnaða, Slash, sem keyrir GNR-vélina áfram með sígildu trukki. Vísir/Getty Guns N' Roses slógu hressilega í gegn með þeirri frábæru plötu Appetite for Destruction fyrir rúmum 30 árum og lögðu í kjölfarið heiminn að fótum sér. Þeir tóku rokklífsstílinn, sem er ekki síst kenndur við eiturlyf og kynlíf, alla leið, hafa löngum verið umdeildir og álíka tíðir gestir á síðum slúðurblaða og vinsældalistum. Eitthvað hafa þeir róast með árunum en á sviði losnar gamli GNR-krafturinn úr læðingi og þeir sýna að þeir hafa litlu sem engu gleymt þegar gítarfanturinn magnaði, Slash, keyrir maskínuna í gang af sínum rómaða fítonskrafti. Ísland er endastöðin á hinu langa hljómleikaferðalagi þeirra, Not in This Lifetime, sem hófst í mars 2016. Að baki er því ótrúlegur fjöldi tónleika og keyrslan á bandinu hefur á köflum verið hörð þannig að beinast liggur við að spyrja Axl, sem situr fyrir svörum í einu af fáum viðtölum sem sveitin hefur veitt á tónleikaferðalaginu, hvernig þeir fari að því að halda sínum goðsagnakennda dampi á sviðinu tónleika eftir tónleika. „Við viljum bara allir gera okkar besta fyrir aðdáendurna, hver annan og krúið okkar. Hver og einn hvetur hina áfram með einurð sinni og sviðsframkomu,“ segir Axl.Hafið þið upplifað einhverja sérstaklega eftirminnilega hápunkta á þessu langa tónleikaferðalagi?„Hverjir tónleikar og sérhver áhorfendahópur eru einstakir. Það er alltaf eitthvað öðruvísi og eftirminnilegu augnablikin eru jafn ólík og þau eru mörg.“ Það er síður en svo gefið og ekki heiglum hent að spila á fullu í þrjár og hálfa klukkustund á hverjum tónleikum. Hvað gerið þið til þess að geta haldið þetta út tónleika eftir tónleika? „Við erum ólíkir einstaklingar og hver og einn hefur sínar aðferðir til þess að halda sér í líkamlegu formi fyrir þetta en þegar upp er staðið þá verður maður bara að gera það sem maður gerir til þess að geta gert það sem við gerum,“ segir Axl um þá einföldu heimspeki sem heldur bandinu fersku.Axl Rose í stuði á tónleikum sveitarinnar.Vísir/GettyBúnir að vera lengi á leiðinniMeð tónleikum ykkar í Reykjavík rætist áratugagamall draumur fjölmargra íslenskra aðdáenda ykkar. Hafið þið einhvern tímann áður íhugað að spila á Íslandi og vissuð þið yfirleitt af því að landið væri til þegar vinsældir ykkar voru í algeru hámarki í kringum 1990? „Já. Okkur hefur lengi langað til þess að halda tónleika á Íslandi og auðvitað vissum við af því að þetta land væri til!“ Fylgir því einhver sérstök tilfinning að stíga á svið á nýjum stað eftir allan þennan tíma í bransanum? „Við hugsum um það eitt að gefa okkur alla í að standa undir væntingum aðdáenda okkar þannig að þeir skemmti sér vel og fari ánægðir af tónleikunum. Og kannski eignast einhverja nýja aðdáendur í leiðinni úr hópi þeirra sem mögulega mættu bara til þess að sjá út af hverju öll lætin og tilstandið eru.“Óhætt er að segja að bæði aðdáendur ykkar og bransinn hafi tekið endurkomu ykkar á Not in This Lifetime-tónleikaferðinni gríðarlega vel. Hefur þetta kveikt í ykkur löngun til þess að koma með nýtt efni í nánustu framtíð? „Akkúrat núna einbeitum við okkur bara að túrnum og næstu tónleikum en stemningin er góð og þetta hefur gengið það vel að það er aldrei að vita.“Íslendingar eru dálítið sjálfmiðuð þjóð og einhverra hluta vegna voðalega uppteknir af viðhorfum heimsfrægra gesta sinna til lands og þjóðar þannig að ég verð að biðja þig að virða það við mig að ég slengi á þig nokkrum alíslenskum spurningum. Eruð þið með eitthvað sérstakt í huga sem ykkur langar að gera á meðan þið eruð á Íslandi og eru einhverjar líkur á því að þið staldrið við og slakið á hérna eftir tónleikana sem eru þeir síðustu á þessu langa tónleikaferðalagi? „Það væri mjög næs en satt best að segja hef ég ekki hugsað svo langt.“Vonandi gefur heyrnin sig ekki í Laugardalnum í kvöld.Vísir/gettyHafið þið heyrt í einhverjum íslenskum tónlistarmönnum sem hafa vakið sérstaka athygli ykkar?„Ég held að Björk sé ein sú allra þekktasta og ég er mikill aðdáandi hennar.“Er eitthvert ákveðið lag á dagskránni ykkar sem er í sérstöku uppáhaldi hjá ykkur og kippir ykkur alltaf í gírinn þegar þið leikið það á sviði? Ég er ekki viss um að „kippa okkur í gírinn“ sé rétta orðalagið en um þessar mundir nýt ég þess í botn að syngja Wichita Lineman,“ segir Axl en sveitin hefur tekið sína útgáfu af þessu fornfræga lagi Glens Campbell, sem lést í fyrra, á tónleikum sínum á þessum túr. „Straumarnir frá þessu lagi eru svo áleitnir, sérstaklega eftir að Glen féll frá og fyrir mér minnir hljómburðurinn í okkar útgáfu mjög á gamla Guns-sándið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Fínasta veðurspá fyrir stórtónleikana: Svona er best að komast á Guns N' Roses Stórtónleikar Guns N' Roses fara fram á Laugardalsvelli annað kvöld. 23. júlí 2018 10:30 Áhorfendametið nú þegar fallið Annað kvöld kemur rokksveitin Guns N´Roses fram á Laugardalsvelli og hafa tónleikahaldarar leyfi fyrir 26.900 miðum en nú þegar er búið að selja vel yfir 23 þúsund miða. 23. júlí 2018 14:30 „Hættulegasta hljómsveit heims“ á Íslandi Bandaríska rokksveitin Guns N' Roses á sér marga dygga aðdáendur hér á landi líkt og víðast hvar í heiminum. Nú, þegar goðin hafa loks stigið á íslenska grundu, er við hæfi að rifja upp hvernig þetta byrjaði allt saman. 23. júlí 2018 15:00 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Guns N' Roses slógu hressilega í gegn með þeirri frábæru plötu Appetite for Destruction fyrir rúmum 30 árum og lögðu í kjölfarið heiminn að fótum sér. Þeir tóku rokklífsstílinn, sem er ekki síst kenndur við eiturlyf og kynlíf, alla leið, hafa löngum verið umdeildir og álíka tíðir gestir á síðum slúðurblaða og vinsældalistum. Eitthvað hafa þeir róast með árunum en á sviði losnar gamli GNR-krafturinn úr læðingi og þeir sýna að þeir hafa litlu sem engu gleymt þegar gítarfanturinn magnaði, Slash, keyrir maskínuna í gang af sínum rómaða fítonskrafti. Ísland er endastöðin á hinu langa hljómleikaferðalagi þeirra, Not in This Lifetime, sem hófst í mars 2016. Að baki er því ótrúlegur fjöldi tónleika og keyrslan á bandinu hefur á köflum verið hörð þannig að beinast liggur við að spyrja Axl, sem situr fyrir svörum í einu af fáum viðtölum sem sveitin hefur veitt á tónleikaferðalaginu, hvernig þeir fari að því að halda sínum goðsagnakennda dampi á sviðinu tónleika eftir tónleika. „Við viljum bara allir gera okkar besta fyrir aðdáendurna, hver annan og krúið okkar. Hver og einn hvetur hina áfram með einurð sinni og sviðsframkomu,“ segir Axl.Hafið þið upplifað einhverja sérstaklega eftirminnilega hápunkta á þessu langa tónleikaferðalagi?„Hverjir tónleikar og sérhver áhorfendahópur eru einstakir. Það er alltaf eitthvað öðruvísi og eftirminnilegu augnablikin eru jafn ólík og þau eru mörg.“ Það er síður en svo gefið og ekki heiglum hent að spila á fullu í þrjár og hálfa klukkustund á hverjum tónleikum. Hvað gerið þið til þess að geta haldið þetta út tónleika eftir tónleika? „Við erum ólíkir einstaklingar og hver og einn hefur sínar aðferðir til þess að halda sér í líkamlegu formi fyrir þetta en þegar upp er staðið þá verður maður bara að gera það sem maður gerir til þess að geta gert það sem við gerum,“ segir Axl um þá einföldu heimspeki sem heldur bandinu fersku.Axl Rose í stuði á tónleikum sveitarinnar.Vísir/GettyBúnir að vera lengi á leiðinniMeð tónleikum ykkar í Reykjavík rætist áratugagamall draumur fjölmargra íslenskra aðdáenda ykkar. Hafið þið einhvern tímann áður íhugað að spila á Íslandi og vissuð þið yfirleitt af því að landið væri til þegar vinsældir ykkar voru í algeru hámarki í kringum 1990? „Já. Okkur hefur lengi langað til þess að halda tónleika á Íslandi og auðvitað vissum við af því að þetta land væri til!“ Fylgir því einhver sérstök tilfinning að stíga á svið á nýjum stað eftir allan þennan tíma í bransanum? „Við hugsum um það eitt að gefa okkur alla í að standa undir væntingum aðdáenda okkar þannig að þeir skemmti sér vel og fari ánægðir af tónleikunum. Og kannski eignast einhverja nýja aðdáendur í leiðinni úr hópi þeirra sem mögulega mættu bara til þess að sjá út af hverju öll lætin og tilstandið eru.“Óhætt er að segja að bæði aðdáendur ykkar og bransinn hafi tekið endurkomu ykkar á Not in This Lifetime-tónleikaferðinni gríðarlega vel. Hefur þetta kveikt í ykkur löngun til þess að koma með nýtt efni í nánustu framtíð? „Akkúrat núna einbeitum við okkur bara að túrnum og næstu tónleikum en stemningin er góð og þetta hefur gengið það vel að það er aldrei að vita.“Íslendingar eru dálítið sjálfmiðuð þjóð og einhverra hluta vegna voðalega uppteknir af viðhorfum heimsfrægra gesta sinna til lands og þjóðar þannig að ég verð að biðja þig að virða það við mig að ég slengi á þig nokkrum alíslenskum spurningum. Eruð þið með eitthvað sérstakt í huga sem ykkur langar að gera á meðan þið eruð á Íslandi og eru einhverjar líkur á því að þið staldrið við og slakið á hérna eftir tónleikana sem eru þeir síðustu á þessu langa tónleikaferðalagi? „Það væri mjög næs en satt best að segja hef ég ekki hugsað svo langt.“Vonandi gefur heyrnin sig ekki í Laugardalnum í kvöld.Vísir/gettyHafið þið heyrt í einhverjum íslenskum tónlistarmönnum sem hafa vakið sérstaka athygli ykkar?„Ég held að Björk sé ein sú allra þekktasta og ég er mikill aðdáandi hennar.“Er eitthvert ákveðið lag á dagskránni ykkar sem er í sérstöku uppáhaldi hjá ykkur og kippir ykkur alltaf í gírinn þegar þið leikið það á sviði? Ég er ekki viss um að „kippa okkur í gírinn“ sé rétta orðalagið en um þessar mundir nýt ég þess í botn að syngja Wichita Lineman,“ segir Axl en sveitin hefur tekið sína útgáfu af þessu fornfræga lagi Glens Campbell, sem lést í fyrra, á tónleikum sínum á þessum túr. „Straumarnir frá þessu lagi eru svo áleitnir, sérstaklega eftir að Glen féll frá og fyrir mér minnir hljómburðurinn í okkar útgáfu mjög á gamla Guns-sándið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Fínasta veðurspá fyrir stórtónleikana: Svona er best að komast á Guns N' Roses Stórtónleikar Guns N' Roses fara fram á Laugardalsvelli annað kvöld. 23. júlí 2018 10:30 Áhorfendametið nú þegar fallið Annað kvöld kemur rokksveitin Guns N´Roses fram á Laugardalsvelli og hafa tónleikahaldarar leyfi fyrir 26.900 miðum en nú þegar er búið að selja vel yfir 23 þúsund miða. 23. júlí 2018 14:30 „Hættulegasta hljómsveit heims“ á Íslandi Bandaríska rokksveitin Guns N' Roses á sér marga dygga aðdáendur hér á landi líkt og víðast hvar í heiminum. Nú, þegar goðin hafa loks stigið á íslenska grundu, er við hæfi að rifja upp hvernig þetta byrjaði allt saman. 23. júlí 2018 15:00 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Fínasta veðurspá fyrir stórtónleikana: Svona er best að komast á Guns N' Roses Stórtónleikar Guns N' Roses fara fram á Laugardalsvelli annað kvöld. 23. júlí 2018 10:30
Áhorfendametið nú þegar fallið Annað kvöld kemur rokksveitin Guns N´Roses fram á Laugardalsvelli og hafa tónleikahaldarar leyfi fyrir 26.900 miðum en nú þegar er búið að selja vel yfir 23 þúsund miða. 23. júlí 2018 14:30
„Hættulegasta hljómsveit heims“ á Íslandi Bandaríska rokksveitin Guns N' Roses á sér marga dygga aðdáendur hér á landi líkt og víðast hvar í heiminum. Nú, þegar goðin hafa loks stigið á íslenska grundu, er við hæfi að rifja upp hvernig þetta byrjaði allt saman. 23. júlí 2018 15:00