Pia og lýðræðið Guðmundur Steingrímsson skrifar 23. júlí 2018 07:00 Af öllum viðburðum sumarsins — Guns N´ Roses, Arcade Fire, Secret Solstice, Listahátíð — er óhætt að fullyrða að stjórnmálagjörningurinn Pia Kjærsgaard á Þingvöllum verði afdráttarlaust talinn þeirra misheppnaðastur. Viðburðarstjórnendur bjuggust, einhverra hluta vegna, við fimm þúsund manns, en einungis nokkrar hræður mættu. Aðallega var um að ræða erlenda ferðamenn sem voru á Þingvöllum hvort sem er og svo var þarna — ef marka má blöðin — einn mótmælandi, einn fyrrverandi ráðherra og einn fyrrverandi sendiherra. Þetta var klúður. Tilefnið var ágætt, þótt það verði að segjast eins og er að hingað til hefur dagsetningin 18. júlí ekki haft neina sérstaka þýðingu í hugum neins nema þeirra sem eiga afmæli þennan dag, eins og Mandela og Denni frændi. En það var þá sem sagt á þessum degi fyrir hundrað árum sem ný sambandslög um fullveldi Íslands voru samþykkt. Og þá vitum við það.Óbragðið á eftir Það er hins vegar hvergi hoggið í stein að af svona ágætu tilefni þurfi endilega að halda 80 milljón króna fund á Þingvöllum, samþykkja skrítin þingmál og bjóða forseta danska þingsins að halda hátíðarræðu, sérstaklega ekki ef hún er líka ákaflega umdeild fyrir skoðanir sínar á öðrum þjóðum og trúarbrögðum. Það er rosalega margt annað hægt að gera. Til dæmis fannst mér viðburðurinn daginn eftir, þar sem fólk yfir hundrað ára kom saman á Hrafnistu, með litlum tilkostnaði, miklu áhrifameiri. Það má gera meira þannig. Óbragðið eftir Þingvallafundinn er umtalsvert. Hvers vegna gat lykilfólk við stjórn landsins ekki haft meiri skilning á því að koma Piu Kjærsgaard og viðhöfnin í kringum hana var ekki að slá í gegn? Af hverju í ósköpunum datt forystufólk í þann gír að skammast út í þá einstaklinga og stjórnmálasamtök sem töldu ekki ástæðu til að sýna henni sérstaka virðingu? Pia Kjærsgaard hefur ekki áunnið sér mikla virðingu. Kannski á hún skilið svipaða virðingu og hún hefur í kjölfar fundarins sýnt þeim íslensku stjórnmálamönnum sem kusu að hlýða ekki á hana. Sem sagt litla. Kannski á hún skilið jafnmikla virðingu og hún hefur sýnt flóttafólki á stjórnmálaferli sínum. Sem sagt enga. Opið samfélag Í aðdraganda fundarins, og eftirleik, gætti merkilegra röksemda. Reynt var hálfpartinn að skamma fólk til virðingar við Piu. Hún er jú forseti danska þingsins. Hún hefur sótt umboð sitt lýðræðislega. Vissulega á að bera virðingu fyrir lýðræðinu. En hvað er lýðræði? Eins og svo oft áður finnst mér gæta þeirrar hugmyndar, að lýðræði sé kosningar og ekkert meira en það. Svo á að bera virðingu fyrir þeim sem eru kosnir og þegja þess á milli. En það er ekki lýðræði. Lýðræðið er alltaf. Það er virkt. Það er lifandi. Það er á degi hverjum. Í iðandi og opnu samfélagi þar sem ólíkar skoðanir fá að heyrast og dafna er það fullkominn misskilningur um eðli lýðræðis að halda að lýðræði sé bara eitthvað sem maður stundar bak við hengi í Hagaskóla á nokkurra ára, eða mánaða, fresti. Það að íslenskir þingmenn — sem eru jú líka lýðræðislega kjörnir og hafa umboð til sinna verka — kjósi að hlýða ekki á Piu Kjærsgaard og sýna þannig andúð sína á skoðunum hennar, það er birtingarmynd lýðræðis. Mörgum finnst þetta óþolandi, en svona virkar hið opna samfélag. Við látum skoðanir okkar í ljós, hvenær sem okkur sýnist. Fullveldið Annað dæmi: Donald Trump er lýðræðislega kjörinn forseti Bandaríkjanna. Og jú, maður skal bera virðingu fyrir því. En upp að hvaða marki gildir það? Það að hann hafi verið kjörinn breytir því ekki, að Donald Trump er að margra mati talsmaður ógeðslegra skoðana, sundrungar, mannhaturs, fordóma og fávitaskapar. Við lifum á tímum þar sem það er beinlínis ógnarmikilvægt að fólk líti einmitt ekki svo á að Donald Trump eigi rétt á virðingu bara vegna þess að hann var kosinn. Ætti hann að flytja hátíðarræðu? Það finnst mér ekki. Donald Trump og hans stuðningsfólk á að finna fyrir því að stefna hans er ekki almennt viðurkennd. Um hana ríkir engin sátt. Hún er ógeð. Í krafti lýðræðis gefst fólki færi á að segja einmitt það. Alltaf. Sama gildir um Piu Kjærsgaard. Danski þjóðarflokkurinn fékk 21% atkvæða í síðustu þingkosningum í Danmörku, rétt er það. Hann varð annar stærsti flokkurinn. Og jafnaðarmenn tóku upp kynþáttahyggju. Gott og vel. Geri Danir þetta. Verði þeim að góðu. En eigum við að bugta okkur og beygja fyrir því? Mega íslenskir þingmenn ekki láta andúð sína á þessari þróun í ljós, og það á helgireit síns eigin lýðræðis? Þótt Danmörk breytist í einhvers konar rasistaland þarf Ísland ekki að gera það líka. Við erum jú fullvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Secret Solstice Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Af öllum viðburðum sumarsins — Guns N´ Roses, Arcade Fire, Secret Solstice, Listahátíð — er óhætt að fullyrða að stjórnmálagjörningurinn Pia Kjærsgaard á Þingvöllum verði afdráttarlaust talinn þeirra misheppnaðastur. Viðburðarstjórnendur bjuggust, einhverra hluta vegna, við fimm þúsund manns, en einungis nokkrar hræður mættu. Aðallega var um að ræða erlenda ferðamenn sem voru á Þingvöllum hvort sem er og svo var þarna — ef marka má blöðin — einn mótmælandi, einn fyrrverandi ráðherra og einn fyrrverandi sendiherra. Þetta var klúður. Tilefnið var ágætt, þótt það verði að segjast eins og er að hingað til hefur dagsetningin 18. júlí ekki haft neina sérstaka þýðingu í hugum neins nema þeirra sem eiga afmæli þennan dag, eins og Mandela og Denni frændi. En það var þá sem sagt á þessum degi fyrir hundrað árum sem ný sambandslög um fullveldi Íslands voru samþykkt. Og þá vitum við það.Óbragðið á eftir Það er hins vegar hvergi hoggið í stein að af svona ágætu tilefni þurfi endilega að halda 80 milljón króna fund á Þingvöllum, samþykkja skrítin þingmál og bjóða forseta danska þingsins að halda hátíðarræðu, sérstaklega ekki ef hún er líka ákaflega umdeild fyrir skoðanir sínar á öðrum þjóðum og trúarbrögðum. Það er rosalega margt annað hægt að gera. Til dæmis fannst mér viðburðurinn daginn eftir, þar sem fólk yfir hundrað ára kom saman á Hrafnistu, með litlum tilkostnaði, miklu áhrifameiri. Það má gera meira þannig. Óbragðið eftir Þingvallafundinn er umtalsvert. Hvers vegna gat lykilfólk við stjórn landsins ekki haft meiri skilning á því að koma Piu Kjærsgaard og viðhöfnin í kringum hana var ekki að slá í gegn? Af hverju í ósköpunum datt forystufólk í þann gír að skammast út í þá einstaklinga og stjórnmálasamtök sem töldu ekki ástæðu til að sýna henni sérstaka virðingu? Pia Kjærsgaard hefur ekki áunnið sér mikla virðingu. Kannski á hún skilið svipaða virðingu og hún hefur í kjölfar fundarins sýnt þeim íslensku stjórnmálamönnum sem kusu að hlýða ekki á hana. Sem sagt litla. Kannski á hún skilið jafnmikla virðingu og hún hefur sýnt flóttafólki á stjórnmálaferli sínum. Sem sagt enga. Opið samfélag Í aðdraganda fundarins, og eftirleik, gætti merkilegra röksemda. Reynt var hálfpartinn að skamma fólk til virðingar við Piu. Hún er jú forseti danska þingsins. Hún hefur sótt umboð sitt lýðræðislega. Vissulega á að bera virðingu fyrir lýðræðinu. En hvað er lýðræði? Eins og svo oft áður finnst mér gæta þeirrar hugmyndar, að lýðræði sé kosningar og ekkert meira en það. Svo á að bera virðingu fyrir þeim sem eru kosnir og þegja þess á milli. En það er ekki lýðræði. Lýðræðið er alltaf. Það er virkt. Það er lifandi. Það er á degi hverjum. Í iðandi og opnu samfélagi þar sem ólíkar skoðanir fá að heyrast og dafna er það fullkominn misskilningur um eðli lýðræðis að halda að lýðræði sé bara eitthvað sem maður stundar bak við hengi í Hagaskóla á nokkurra ára, eða mánaða, fresti. Það að íslenskir þingmenn — sem eru jú líka lýðræðislega kjörnir og hafa umboð til sinna verka — kjósi að hlýða ekki á Piu Kjærsgaard og sýna þannig andúð sína á skoðunum hennar, það er birtingarmynd lýðræðis. Mörgum finnst þetta óþolandi, en svona virkar hið opna samfélag. Við látum skoðanir okkar í ljós, hvenær sem okkur sýnist. Fullveldið Annað dæmi: Donald Trump er lýðræðislega kjörinn forseti Bandaríkjanna. Og jú, maður skal bera virðingu fyrir því. En upp að hvaða marki gildir það? Það að hann hafi verið kjörinn breytir því ekki, að Donald Trump er að margra mati talsmaður ógeðslegra skoðana, sundrungar, mannhaturs, fordóma og fávitaskapar. Við lifum á tímum þar sem það er beinlínis ógnarmikilvægt að fólk líti einmitt ekki svo á að Donald Trump eigi rétt á virðingu bara vegna þess að hann var kosinn. Ætti hann að flytja hátíðarræðu? Það finnst mér ekki. Donald Trump og hans stuðningsfólk á að finna fyrir því að stefna hans er ekki almennt viðurkennd. Um hana ríkir engin sátt. Hún er ógeð. Í krafti lýðræðis gefst fólki færi á að segja einmitt það. Alltaf. Sama gildir um Piu Kjærsgaard. Danski þjóðarflokkurinn fékk 21% atkvæða í síðustu þingkosningum í Danmörku, rétt er það. Hann varð annar stærsti flokkurinn. Og jafnaðarmenn tóku upp kynþáttahyggju. Gott og vel. Geri Danir þetta. Verði þeim að góðu. En eigum við að bugta okkur og beygja fyrir því? Mega íslenskir þingmenn ekki láta andúð sína á þessari þróun í ljós, og það á helgireit síns eigin lýðræðis? Þótt Danmörk breytist í einhvers konar rasistaland þarf Ísland ekki að gera það líka. Við erum jú fullvalda.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun