Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2018 21:24 Kínverskir hermenn við æfingu. Vísir/EPA Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. Michael Collins, einn yfirmanna Austurasíudeildar CIA segir Kína ekki vilja hefðbundið stríð gegn Bandaríkjunum og því beiti þeir öðrum leiðum til að grafa undan Bandaríkjunum. „Ég myndi segja að í rauninni séu þeir að heyja kalt stríð gegn okkur. Ekki kalt stríð eins og við sáum á tíma kalda stríðsins sjálfs en kalt stríð þó,“ sagði Collins á öryggisráðstefnu í Bandaríkjunum í gær.Kínverjar eru með fjölmennasta her heims og næst stærsta efnahaginn, á eftir Bandaríkjunum. Þó Kína hafi staðið í umfangsmikill uppbyggingu á herafla sínum eru Bandaríkin eru enn með hernaðaryfirráð á heimsvísu. Á undanförnum mánuðum hefur samband ríkjanna beðið hnekki og eiga þau nú í stækkandi viðskiptastríði. Þá hafa Bandaríkin og önnur ríki heimsins gagnrýnt Kína harðlega fyrir ólöglegt tilkall þeirra til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar og komið vopnum og hernaðarmannvirkjum fyrir á þeim. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna gáfu í byrjun árs út nýja varnarstefnu ríkisins og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞá sagði Elbridge Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburðum ríkisins gagnvart Kína. Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, sagði fyrr í vikunni, á sömu ráðstefnu og Collins, að Bandaríkjunum stæði mest ógn af Kína á heimsvísu. Þeir stæðu bæði í hefðbundnum njósnum auk þess að standa í efnahagslegum njósnum. Suður-Kínahaf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. Michael Collins, einn yfirmanna Austurasíudeildar CIA segir Kína ekki vilja hefðbundið stríð gegn Bandaríkjunum og því beiti þeir öðrum leiðum til að grafa undan Bandaríkjunum. „Ég myndi segja að í rauninni séu þeir að heyja kalt stríð gegn okkur. Ekki kalt stríð eins og við sáum á tíma kalda stríðsins sjálfs en kalt stríð þó,“ sagði Collins á öryggisráðstefnu í Bandaríkjunum í gær.Kínverjar eru með fjölmennasta her heims og næst stærsta efnahaginn, á eftir Bandaríkjunum. Þó Kína hafi staðið í umfangsmikill uppbyggingu á herafla sínum eru Bandaríkin eru enn með hernaðaryfirráð á heimsvísu. Á undanförnum mánuðum hefur samband ríkjanna beðið hnekki og eiga þau nú í stækkandi viðskiptastríði. Þá hafa Bandaríkin og önnur ríki heimsins gagnrýnt Kína harðlega fyrir ólöglegt tilkall þeirra til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar og komið vopnum og hernaðarmannvirkjum fyrir á þeim. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna gáfu í byrjun árs út nýja varnarstefnu ríkisins og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞá sagði Elbridge Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburðum ríkisins gagnvart Kína. Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, sagði fyrr í vikunni, á sömu ráðstefnu og Collins, að Bandaríkjunum stæði mest ógn af Kína á heimsvísu. Þeir stæðu bæði í hefðbundnum njósnum auk þess að standa í efnahagslegum njósnum.
Suður-Kínahaf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira