Í tístinu líkti Barr fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama, Valerie Jarrett, við apa og vöktu skrifin mikla hneykslan. Málið hefur verið Barr afar þungbært og brast hún í grát í viðtali um tístið og sjónvarpsþáttinn í júní. Fyrr í þessum mánuði sagðist hún jafnframt ekki ætla að tjá sig frekar um málið annars staðar en á YouTube-reikningi sínum.
Barr hefur staðið við stóru orðin og hlaðið inn fjölmörgum myndböndum á rásina undanfarna daga. Í gær birti hún svo nokkuð einkennilega klippu þar sem hún ræðir umrætt tíst og virðist þar reyna að afsaka apasamlíkinguna, sem löngum hefur verið beitt gegn hörundsdökku fólki.
„Ég hélt að tíkin væri hvít!“ öskrar Barr ítrekað.
Myndbandið má sjá í heild hér að neðan.