Stjarnan og Breiðablik leika til úrslita í Mjólkurbikar kvenna. Bikarúrslitaleikurinn hefur verið færður á föstudagskvöldið 17. ágúst.
Til stóð að úrslitaleikurinn yrði haldinn laugardaginn 18. ágúst en hann hefur nú verið færður fram og verður leikinn kvöldið áður. Ákvörðunin var tekin í samráði við félögin tvö sem um ræðir.
Menningarnótt fer fram í Reykjavík þessa helgi og „það má segja að upphitun Menningarnætur í Reykjavík hefst því á stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks í Mjólkurbikarkeppni kvenna,“ segir í tilkynningu frá KSÍ.
Leikurinn verður leikinn á þjóðarleikvanginum, Laugardalsvelli. Frítt verður á leikinn fyrir 16 ára og yngri.
Stjarnan lék til úrslita í fyrra en tapaði þá fyrir ÍBV í framlengdum leik. Breiðablik varð bikarmeistari fyrir tveimur árum.
