Greinileg merki um aukinn jarðhita á Reykjaneshrygg Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 20:45 Í fyrsta skipti hefur tekist að kafa niður að hafsbotninum á Reykjaneshrygg og kanna jarðhitann og lífríkið á svæðinu. Greinileg merki eru um aukinn jarðhita á sjávarbotninum næst Íslandi. Þýska rannsóknarskipið Maria S. Merian lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eftir sex vikna leiðangur suður af Íslandi. Áhöfnin var glaðbeitt eftir vel heppnaðan túr þar sem leitað var eftir jarðhitavirkni á Reykjaneshrygg og var sjávarbotninn kortlagður nákvæmlega á völdum stöðum. Einungis tókst að finna virkt jarðhitasvæði á Steinhóli sem er næst Íslandi en á hinum svæðunum var engin jarðhitavirkni. „Við vorum að reyna að komast að því hvernig eldstöðvar á hafsbotni virka. Það hefur ekki verið auðvelt að finna hvar þær gefa frá sér hita út í sjóinn. Þær ættu að gera það og við reyndum að finna hvar hitinn kemur út,” segir Collin Devey prófessor og sérfræðingur í eldfjallafræði neðansjávar við Geomar stofnunina í Kiel. Rannsóknarverkefnið var gríðarlega umfangsmikið en um fjörutíu vísindamenn voru í áhöfn skipsins en auk þeirra koma mun fleiri að úrvinnslu allra þeirra gagna sem var safnað. Devey segir að það hafi komið vísindamönnum á óvart að eldfjöll neðansjávar á svæðinu eru ekki eins stór eins og ætla mætti og neðansjávareldgos sem verða séu ekki stór. „Þau ættu að vera það en svo virðist ekki vera svo ég hef brotið heilann mikið um hvað sé í gangi þarna niðri,” segir Devey. Í fyrsta sinn var kafað niður að jarðhitastrýtum, sýni tekin og lífríki greint og í fyrsta skipti var sjávarbotninn kannaður. Jarðhitastrýturnar eru rúmlega meters háar og sáu vísindamenn hvernig hitinn streymdi út í vatnið „Fiskarnir syntu í kring en fóru ekki í heita vatnið því þeir vilja ekki láta sjóða sig á hafsbotni,” segir Devey. Lífríkið á svæðinu var ekki rannsakað og segir líffræðingur um borð að nýjar lífverur hafi fundist. „Við gerðum margar óvæntar uppgötvanir. Við kunnum meira að segja að hafa fundið nýja ætt dýra. Flokkunarfræðingarnir um borð verða að lýsa henni. Og líka nýjar tegundir. Mikið af spennandi efni,“ segir Dr. Saskia Brix sjávarlíffræðingur. Jarðvísindadeild Háskóla Íslands kemur að rannsóknunum en nemi í meistaranámi í jarðvísindum var í áhöfn skipsins. „Það sem að við fáum út úr þessu er náttúrulega gríðarlegt gagnasafn af kortagögnum af hafsbotninum og á mjög áhugaverðu svæði. Þannig það verður mikil vinna næstu árin að skoða þetta,” segir Daníel Þórhallsson, meistaranemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands. Umhverfismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Í fyrsta skipti hefur tekist að kafa niður að hafsbotninum á Reykjaneshrygg og kanna jarðhitann og lífríkið á svæðinu. Greinileg merki eru um aukinn jarðhita á sjávarbotninum næst Íslandi. Þýska rannsóknarskipið Maria S. Merian lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eftir sex vikna leiðangur suður af Íslandi. Áhöfnin var glaðbeitt eftir vel heppnaðan túr þar sem leitað var eftir jarðhitavirkni á Reykjaneshrygg og var sjávarbotninn kortlagður nákvæmlega á völdum stöðum. Einungis tókst að finna virkt jarðhitasvæði á Steinhóli sem er næst Íslandi en á hinum svæðunum var engin jarðhitavirkni. „Við vorum að reyna að komast að því hvernig eldstöðvar á hafsbotni virka. Það hefur ekki verið auðvelt að finna hvar þær gefa frá sér hita út í sjóinn. Þær ættu að gera það og við reyndum að finna hvar hitinn kemur út,” segir Collin Devey prófessor og sérfræðingur í eldfjallafræði neðansjávar við Geomar stofnunina í Kiel. Rannsóknarverkefnið var gríðarlega umfangsmikið en um fjörutíu vísindamenn voru í áhöfn skipsins en auk þeirra koma mun fleiri að úrvinnslu allra þeirra gagna sem var safnað. Devey segir að það hafi komið vísindamönnum á óvart að eldfjöll neðansjávar á svæðinu eru ekki eins stór eins og ætla mætti og neðansjávareldgos sem verða séu ekki stór. „Þau ættu að vera það en svo virðist ekki vera svo ég hef brotið heilann mikið um hvað sé í gangi þarna niðri,” segir Devey. Í fyrsta sinn var kafað niður að jarðhitastrýtum, sýni tekin og lífríki greint og í fyrsta skipti var sjávarbotninn kannaður. Jarðhitastrýturnar eru rúmlega meters háar og sáu vísindamenn hvernig hitinn streymdi út í vatnið „Fiskarnir syntu í kring en fóru ekki í heita vatnið því þeir vilja ekki láta sjóða sig á hafsbotni,” segir Devey. Lífríkið á svæðinu var ekki rannsakað og segir líffræðingur um borð að nýjar lífverur hafi fundist. „Við gerðum margar óvæntar uppgötvanir. Við kunnum meira að segja að hafa fundið nýja ætt dýra. Flokkunarfræðingarnir um borð verða að lýsa henni. Og líka nýjar tegundir. Mikið af spennandi efni,“ segir Dr. Saskia Brix sjávarlíffræðingur. Jarðvísindadeild Háskóla Íslands kemur að rannsóknunum en nemi í meistaranámi í jarðvísindum var í áhöfn skipsins. „Það sem að við fáum út úr þessu er náttúrulega gríðarlegt gagnasafn af kortagögnum af hafsbotninum og á mjög áhugaverðu svæði. Þannig það verður mikil vinna næstu árin að skoða þetta,” segir Daníel Þórhallsson, meistaranemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands.
Umhverfismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira