Fallið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 10:00 Það telst svo sem ekki til stórtíðinda að nýleg Gallup könnun sýni að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti minna en helmings fylgis meðal þjóðarinnar. Hún er þar með fjórða ríkisstjórnin í röð sem hefur minnihluta þjóðarinnar á bak við sig innan við ári eftir að hún komst til valda. Það lá að. Núverandi ríkisstjórn naut ágæts stuðnings í upphafi en þegar ljóst var að hún ætlaði sér ekkert sérstakt, annað en að halda völdum, þá fór vitanlega að síga á ógæfuhliðina. Aðgerðaleysi einkennir þessa ríkisstjórn. Hún dútlar við eitt og annað og einhver mál eru í athugun, og verða það eflaust lengi. Stjórnin samanstendur af hægriflokki, miðjuflokki og vinstriflokki sem vilja halda friðinn og til að svo verði er heppilegast að aðhafast sem minnst. Ekki er samt hægt að ætlast til að þjóðin sýni tíðindaleysinu ríkan skilning. Kjósendur eru langþreyttir á stjórnmálamönnum sem lofa öllu fögru fyrir kosningar en missa áhugann á kosningaloforðum eftir að vera komnir í ríkisstjórn. Þá er af einhverjum ástæðum illmögulegt að rétta hlut þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og áfram á að gera ungu fólki erfitt fyrir að kaupa sér íbúð meðan okrarar eigna sér leigumarkaðinn. Á sama tíma þarf vitanlega að virkja náttúruperlur af því stærsti flokkurinn í ríkistjórninni er áhugasamur um það. Sömuleiðis er talið brýnt að halda verndarhendi yfir hinni kvartsáru stórútgerð og hlutum komið þannig fyrir að hún greiði ekki of mikið til samfélagsins. Allt er þetta mjög skrýtið og ekki til þess fallið að njóta meirihlutafylgis meðal þjóðarinnar. Ríkisstjórnir koma og falla ansi ört. Eftir alþingiskosningar ríkir samt hverju sinni viss bjartsýni meðal þjóðarinnar því ný ríkisstjórn hefur feril sinn yfirleitt með góðan hluta þjóðarinnar á bak við sig. Á undraverðan hátt tekst henni síðan að glutra niður stuðningi og hrökklast loks frá völdum með skömm. Freistandi er að velta fyrir sér hvort þetta verði einmitt örlög hinnar aðgerðalitlu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í ríkisstjórnarsamstarfi eins og þessu er sá flokkur sem talað hefur í upphrópunum í verstu stöðunni. Á vefsíðu Vinstri grænna má finna ýmis fyrirheit, þar á meðal: Bætum kjörin! Burt með fátækt! Völdin til fólksins! Velferðarsamfélag fyrir alla! Þessi slagorð eru hláleg í ljósi þess að ríkisstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að skapa velferðarsamfélag fyrir alla. Síst hefur hún svo áhuga á að færa völdin til fólksins. Vinstri græn eiga tvo kosti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þann að halda áfram að hokra í horninu hjá íhaldinu og veslast þar smám saman upp eða að taka á sig rögg og leitast við að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Haldi Vinstri græn áfram að gera nánast ekki neitt í ríkisstjórnarsamstarfinu er hætt við því að óánægja meðal stórs hóps flokksmanna fari stigvaxandi og þeir snúist loks gegn forystunni og krefjist þess að stjórnarsamstarfinu verði slitið. Satt að segja er allt eins líklegt að sú verði einmitt raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Það telst svo sem ekki til stórtíðinda að nýleg Gallup könnun sýni að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti minna en helmings fylgis meðal þjóðarinnar. Hún er þar með fjórða ríkisstjórnin í röð sem hefur minnihluta þjóðarinnar á bak við sig innan við ári eftir að hún komst til valda. Það lá að. Núverandi ríkisstjórn naut ágæts stuðnings í upphafi en þegar ljóst var að hún ætlaði sér ekkert sérstakt, annað en að halda völdum, þá fór vitanlega að síga á ógæfuhliðina. Aðgerðaleysi einkennir þessa ríkisstjórn. Hún dútlar við eitt og annað og einhver mál eru í athugun, og verða það eflaust lengi. Stjórnin samanstendur af hægriflokki, miðjuflokki og vinstriflokki sem vilja halda friðinn og til að svo verði er heppilegast að aðhafast sem minnst. Ekki er samt hægt að ætlast til að þjóðin sýni tíðindaleysinu ríkan skilning. Kjósendur eru langþreyttir á stjórnmálamönnum sem lofa öllu fögru fyrir kosningar en missa áhugann á kosningaloforðum eftir að vera komnir í ríkisstjórn. Þá er af einhverjum ástæðum illmögulegt að rétta hlut þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og áfram á að gera ungu fólki erfitt fyrir að kaupa sér íbúð meðan okrarar eigna sér leigumarkaðinn. Á sama tíma þarf vitanlega að virkja náttúruperlur af því stærsti flokkurinn í ríkistjórninni er áhugasamur um það. Sömuleiðis er talið brýnt að halda verndarhendi yfir hinni kvartsáru stórútgerð og hlutum komið þannig fyrir að hún greiði ekki of mikið til samfélagsins. Allt er þetta mjög skrýtið og ekki til þess fallið að njóta meirihlutafylgis meðal þjóðarinnar. Ríkisstjórnir koma og falla ansi ört. Eftir alþingiskosningar ríkir samt hverju sinni viss bjartsýni meðal þjóðarinnar því ný ríkisstjórn hefur feril sinn yfirleitt með góðan hluta þjóðarinnar á bak við sig. Á undraverðan hátt tekst henni síðan að glutra niður stuðningi og hrökklast loks frá völdum með skömm. Freistandi er að velta fyrir sér hvort þetta verði einmitt örlög hinnar aðgerðalitlu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í ríkisstjórnarsamstarfi eins og þessu er sá flokkur sem talað hefur í upphrópunum í verstu stöðunni. Á vefsíðu Vinstri grænna má finna ýmis fyrirheit, þar á meðal: Bætum kjörin! Burt með fátækt! Völdin til fólksins! Velferðarsamfélag fyrir alla! Þessi slagorð eru hláleg í ljósi þess að ríkisstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að skapa velferðarsamfélag fyrir alla. Síst hefur hún svo áhuga á að færa völdin til fólksins. Vinstri græn eiga tvo kosti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þann að halda áfram að hokra í horninu hjá íhaldinu og veslast þar smám saman upp eða að taka á sig rögg og leitast við að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Haldi Vinstri græn áfram að gera nánast ekki neitt í ríkisstjórnarsamstarfinu er hætt við því að óánægja meðal stórs hóps flokksmanna fari stigvaxandi og þeir snúist loks gegn forystunni og krefjist þess að stjórnarsamstarfinu verði slitið. Satt að segja er allt eins líklegt að sú verði einmitt raunin.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar