Geitungarnir átt erfitt uppdráttar á suðvesturhorninu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 16:41 Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, segir að geitungasumarið á suðvesturhorninu hafi verið afar dapurlegt. Vísir/vilhelm „Það hefur verið frekar dapurt, það fór svo illa af stað,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur um geitungasumarið í ár á suðvesturhorninu vegna mikillar vætutíðar. Erling segir að geitungarnir hafi átt erfitt uppdráttar framan af sumri vegna rigninga. Búin hafi þroskast hægt því það hafi verið afar fáliðað. Þá hafi lirfurnar einnig verið óvenju smávaxnar í ár því þær hafi einfaldlega ekki fengið nóg að éta. „Það fer enginn út að vinna í rigningu,“ segir Erling til útskýringar. Þrátt fyrir að geitungasumarið hafi verið dapurlegt á suðvesturhorninu sé þó ekkert að óttast að sögn Erlings því skordýr taki yfirleitt áföllum og sveiflist eftir aðstæðum. „Það koma slæm ár og það koma góð ár og allt jafnast þetta nú út,“ segir Erling sem bætir við að þó geitungarnir séu ekki hressir með ástandið séu eflaust margir sem fagni því að sjá sjaldan geitunga á sveimi.Gegna þeir mikilvægu hlutverki í vistkerfinu?„Það er ekki nokkur skepna sem er ekki mikilvæg á sinn hátt nema þá kannski mannskepnan sem er að eyðileggja fyrir öllum hinum. Það eiga allir sitt hlutverk í lífríkinu. Ef þeir hefðu ekki hlutverk þá myndu þeir ekki lifa af,“ segir Erling. Á Vísindavefnum kemur fram að geitungar hreinsi hræ af dýrum og fuglum, taki kjötið og færi í búið. Þá veiða þeir flugur sem fæðu fyrir lirfurnar í búinu og safna blómasykri „en við það fræva þeir plöntur“. Erling segir að geitungarnir séu ötulir við að veiða fiðrildalirfur af trjám og haldi þeim í skefjum. „Það er enginn alvondur og svo er engin rós án þyrna,“ segir Erling sem bendir á að það einkenni samfélag dýranna. Dýr Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
„Það hefur verið frekar dapurt, það fór svo illa af stað,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur um geitungasumarið í ár á suðvesturhorninu vegna mikillar vætutíðar. Erling segir að geitungarnir hafi átt erfitt uppdráttar framan af sumri vegna rigninga. Búin hafi þroskast hægt því það hafi verið afar fáliðað. Þá hafi lirfurnar einnig verið óvenju smávaxnar í ár því þær hafi einfaldlega ekki fengið nóg að éta. „Það fer enginn út að vinna í rigningu,“ segir Erling til útskýringar. Þrátt fyrir að geitungasumarið hafi verið dapurlegt á suðvesturhorninu sé þó ekkert að óttast að sögn Erlings því skordýr taki yfirleitt áföllum og sveiflist eftir aðstæðum. „Það koma slæm ár og það koma góð ár og allt jafnast þetta nú út,“ segir Erling sem bætir við að þó geitungarnir séu ekki hressir með ástandið séu eflaust margir sem fagni því að sjá sjaldan geitunga á sveimi.Gegna þeir mikilvægu hlutverki í vistkerfinu?„Það er ekki nokkur skepna sem er ekki mikilvæg á sinn hátt nema þá kannski mannskepnan sem er að eyðileggja fyrir öllum hinum. Það eiga allir sitt hlutverk í lífríkinu. Ef þeir hefðu ekki hlutverk þá myndu þeir ekki lifa af,“ segir Erling. Á Vísindavefnum kemur fram að geitungar hreinsi hræ af dýrum og fuglum, taki kjötið og færi í búið. Þá veiða þeir flugur sem fæðu fyrir lirfurnar í búinu og safna blómasykri „en við það fræva þeir plöntur“. Erling segir að geitungarnir séu ötulir við að veiða fiðrildalirfur af trjám og haldi þeim í skefjum. „Það er enginn alvondur og svo er engin rós án þyrna,“ segir Erling sem bendir á að það einkenni samfélag dýranna.
Dýr Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira