Hver er þessi Erik Hamrén sem er að taka við Íslandi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 14:15 Erik Hamrén stappar stálinu í Oscar Lewicki, eikmann sænska landsliðsins. Vísir/Getty Svíinn Erik Hamrén er að fara að taka við íslenska landsliðinu en á því leikur enginn vafi ennþá þótt að KSÍ sé ekki búið að staðfesta ráðninguna. Blaðamannafundurinn er á morgun. En hver er þessi Erik Hamrén sem er væntanlega að taka við Íslandi? Erik Hamrén hélt upp á 61 árs afmælið sitt á dögunum og hefur undanfarið starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá suður-afríska félaginu Mamelodi Sundowns. Hamrén hefur mikla reynslu, bæði af því að þjálfa landslið og að þjálfa félagslið. Hann hefur unnið titla í þremur löndum. Svíþjóð, Danmörku og Noregi þar af gerði hann lið bæði að dönskum og norskum meisturum. Hamrén sló hins vegar fyrst í gegn sem þjálfari sænska liðsins AIK en undir hans stjórn varð AIK bikarmeistari tvö ár í röð frá 1996 til 1997. AIK undir stjórn Hamrén mætti KR í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1996. AIK vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli 1-0 en sá síðari ytra fór 1-1 þar sem Guðmundur Benediktsson jafnaði metin fyrir KR með snyrtilegu marki seint í leiknum.Hamrén gerði einnig Örgryte IS að sænskum bikarmeisturum árið 2000. Hamrén færði sig yfir til Danmerkur árið 2004 og fjórum árum seinna gerði hann AaB Fodbold að dönskum meisturum. Hamrén tók í framhaldinu við norska félaginu Rosenborg BK og gerði liðið tvisvar að norskum meisturum áður en hann hætti og gerðist landsliðsþjálfari Svía.Vísir/GettySvíar leituðu til Erik Hamrén eftir að Lars Lagerbäck hætti með sænska landsliðið árið 2009. Lagerbäck var þá búinn að vera með sænska landsliðið í meira en áratug sem aðstoðarþjálfari (1998-1999) eða aðalþjálfari (2000-2009). Hamrén þjálfaði sænska landsliðið í sjö ár og fór með liðið bæði inn á EM 2012 og EM 2016. Sænska liðið komst ekki í úrslitakeppni HM 2014 en sat þá eftir í riðli þar sem voru líka verðandi heimsmeistarar Þýskalands. Svíar komust í umspilið en féllu út á móti Portúgal. Eftir að Erik Hamrén hætti með sænska landsliðið eftir EM 2016 þá tók hann aftur við Örgryte í smá tíma (kláraði 2017 tímabilið) og gerðist svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku. Það er auðvelt að bera Erik Hamrén saman við landa sinn Lars Lagerbäck enda margt líkt með þeim félögum þegar þeir taka við íslenska landsliðinu. Þeir eru hins vegar ólíkir persónuleikar. Lars Lagerbäck þekkjum við sem algjört ljúfmenni sem vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar með almennilegri og flekkrausri framkomu auk þess að breyta íslenska landsliðinu úr einu af þeim slökustu í Evrópu í lið sem komst í átta liða úrslit á EM. Erik Hamrén þykir verða harðari og grimmari týpa en Lars og verður seint kallaður eitthvað ljúfmenni. Það verður til dæmis fróðlegt að sjá hvaða línu hann leggur íslenskum blaðamönnum sem áttu mjög gott samstarf við Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. Lars Lagerbäck fann fljótt besta leikstíl íslenska landsliðsins og eftir að hann fann hann þá var ekki mikið um breytingar. Liðið spilaði 4-4-2 kerfið og Lars útfærði það til að nýta sem best kosti íslensku leikmannanna. Það var heldur ekki mikið um breytingar í leikmannahópnum og íslenska liðið byrjaði sem dæmi alla leiki sína á EM 2016 með sömu ellefu menn.Vísir/GettyHamrén er þekktari fyrir að breyta miklu oftar um leikmenn. Ef menn standa sig ekki eða úrslitin eru ekki hagstæð er mjög líklegt að hann muni henda mönnum inn og út úr liðinu. Breiddin er vissulega minni hjá Íslandi en ráðning Hamrén gæti opnað dyrnar fyrir nýja menn. Erik Hamrén spilaði fyrst 4-2-3-1 kerfið með sænska landsliðinu en færði sig svo yfir í 4-4-2. Það vakti nokkra athygli þegar hann lét sænska landsliðið spila mjög sókndjarfan bolta í undankeppni EM 2016 en mætti svo með mjög varnarsinnaða og varfærnislegan leikstíl í úrslitakeppnina þar sem Svíar náðu aðeins í 1 stig af 9 mögulegum. Sænska landsliðið fór þá frá því að skora 19 mörk í 12 leikjum í undankeppninni í það að skora aðeins 1 mark í þremur leikjum í úrslitakeppni EM. Þessir þrír leikir á EM í Frakklandi urðu líka þrír síðustu leikir Erik Hamrén með sænska landsliðið. Erik Hamrén mun væntanlega ætla að skrifa sína eigin sögu með íslenska landsliðið. Það bíður hans það erfiða verkefni að fylgja eftir fyrstu tveimur stórmótum íslenska karlalandsliðsins og það er stutt í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. Þegar Lars Lagerbäck tók við var eina leiðin upp en núna mun reyna á alla við að halda íslenska landsliðinu á þeim stalli sem liðið hefur komist undanfarin ár. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er ánægður með fyrirhugaða ráðningu Hamren. 7. ágúst 2018 08:30 Freyr líklegur aðstoðarþjálfari Hamren Freyr Alexandersson er í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins. Fótbolti.net greindi frá þessu í dag. 7. ágúst 2018 13:13 Fyrrum vinnuveitandi Hamren staðfestir að hann taki við Íslandi Erik Hamren verður næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta ef marka má Twitter-færslu fyrrum vinnuveitanda hans í kvöld. 6. ágúst 2018 21:24 86 prósent segja að Erik Hamrén sé ekki rétti kosturinn fyrir Ísland Aftonbladet í Svíþjóð setti af stað könnun hjá sér í dag þar sem blaðið spurði lesendur sína á netinu hvort það væri rétt hjá Knattspyrnusamband Íslands að ráða Erik Hamrén sem landsliðsþjálfara. 7. ágúst 2018 13:30 KSÍ boðar til fundar: Verður Hamren kynntur sem nýr landsliðsþjálfari? Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu á morgun. Efni fundarins er þjálfaramál A landsliðs karla. 7. ágúst 2018 14:02 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Svíinn Erik Hamrén er að fara að taka við íslenska landsliðinu en á því leikur enginn vafi ennþá þótt að KSÍ sé ekki búið að staðfesta ráðninguna. Blaðamannafundurinn er á morgun. En hver er þessi Erik Hamrén sem er væntanlega að taka við Íslandi? Erik Hamrén hélt upp á 61 árs afmælið sitt á dögunum og hefur undanfarið starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá suður-afríska félaginu Mamelodi Sundowns. Hamrén hefur mikla reynslu, bæði af því að þjálfa landslið og að þjálfa félagslið. Hann hefur unnið titla í þremur löndum. Svíþjóð, Danmörku og Noregi þar af gerði hann lið bæði að dönskum og norskum meisturum. Hamrén sló hins vegar fyrst í gegn sem þjálfari sænska liðsins AIK en undir hans stjórn varð AIK bikarmeistari tvö ár í röð frá 1996 til 1997. AIK undir stjórn Hamrén mætti KR í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1996. AIK vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli 1-0 en sá síðari ytra fór 1-1 þar sem Guðmundur Benediktsson jafnaði metin fyrir KR með snyrtilegu marki seint í leiknum.Hamrén gerði einnig Örgryte IS að sænskum bikarmeisturum árið 2000. Hamrén færði sig yfir til Danmerkur árið 2004 og fjórum árum seinna gerði hann AaB Fodbold að dönskum meisturum. Hamrén tók í framhaldinu við norska félaginu Rosenborg BK og gerði liðið tvisvar að norskum meisturum áður en hann hætti og gerðist landsliðsþjálfari Svía.Vísir/GettySvíar leituðu til Erik Hamrén eftir að Lars Lagerbäck hætti með sænska landsliðið árið 2009. Lagerbäck var þá búinn að vera með sænska landsliðið í meira en áratug sem aðstoðarþjálfari (1998-1999) eða aðalþjálfari (2000-2009). Hamrén þjálfaði sænska landsliðið í sjö ár og fór með liðið bæði inn á EM 2012 og EM 2016. Sænska liðið komst ekki í úrslitakeppni HM 2014 en sat þá eftir í riðli þar sem voru líka verðandi heimsmeistarar Þýskalands. Svíar komust í umspilið en féllu út á móti Portúgal. Eftir að Erik Hamrén hætti með sænska landsliðið eftir EM 2016 þá tók hann aftur við Örgryte í smá tíma (kláraði 2017 tímabilið) og gerðist svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku. Það er auðvelt að bera Erik Hamrén saman við landa sinn Lars Lagerbäck enda margt líkt með þeim félögum þegar þeir taka við íslenska landsliðinu. Þeir eru hins vegar ólíkir persónuleikar. Lars Lagerbäck þekkjum við sem algjört ljúfmenni sem vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar með almennilegri og flekkrausri framkomu auk þess að breyta íslenska landsliðinu úr einu af þeim slökustu í Evrópu í lið sem komst í átta liða úrslit á EM. Erik Hamrén þykir verða harðari og grimmari týpa en Lars og verður seint kallaður eitthvað ljúfmenni. Það verður til dæmis fróðlegt að sjá hvaða línu hann leggur íslenskum blaðamönnum sem áttu mjög gott samstarf við Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. Lars Lagerbäck fann fljótt besta leikstíl íslenska landsliðsins og eftir að hann fann hann þá var ekki mikið um breytingar. Liðið spilaði 4-4-2 kerfið og Lars útfærði það til að nýta sem best kosti íslensku leikmannanna. Það var heldur ekki mikið um breytingar í leikmannahópnum og íslenska liðið byrjaði sem dæmi alla leiki sína á EM 2016 með sömu ellefu menn.Vísir/GettyHamrén er þekktari fyrir að breyta miklu oftar um leikmenn. Ef menn standa sig ekki eða úrslitin eru ekki hagstæð er mjög líklegt að hann muni henda mönnum inn og út úr liðinu. Breiddin er vissulega minni hjá Íslandi en ráðning Hamrén gæti opnað dyrnar fyrir nýja menn. Erik Hamrén spilaði fyrst 4-2-3-1 kerfið með sænska landsliðinu en færði sig svo yfir í 4-4-2. Það vakti nokkra athygli þegar hann lét sænska landsliðið spila mjög sókndjarfan bolta í undankeppni EM 2016 en mætti svo með mjög varnarsinnaða og varfærnislegan leikstíl í úrslitakeppnina þar sem Svíar náðu aðeins í 1 stig af 9 mögulegum. Sænska landsliðið fór þá frá því að skora 19 mörk í 12 leikjum í undankeppninni í það að skora aðeins 1 mark í þremur leikjum í úrslitakeppni EM. Þessir þrír leikir á EM í Frakklandi urðu líka þrír síðustu leikir Erik Hamrén með sænska landsliðið. Erik Hamrén mun væntanlega ætla að skrifa sína eigin sögu með íslenska landsliðið. Það bíður hans það erfiða verkefni að fylgja eftir fyrstu tveimur stórmótum íslenska karlalandsliðsins og það er stutt í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. Þegar Lars Lagerbäck tók við var eina leiðin upp en núna mun reyna á alla við að halda íslenska landsliðinu á þeim stalli sem liðið hefur komist undanfarin ár.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er ánægður með fyrirhugaða ráðningu Hamren. 7. ágúst 2018 08:30 Freyr líklegur aðstoðarþjálfari Hamren Freyr Alexandersson er í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins. Fótbolti.net greindi frá þessu í dag. 7. ágúst 2018 13:13 Fyrrum vinnuveitandi Hamren staðfestir að hann taki við Íslandi Erik Hamren verður næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta ef marka má Twitter-færslu fyrrum vinnuveitanda hans í kvöld. 6. ágúst 2018 21:24 86 prósent segja að Erik Hamrén sé ekki rétti kosturinn fyrir Ísland Aftonbladet í Svíþjóð setti af stað könnun hjá sér í dag þar sem blaðið spurði lesendur sína á netinu hvort það væri rétt hjá Knattspyrnusamband Íslands að ráða Erik Hamrén sem landsliðsþjálfara. 7. ágúst 2018 13:30 KSÍ boðar til fundar: Verður Hamren kynntur sem nýr landsliðsþjálfari? Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu á morgun. Efni fundarins er þjálfaramál A landsliðs karla. 7. ágúst 2018 14:02 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er ánægður með fyrirhugaða ráðningu Hamren. 7. ágúst 2018 08:30
Freyr líklegur aðstoðarþjálfari Hamren Freyr Alexandersson er í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins. Fótbolti.net greindi frá þessu í dag. 7. ágúst 2018 13:13
Fyrrum vinnuveitandi Hamren staðfestir að hann taki við Íslandi Erik Hamren verður næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta ef marka má Twitter-færslu fyrrum vinnuveitanda hans í kvöld. 6. ágúst 2018 21:24
86 prósent segja að Erik Hamrén sé ekki rétti kosturinn fyrir Ísland Aftonbladet í Svíþjóð setti af stað könnun hjá sér í dag þar sem blaðið spurði lesendur sína á netinu hvort það væri rétt hjá Knattspyrnusamband Íslands að ráða Erik Hamrén sem landsliðsþjálfara. 7. ágúst 2018 13:30
KSÍ boðar til fundar: Verður Hamren kynntur sem nýr landsliðsþjálfari? Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu á morgun. Efni fundarins er þjálfaramál A landsliðs karla. 7. ágúst 2018 14:02
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn