
Vá fyrir dyrum
Fjórum árum síðar hafa Íslendingar líklega upplifað mesta hagsældarskeið í lýðveldissögunni. Kaupmáttur launa hefur aukist um liðlega 30 prósent, verðbólga verið nánast samfleytt undir markmiði Seðlabankans, vextir aldrei lægri og staða þjóðarbúsins tekið stakkaskiptum sem endurspeglast einkum í því að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér.
Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun stjórnvalda við afnám hafta réðu hvað mestu um að leggja grunn að þessari fordæmalausu stöðu. Það má taka undir með fjármálaráðherra að það sætir undrun að forystumenn í verkalýðshreyfingunni reyni ekki að eigna sér eitthvað í þessum mikla árangri sem náðst hefur. Þess í stað er tónninn sá að þorri launafólks hafi setið eftir og því eigi nú að fara fram með glórulausar kröfur um tugprósenta launahækkanir á almennum vinnumarkaði.
Allt er þetta með miklum ólíkindum. Það er eins og að vera staddur í einhverri hliðarveröld þegar því er haldið fram, vonandi gegn betri vitund, að hægt sé að ráðast í slíkar launahækkanir á einu bretti án þess að eitthvað láti undan – við núverandi aðstæður geta afleiðingarnar aldrei orðið aðrar en aukin verðbólga eða stórfellt atvinnuleysi. Haldi einhverjir annað hafa þeir hinir sömu fundið upp á áður óþekktri leið til að stórbæta lífskjör almennings, óháð verðmætasköpun hverju sinni. Raunveruleikinn er hins vegar því miður annar og leiðinlegri.
Laun á Íslandi eru þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmáttur meira en tvöfaldast frá 2010. Þetta er undraverður árangur. Réttmætar áhyggjur um að þær miklu launahækkanir sem um var samið í kjarasamningum 2015 myndu leiða til verðbólguskots urðu sem betur fer ekki að veruleika.
Ástæður þessa ættu að vera flestum vel kunnar. Gríðarmikil gengisstyrking, lægra vöruverð vegna afnáms tolla og vörugjalda, hagstæð viðskiptakjör og aukin samkeppni á smásölumarkaði áttu ekki hvað síst þátt í því að verðbólgan fór ekki af stað þótt laun hafi hækkað umfram framleiðnivöxt. Aðeins þeim, sem kjósa að setja kíkinn fyrir blinda augað, getur dottið í hug að hægt sé að endurtaka þann leik. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, sem flest standa frammi fyrir hagræðingaraðgerðum, hefur versnað til muna og svigrúm þeirra til að taka á sig aukinn launakostnað er lítið sem ekkert.
Stærstu verkalýðshreyfingar landsins voru teknar yfir, án mikillar mótstöðu, af byltingaröflum sem þykjast bera fyrir brjósti velferð hins venjulega launamanns í komandi kjarasamningalotu. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni.
Staðreyndin er sú að forystumenn samtakanna eru í besta falli popúlistar sem tala fyrir gamalkunnum leiðum sem munu valda miklum skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og um leið hagsmuni heimila og fyrirtækja nái þær fram að ganga.
Það eru hagsmunir allra sem vilja byggja upp raunverulega hagsæld til lengri tíma á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis og lægri vaxta að koma í veg fyrir þá niðurstöðu. Takist það ekki er vá fyrir dyrum.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar